Sunnanfari - 01.04.1898, Blaðsíða 13

Sunnanfari - 01.04.1898, Blaðsíða 13
61 Ed þar sem sjór sá er saltari og þar af leiðandi þyngri, er kemur úr Atlantshafiim, hlýtur hann að renna undir kalda og létta sjóinn, sem er á yfir- horði heimskautshafsins og því finst þessi hlýi sjór á miklu dýpi í Norðuríshafinu. Af þessu leiðir að seltuminni sjórinn á yfir- borðinu ver hlýrri sjónum að komast upp undir yfirborð hafsins, og þetta veldur því, að hlýi sjór- inn tefur lítið fyrir því, að heimskautshafið leggi, þrátt fyrir yl þann, er hann færir því. Þó er auðsætt, að þrátt fyrir þá mótsöðu, sem kaldi sjórinn á yfirborðinu gerir hlýrri sjónum á meira dýpi, hlýtur þetta stöðuga aðrensli af hlýrri sjó að hafa áhrif á hitann í íshafinn, og þannig draga úr myndun íssins á yfirborði þess. Vindurinn og straumurinn styðja og afarmikið að þvi, að ísinn verði ekki afar-þykkur, því þeir reka hann stöðugt yfir heimskautsbeltið suðureftir, og þar bráðnar hann áður en hann er orðinn nægi- lega gamall til þess að geta verið orðinn mjög þykkur. Af lagis þeim, er vér mældum, var hann þykkastur 14 fet, þar sem ísinn hafði ekki rekið saman. Það væri fróðlegt að rannsaka, hverjar afleiðing- arnar yrðu, ef þetta stöðuga ísrek norðan að og þetta útrensli úr kalda heimskautshafinu hyrfi og stöðugt aðrensli af hlýrri sæ hætti algerlega að renna inn í heimskautshafið. Setjum t. d. svo, að sjávarbotninn hækkaði, svo að þurlendi yrði þvert yfir Atlantshafið frá Skotlandi yfir á Hjaltlandseyj- ar, Eæreyjar og Island til Grænlands, svo sem að líkindum hefir átt sér stað að tiltölu seint í sögu jarðarinnar. Afleiðingamar mundu verða, að ísinn þjappað- ist enn þá meira og hærra saman fyrir norðan þetta nýmyndaða eiði, en nú á sér stað með ís þann, er liggur norður við eyjar þær, sem eru norðan við Norður-Ameríku. Smámsaman mundi girt fyrir alt isrekið, eu ísinn yrði æ þykkari og þykkari, bæði af því, að sjóinn legði meira en áður, og snjórinn mundi hrúgast ofan á ísinn. Þannig yrði heim- skautshafið þakið þykkri kápu af is, líkri þeirri, sein margir hafa hugsað sér að lægi yfir heim- skautinu. G-olfstraumurinn rennur nú norður eftir milli íslands og Skotlands, en girt mundi einuig fyrir hann af landtanga þeim, sem vér höfnm hugsað oss að myndaðist við hækkun á sjávarbotninum og þannig gæti hlýr sjór ekki framar runnið iun í heimskautshafið. Afleiðingin af þessu hlyti þá að verða sú, að hitinn mundi mínka í íshafinu, og að líkindum yrði það ekki heitara en sjórinn er nú á yfirborði þess; þó er efasamt, að það mundi alt botnfrjósa gersamlega. Auðsætt er, að veðráttan ruglaðist allmikið við breytingar þær, er vér höfum hér hugsað. Yfir- borð Ishafsins yrði líkara afarstórum jökli en ísþöktu hafi. Meðalhitinn yrði smám saman minni, sökum kuldageislanna, er legðu upp af þessari suæþöktu ísbreiðu, og veðráttan mundi verða kaldari eu nú er. En jafnframt mundi Atlautshafið fyrir sunnan tangann ekki kólna af kalda sjónum og ísnum uorð- an að, og mundi ekki senda rnikið af hita síuum inn í ísþafið, svo sem það gerir nú. Af þessu mundi hitinn aukast í Atlantshafinu og veðrátta á þessu svteði verða hlýrri heldur en er nú á dög- um. En hverjar mundu aftur verða afleiðingarnar, ef vér hugsuðum oss, að meira af köldum sæ rynni norðan að og miklu meira af hlýjum sæ streymdi inu í Ishafið en hingað til? Hvað mundi leiða af því, ef t. d. Bæringssundið yrði dýpra og breiðara en það er nú sein stendur, svo heiti Japansstraum- urinn (Kuro-Sivo) gæti komist inn i Ishafið? Augljóst er, að kalda lagið á yfirborði þessa hafs mundi ekki verða jafn þykt og nú og hlýi sjórinn í djúpi þess yrði heitari og töluvert meiri. Ishafið mundi enn fremur leggja seinna en áður, og ísbreiðuna mundi reka hraðara út úr því og hefði enn minni tíma til að þykna. Hætti íshafið sam- tímis að taka á móti fersku vatni úr fljótunum í Síberíu og Norður-Ameríku, er hugsa mætti sér að yrði við breytingar á yfirborði jarðarinnar, og að þessar ár breyttu farveg sínum og rynnu út í önnur höf, mundi þar af leiða, að Ishafið yrði ekki þakið þessu lagi af köldu og tiltölulega léttu og seltulitlu vatni, og hlýrra, saltara vatnið, er sunn- an að kemur, kæmist nær yfirborðinu, og þetta hlyti að sjálfsögðu að hindra mjög að haf þett-a legði. Mundi þá mikill auður sjór að líkindum hitt-ast þar norður ffá mestan hlut-a ársius, og veðráttan í heimskautsbeltinu verða iniklu blíðari en áður. En jafnframt mundi veðrát-tan verða kaldari í norð- urhlut-a nyrðra tempraða beltisins, því að suðrænni höfin flyttu meira af hlýjum sjó inn í íshafið en nú, og tækju á hinn hóginn á móti meiri köldum sjó norðau að. Afleiðingin af þessu yrði, að minni munur yrði á veðrátt-unni í heimskauts-beltinu og tempraða beltinu en nú á sér st-að. Þrátt fyrir þetta er ekki hægt að segja með fullri vissu, hvort veðráttuhreyfingar þær, er komn- ar væru af þeim breytingum láðs og lagar, sem áð-

x

Sunnanfari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunnanfari
https://timarit.is/publication/140

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.