Öldin - 01.06.1894, Page 8
88
ÖLDIN.
kylfa þann svikaref. “Bíðum við,” sagði
þá Hans Kranki frá Limitiigó, fyrirliði
okkar, “hýðum úlfskömmina úr húðinni.”
Síðan dustaði luinn Abraham svo duglega,
að hann varð að sleppa kjörgrip sinum,
stakkinum. Kranki var snöggklæddur en
kalt var í veðri, þótti honum feldurinn fé-
legur og fór í. Og nú með því að þetta
var í rökkri, tókum við hinir ckki eftir því
að Hans hafði farið í feldinn, og byrjuðum
nú á nýjan leik að dangla og dengja okkar
varg, og víst var það, að þá var tekinn
hrollurinn úr honum Kranka. En það er
frá Abraham að segja, að þégar hann
komst úr hýðinu, varð hann svo léttur á
sér, að hann tók til fótanna og hljóp snögg-
klæddur hálfa þingmannaleið til Húseyjar.
Þar var hann tekinn af Sáku-Jakobi í
Karlabý; var fanturinn síðan fluttur til
Stokkhólms, cn ckki fékk liann lcngi næði
til að syrgja feldinn góða, því hertoginn
lét innan stundar ganga milli bols og höf-
uðs á honum.”
“Já,” sagði Larson, sem jafnan hélt
taum Flemings og lians manna, “I það sinn
höfðuð þið betur. Ellcfu svcina höfðu eft-
ir verið á lífl, cn látist vcra dauðir; þá
flettuð þið bera. Og um miðnætti skriðu
þeir hálfdauðir af kulda til hringjarahúss-
ins, og fengu þar liæli, en um morguninn
ætluðuð þið að troða þcim lifandi undir ís-
inn, eins og þið gjörðuð á Lappfjarðará.
Þið voruð vargar cn ckki menskir menn.
Áin var svo grunn, að þið ýttuð mönnun-
um með stöfum inn undir vakarbarminn,
og þcgar hvergi gekk, börðu konur ykkar
þá með vatnsfötum á höfuðin.”
“Haltu þér saman, Lassi, þú veist
ekki alt og alt, sem hann Sviðu-Kláus hafð-
ist að,” svaraði Bertila og varð æfur ; ég
nefni ekki á nafn alla þá, sem hann og
lians liðar liafa drepið og lifandi lijólbrotið,
en manstu hann Severín Sigfreðsson við
Sorsankoski ? Þcgar hann hafði slegið
hring um bændurna, skijiaði hann fylgdar-
svcini sinum að ‘höggva þá einn og einn
með öxi, en sveinninn gafst upp þegar hann
var búinn með 24 og bað jungherrann
sjálfann að höggva hina. Þá reiddist jung-
herrann, lét bændurna fyrst höggva svein-
inn í stykki, en þröngdi þeim síðan sjálf-
um til að búta í sundur hvor annan, á með-
an nokkur þeirra stóð lífs uppi.”
“En hvernig fórst ykkur við garðinn
hans Péturs Gumsa, ilsku-fantarnir ykkar?
Fyrst rændu ykkar menn garðinn, brutu
gluggana, slátruðu öllum fénaðinum, röð-
uðu höfðunum með uppspertum ginum í
gluggana eins og draugum. Síðan söguð-
uð þið í sundur alla máttarviði í skálanum
nema fjórða jiartinn, til þess að liúsið
skyldi hrynja ofan yflr fólkið þegar það
kæmi hcim. Og live nær sem þið náðuð
einhverjum riddaranum, höfðuð þið hann
fyrir skotmark til að hæfa með örfum.”
“Eltki er það ráð fyrir þig, Larson, að
taka málstað hans Sviðu-Kláusar. Manstu
eítir konunni, sem varð fyrir einum af
riddurunum hans Axel Kurks, þegar hann
drap börnin hennar fyrir framan augun á
henni ? Það stóðst konugarmurinn ekki,
heldur tók þennan drukkna dóna hrvgg-
sjiennu og kom honum undir með tilstyrk
dóttur sinnar, liálfvaxinnar lelpu; síðan
barði hún hann í rot með burðarstöng og
stakk lionum svo í vökina. I því bar þar
að Sviðu-Kláus og lét hann hluta konu
þessa í tvo parta.”
“Tómur þvættingur, sem aldrei heflr
verið sannaður,” sagði Larson önugur.
“Þeir dauðu þegja eins ogþægu börn-
in. Fimm þúsundirnar, sem drepnarvoru
við Ilmóla, kvarta ekki.”
“Þú skyldir heldur hafa spurt liðs-
manninn frétta frá syni þínum og mínum,
heldur en að fara í ilt við hann,” sagði
Larson nú til þess að komast frá þeirra sí-
felda þrætuepli, Kylfustríðinu.
“Já.... satt er það, ég hlýt að fá meira
að heyra um strákinn og um stríðið. Fg
bregð mér í ferð til Yasa á morgun.”