Öldin - 01.06.1895, Blaðsíða 14

Öldin - 01.06.1895, Blaðsíða 14
94 ÖLDIN. irnir, sem þar búa nú, eru uppfullir með þessar g-ömlu munnmælasögur. Þcss vegna er enginn staður ákjósanlegri fyrir ferðamanninn og þá því síður fyrir sanna vini þess, sem rómantiskt er. Það er ekki langt síðan ég dvaldi þar nokkurn hluta sumars, í litlu þorpi niður við fjörðinn, og gafst mér þá kostur á að sjá eina undra-sjónina, sem fjörðurinn er svo auðugur af. Með þremur kunningj- um mínum var ég eitt kvöld <á reiki niðri í fjöru, þegar mér alt í einu birtist undra- verð sýn frammi á firðinum og ekki langt undan landi. Eldlegt skip sveimaði með haígð á lá- dauðum sænum. Möstrin og seglin sáust glögt þó myrkt væri, rauð á lit, ekki cid- rauð, en dekkri miklu — líkari blóði. Alt virtist skipið sveipað óskýrum Ijósbjarma og fyrir því sáust hin voveificgu, blóðrauðu möstur og segl þess bctur, segl, sem héngu hreyfingarlaus á ránum þó skipið sjálf't væri á hraðri ferð. Það var þungt loft og heitt um kvöld- ið, en þó fór svo mikill kuldahrollur um okkur félaga, að við skulfum eins og í frost- nepju, þegar við þegjandi störðum á þcssa sviplegu sjón. Eftir litla stund var cins og skipið hriktist til, rétt eins og kylja mikil hefði alt í einu þanið seglin. I sömu andránni tók það skrið áfram og sökk niður í hið dimmbláa djúp, án þess heyrðist svo mikið sem öldugjálfur. Enginn okkar félaga hafði tilhneiging til að vera hjárrúarfullur, en þessi sýn, þetta skip með þessum lit, hafði eitthvað það við sig, að okkur stóð ógn af. Það hafði enginn okkar séð neitt þvílíkt áður. Hvað var það, þetta vofu-skip ? Af bú- endum við fjörðinn var ef til vill ekki einn tugur manna, sem ekki hafði heyrt getið um “töfraskipið.” Af yngri kynslóðinni voni þeir að vísu ekki svo margir, sem gef- ist hafði tækifæri aðsjáþað með eigin aug- um, en allir gömlu mennirnir hafa séð það upp aftur og attur. Því til sönnunar má geta þess, að 1861 var þessari sjón lýst í blaðinu “Colonial Times,” sem þá var gef'- ið út í Chatham í Nýju Brúnsvík. Allir fiskimenn við fjörðinn kannast við þetta Ijós, og trúa staðfastlega, að birting þess sé vís fyrirrennari mannskæðra austanveðra. Ljós þetta lítur ekki æíinlega eins út og hefir mér cnda verið sagt, að það hefði mjög sjaldan þá mvnd, sem að ofan erlýst. Stundum birtist það að cins sem eldur, án þess að taka á sig nokkra sérstaka mynd. Þó er það oftar, hvernig helzt lit sem það hefir, að það heflr skipsmyndina í för með sér. Hefl ég' enda heyrt skynsamt fólk,. bæði karla og konur, segja, að það hafl séð svipi í mannsmynd 'æða aftur og fram í eldliafinu á þessu eldlega skipi. Sannleikurinn er, að þetta töfraskip isést ekki nema endrum og sinnum og al- drei á nokkru ákveðnu tímabili. Þcss vegna eru það ekki nema tiltölulega fáir menn, sem sjá það. Trúðuleikarai- og sýn- ingamenn, sem á ákveðnum tíma setja sig niður við fjörðinn, tilað draga að sér fjöld- ann auglýsa hver í kapp við annan, að frá sínum tjaldbúðum sé hcntast að sjá undra- skipið, en eins og mörg önnur loforð slíkra pilta, reynist það fals og til. Töfraskipið hlýðir ekki boði neinna flökkuleikara. Það skeikar ekki að þetta Ijós sést æ- tíð einum til tveimur sólarhringum á und- an austaaroki. í því efni er það nokkurs- konar verndar-engill fiskimanna, og illa fer fyrir þeim, scm ekki liirðir urn þessa vísbending frá sendiboða sjóguðsins, sendi- boða Neptuns gamla. Enginn hugsUnar- samur og varkár íiskimaður lætur hjá líða, að bjarga bátnum sínum, sem liggur við granna stjórataug skamt unda.n landi, eftir að hafa séð votta fyrir þcssu Ijósi. Geri hann það ekki, má hann eins víst eins og ekki búast við, að sjá bát sinn í hundrað molum uppi í fjörugrjóti morguninn eftir. Já, töfraskip þetta er virkilegur, hræðilcg- ur fyrirboði æðandi vinds, steypiregns og

x

Öldin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Öldin
https://timarit.is/publication/147

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.