Öldin - 01.06.1895, Side 16

Öldin - 01.06.1895, Side 16
96 ÖLDIN hafi þcir óviljandi kveikt í skipinu. Nokk- uð var það, að innan stundar lagði reykj- armökk upp af duggunni og að fám mín- útum liðnum tóku rauðar eldstungur að rjúfa mökkinn. Innan skams var duggan í báli og til að forðast brunann, fleygðu skipverjar scr í æðandi öldurnar, en jafn- vel þær vildu ekki unna þeim þess, að drukna í næði, en köstuðu þeim á undan sór eins og leiksoppum upp í urðina í fjör- unni og kvöldu þar úr þeim líflð. Daginn eftir voru öldurnar kyrðar og þá fundust lík alira duggaranna undir hömrunum, blá og marin, brotin og lemstruð. Forsjónin, en ekki mennirnir, hefndi fyrir hina fá- tæku fiskimenn.” Það er ekki við því að búast, að sá maður, sem er blátt áfram og ekki heflr nokkrar viðkvæmar tilfinningar og ahlrei hugsar um annað en sín hversdagsstörf, það er ekki við því að búast að hann sjái nokkuð markvert eða aðdáunarvert í þess- ari sögu Akadiu-fiskimannanna. Að minsta kosti lirífur hún hann lítið þó hann lesi hana, ekki síst ef hann gerir það í mið- biki bæjar, þar sem köllin, skröltið á stein- strætunum og bjölluhringingar strætisvagn- anna, glymja í eilífum, ósamræmum sam- söng í eyrum hans. En fari nú þessi sami maður austur að Baie des Chaleurs-flrði, dvelji þar um stund og teigi hið salta loft, sitji hann þar einsamall á steini niður und-. ir flæðarmáli, umkringdur, hulinn dökk- grænum laufum frumskógarins, sem teigir sig alvcg ofanað hínu dimmbláa djúpi, sifji hann þarna í kyrðinni og hlusti á hið lát- lausa bárugnauð, og bendi hann svo öidn- um fiskimanni að koma til sín, og láti hann svo í þessum rómantisku kringumstæðum segja sör söguna aftur, þá hlýtur hún að hrífa hann — ef annars nokkurt afl getur hrifið hann til að hugsa um annað en hvers- dagsstörf, um dollara og cent. Ég held því ekki fram, að þessi “flug- ijós” sé nokkuð yflrnáttúrlegt, eða eigi nokkuð skylt við yfirnáttúrlega atburði. En það er víst, að til þessa heíir enginn leyst gátuna. Látum vísindamanninn reyna við hana, og ef hann getur ræna Akadiufiskimanninn þessari kæru, gömlu munnmælasögu. Alt sem 6g hefi sagt hér að framan, ábyrgist ég að sé alveg rétt, eins og mér var sagt það. Ég get lílta bætt því við, að daginn eftir að ég sjálfur.sá þetta undra- skip, skall 4 heljar austanveður, og fylgdi því, eins og æfinlega, steypiregn og kuldi. Þegar ég þá stóð uppi í skóginum, undir þaki á fiskimannshreisi og horfði á hol- skeflurnar elta hvor aðra í æðisieik upp á sandinn og klettana, og hlustaði á drunur sjávarins sameinaðar hvininum í skóginum, reis myndin frá kvöldinu næsta á undan upp fyrir hugskotssjónum minum, engu ó- greinilegri en hún var fyrir líkamsaugunum áður, og þá í svipinn, að minsta kosti, tfúði óg virkilega þessari liskimanna þjóðsögu. Uppfinnari telefonsins. Ilinn rétti uppfinnari telefonsins, er sagður að hafa verið fátækur þýzkur há- skólakennari, Philipp Eeis, frá Friedrichs- dorf í Frankafurðu við Maine. Iíans upp- flnding var fyrst reynd fyrir Rússakeisara og venzlafólki hans, árið 1865. Telefón Reis flutti lfljðm allan, söng o. s. í’rv. og enda orð, en með köflum voru þau svo ó- skír, að lítt mögulegt var að greina þau. Uppflnnarinn tló 1874, ókunnur fjöldanum og fátækur, en síðan heíir stjórnin á þýzka- landi viðurkent hann sem fyrsta uppfinn- ara telefónsins og reist honum minnisvarða í kyrkjugarðinum í Friederichsdorf. EFNI: St. Gr. Stefhansson : Úrsögnumog sögum, tíu kvæði (Norna-Gestur—Hjaðn- ingavig — Ætternis-stapi — Surtarlogi — Gláms-augun—Illuga-drápa—Hirðskáldið — Fíflið — Hergilseyjar-bóndinn — Mjöll dóttir Snæs konungs). — F. Jacobson : Munnmælasögur Indíána. — Lokraine : Töfraskipið. — Uppfinnari telephonsins. Ritstjóri : Eggert Jóhannsson. Heimskríngla Prtg. & Publ. Co.

x

Öldin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Öldin
https://timarit.is/publication/147

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.