Öldin - 01.11.1895, Page 11

Öldin - 01.11.1895, Page 11
ÖLDIN. 171 Ljósið í hríðinni. Skáldsaga. Samiö hefir Snœr Snœland. —•«.— Niðurlag. gæti ekki litið eftii- ðllu. Eg gengdi þessu sem öði'u og gekk það þolanlega. Eg heyrði út undan mér, að haun var að segja öðrum, að hann færi nú að falla frá, og þess vegna væri hann að venja mig við, því að liann ætlaði mér fjaðrirnar sínar, sem óðum væri nú að fækka. Eg var við kyrkju sem oftar seint um sumarið. Anna í Dæli var líka við kyrkj- una. Eg sA það á öllu að það var ekki alt með feldu. Eg vissi strax að ég væri hafð- ur á uppboði í myrkrinu og undirferlinu og hún væri búin að bjóða í mig og ég lík- lega slegin henni. Jæja, það þurfti nú ögn meira samt áður en lyki. Litlu þarna á eftir kom hún að Skarði. Auðvitað vissi ég óðara í hvaða erindagerðum það var. Hún sagði mér svo dæmalaust lipurt frá því, að við værum trúlofnð, í gegnum frænda minn. Iíg var að reyna að sann- færa hana um, að það væri ekki. En auð- vitað dngði það nú ekki minstu vitund. Frændi minn var nú svo góður við mlg, að ég gat ómögulega fengið af mér að erta liann til angurs. Eg treysfi því, að Anna rækist á einhvern annan fljótlega, svo að ég slippi, ef að vanda léti. Nú einmitt var heimilisfólkið að hvisa um það, að gamli maðurinn ætlaði mér Önnu, og það gat verið vlðar sein fólk liafði það á milli sin, og þá þurfti Elín ein- mitt að koma. Einmitt þennan liðna dag hafði ég talað um þetta mál við frænda minn. Hann var fyrst með því, en þegar ég var ósveigjaniegur, þá gaf hann eftir, en bað mig að gera ekki uppistand af því að svo stöddu. Eti hann iofaði mér að herða ekki meira að mér í því máli, úr því mér væri ómögulegt að fara eftir sínum í'áðum. Þegar ég kom inn frá því að ganga frá hestunum, sátu gestirnir uppi í húsi frænda og hann hjá þeim, og heyrði ég að þeir karlarnir töluðu með ákafa um lands- ins gagn og nauðsynjar. Sveinn fór að segja méi’ ýmislegt sem Rósa gatnia hafði sagt á meðan ég var úti, og svo innan um að bera þær saman Önnu og Elínu. Eg var eins og á stingandi nálum. Mér var svo afleitlega illa við að Elín heyrði nafn Önnu í sambandi við mig. Ég liætti að taka undir við Svein, en hann hélt áfram samt. Svo gengu þeir fram Ingvar og frændi og hann sagði við mig um leið : “Farðu inn fyrir, Konni, og talaðu við stúlkuna, henni leiðist að vera einsömul.” Eg gengdi og settist andspænis henni. Samtalið var eitthvað á þessa leið : “Þið munuð ætla fram að Hvammi ?” “Já, nú er ég loks á ferðinni þangað. Við ætluðum að ná þangað í kveld, og pabbi kom hér heim til að fá fylgd af því veðrið var svo ískyggilegt. En Auðunn vildi ekki heyra annað en að við settumst hér að, veðrið væri svo vont.” “Já, það var cngin nauðsyn að ltalda lengra. Það verður betra veður á morgun en ætlið þið að tefja lengi í Ilvammi?” “Við ætluðum ekki að verða þar nema tvær nætur. En máske það drífi niður svo mikinn snjó, að við verðum lengur, eða ég.” “Það getur skeð, en hann getur þó naumast varað lengi svona. snemma. Þú ættir nú annars að vera í Ilvammi I vetur hjá frænku þinni.” “Því þá ?” “Og — það er skemmra á milli,----- Okkui' unga fólkið hérna fram i dalnum vantar fleira af ungu og fjörugu fólki.” “Já, það er nú eins með okkur þar nyrðra. En heyrðu, ég var nærri búin að gleyma að segja þér dálitlar fréttir (hún

x

Öldin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Öldin
https://timarit.is/publication/147

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.