Öldin - 01.06.1894, Page 5
ÖLDIN.
85
ferð, sem íýrir líkamsvöxt og fjör mcð
andlegri ofreynslu nær aldrei tilgangin-
um. Kennarar, sem þreyta sína ungu
nemendur með lærdómi, en hugsa ekkert
urn líkamsþroskann, gleyma því augsýni-
lega, að sigur í stríði lífsins er ckld síður
kominn undir þreki og fjöri, en lærdömi,.
Viljinn og ástundunin, sem líkamshreysti
framleiðir, jafnast að vissu leyti á móti
því tjóni, er leiðir af mentunarskorti. Þeg-
ar þá að sameinast þróttmikill líkami og
nægileg menntun, og nægilega menntun
gctur hver maður fengið án þcss lfkaminn
sé sýktur, þá er það trygging þeirra, sem
hvorttveggja hefir, fyrir sigri vfir þcim,
sem ofreynsla hefir veikt í ungdæminu,
enda þótt hann sé framúrskarandi lærður
maður. Þcssi menntastefna er einnig af
misskilningi sprottin að þvi leyti, að fyrir
liana mæla menn velferð manna á falskann
mælikvarða. Hvaða ánægja er að auðn-
um, ef honum fylgir sífelt heylsuleysi ?
Hvaða ánægja að nafnbót fyrir lærdóm, ef
henni fylgir þunglyndi ? Sannarlcga sjá
allir og vita, að hraustur liltami, fullur af
fjöri, hefir í sér fólgin meiri ánægjuefni, en
nokkrir aðfengnir hagsmunir geti vegið á
móti. Viðvarandi vesöld kastar skugga á
hinar björtustu framtíðarvonir, þar sem
fjörið, er fylgir heilum og hraustum lík-
ama, gillir jafnvel sorg og raunir. Vér
höldum því þess vegna fram, að of mikil
uppfræðsla á unga aldri sé i alla staði
skaðleg, skaðleg af því hfin fellur í
gleymsku; orsakar óvilja til að lesa og
læra; hindrar niðurröðun og skifting þess,
sem lært er, en sem meira er um vert er
það, hvað mikið er numið; veikir eða
eyðileggur þann líkamsvöxt eða þroska,
scm mentun andans þarf að vera samfara,
ef uppfræðingin á að koma að fullum not-
um; leiðir af sér heilsuleysi, er meira en
vcgur móti árangrinum af uppfræðingunni
og er þess vegna þeim mnn þyngra að
bera.
aðalstörf þjóðféiagsins, var líkamsþrek og
hugrekki æðsta takmark allrar mentunar.
Mentunin var þá Öll líkamleg og um and-
lega fræði lítið hirt, sú mentagrein enda
forsmáð. En nú, þegar friður er yfir höf-
uð ríkjandi, þegar líkamsafl útheimtist
ekki nema við óbrotnustu vinnu, en þegar
nálega alt er komið undir andlegu atgerfi,
að minsta kosti í áliti þjóðfélagsins, þá liefir
mentastefnan breyst samkvæmt þeirri
kröfu. Gengur það svo langt, að í stað
þess, er frumbyggjarnir vegsömuðu líkam-
ann en lítilsvirtu andann, vegsömum vér
nú andann en lítilsvirðum líkamann.
Hvorttveggja þessi stefna er röng. Vér
viðurkennum ekki enn þann sannleika eins
fyllilega og þarf að eins sannarlega og and-
legt atgervi er komið undir llkamlcgum
þroska, eins sannarlega er skaðlegt að of-
þjaka andanum, mcð því að svipta líkam-
ann vaxtar og þroskaefni. Meðalhófið ligg-
ur í að sameina forntíðar og nútíðar menta-
stefnurnar í eðlilegum, réttum ldutfoll-
um.
Að líkindum sýnist ekkert meðal ein-
hlýtt til að breyta núgildandi steí'nu og fá
menn til að leggja rækt jafnt við líkama
og sál, nema ef útbreidd verður sú sann-
leiksgrein, að verndun heilsunnar er
skylda. Sannlcikurinn er, að hvert einasta
brot lieilbrigðislaganna er synd gegn eðli
mannsins. Þegar menn alment viður-
kenna þennan sannleika, þá, en ef til vill
ekki fyrri, hugsa menn að vændurn meira
um líkamsbygging barnanna en nú.
í fornöld, þegar sókn og vörn voru