Sunnanfari - 01.11.1902, Blaðsíða 5

Sunnanfari - 01.11.1902, Blaðsíða 5
8S banatilræði er hann átti |að halda svörum uppi fyrir Dreyfus síðast (í Rennes 1899). Um eitt skeið varð og lögreglulið að halda hlífiskildi yíir Zola fyrir lýðnum í París, er tekist hafði að hleypa það upp með landraðaróg gegn honum, að ráða vildi hann af dögum fyrir hvern mun, einmitt i þann round, er hannsýndi hvað drengileg- ast og áþreifanlegast, að hann hafði allra manna mesta föðurlandsást til að bera. Ef vér viljum afreka eitthvaS, sem nokkuS kveS- ur að, þá megum vér ekki standa hikandi á ár- bakkanum og hugsa um hættuna og hve vatnið sé kalt, iieldur verðum vér aö að fleygja oss út í og synda af öllu megni. Náttúian er ekki sóunarsöm: hún hagnýtir hið miusta duftkorn; hví skyldi þá manninum þykja læging í þvi', að fara sparlega með efni sín, til þess að geta tekið kvíðalaust komandi tíð og staðist 1 i't- ils háttar óhöpp 1 Spakmœli.1 Betra er að slitna af brúkun en eyðast af ryði. Taktu þér tómstund- ir á eftir störfum þín- um, en ekki á undan þeim. Það er ekki hóglífið, heldur áreynslan, sem gerir mann aö miklum manni. Sannur þrekmaður bognar eigi fyrir and- streyminu; honum vex ásmegin við hverja þraut. »Nógur er tíminn«, er orðtak slóðanna, sem ekkert gera á réttum tíma og aldrei koma á réttum tfma." Foskinn Dynjandi i Ahnarfieði. Ef þú ætlar þér að láta eitthvað got.t af þér leiða, þá máttu ekki vera að bíða með það eftir einhverjum óvanalegum atvikum, heldur nota hin algengu og vanalegu. Það er betra að ganga langt fót fyrir fót, en að hlaupa sprett við og við (Goethe). Það, sero skilur mik- ilmenni og meðalmann, er framar flestu öðru einbeitt lund og kjark- mikil, þrek til að skapa sér eindreginn ásetn- ing, og til að láta skríða til skarar. Sparsemi er fjórþætt. Einn þátturinn er atorka: sparnaðarmnðurinn heldur vel á tímanum; annar er nýtni; þriðji forsjálni; og fjórði ráðdeiid. Ekki á sparsemi neitt skylt við ágirnd; sparnaðarmaður hefir oftast efni á að vera rausnarlegur, en ágjörn- um manni finst hann hafa aldrei neitt rnilli handa. Listin sú að græða er mestmegnis í því fólgin, að vinna dyggilega, að sitja sig ekki úr færi, að vera reglusamur og varast skuldir. Dynjandi. Fossinn Dynjandi, sem hér er sýnd mynd af, er sagður einn með meiri háttar fossum á land- inu og harla fagur. Hann er i dalverpi inn af Arnarfirði, upp frá suðurvognum inn úr norður- álmu fjarðarins. Þar stendur bær samnefndur fossinum. Þar bjó á fyrri hlut nýliðinnar aldar Simon Sigurðsson, gildur bóndi og athafnamað- ur, afi Markúsar heit. F. Bjarnasonar stýrimanna- skólastjóra, en faðir Sigurðar skipstjóra og Krist- jáns heit. á Akri.

x

Sunnanfari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunnanfari
https://timarit.is/publication/140

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.