Öldin - 01.11.1895, Blaðsíða 2

Öldin - 01.11.1895, Blaðsíða 2
162 ÖLDIN Tesla. — 5íephensoii. Fyrir tíu árura síðan var notkun raf- magns sem hreyíiafls ekki komin lengra'á veg en það, að menn kunnu ekki ráð til að flytja það (eftir vír eða á annan hátt) og beita því þar sem vinnuafli nema fá skref burt frá uppsprettunni •— verkstöðínni þar sem það var framleitt. Tvö til þrjú hundr- uð skref komu menn því burt án þess að tilfínnanlega mikið af afiinu ónýttist, en ekki heldur meira. Eafmagns-vagnagang- ur um sporvegi í borgunum var þá ekki til en var í byrjun, einkum. fyrir ötula fram- göngu þeirra Frank I. Spragues og Eliliu Thompsons.* Á þessu stutta tímabili, ein- um tíu árum, eru umskiftin orðin þau, að í Bandaríkjunum og Canada eru nú um 11 þús. mílna af strœtasporvegum. í borgum og útjöðrum borganna og enda út um sveitir, sem eingöngu hagnýta rafmagn sem hreyfl- afl. Á þessum brautum, eða uppi yflr þeim eftir vír, er nú rafmagnið flutt alt að 15 mílum frá aðalbólinu, eða verkstæðinu, þar sem það er dregið saman, og það án þess, að nema sárlítill hluti þess eyðileggist í meðferðinni. Það er sem næst sönnu, að á áratugnum hafl mönnum lærst að flytja þetta kynja-afl eins margar mílur, með litlu, ef nokkru meiri aflmissi á ferðinni, en flutningur þess var undirorpinn fyrir tíu árum á jafnmargra faðma fcrð frá aðalból- inu. Hvað mikið meira mönnum kann að lærast í þessu eíni á næsta áratug, er eng- inn afturkominn til að segja né geta á. En margt ber til þess, að vona--t. má eftir all- mikilli framfor. Tveir greinilegustu vott- arnir um þá almennu von, cru: 1. samtök tveggja stórfélaga til að smíða rafmagns- *) Thompson þessi er aðalmaðurinn í raf- magnsfélaginu alkjunna : ‘‘The Thompson Hovston Electric Cornprny. vagna til vagnlestadráttar á jarnbrautum og fyrirætlun þeirra að sýna., að þeir vagn- ar geti dregið fólkslestir jafnvel þvert yfir Ameríku, með alt að 150 mílna ferð á hverri klukkustund; og, 2., fyrirætlun “Cataract Construction”-félagsins, að hag- nýta nokkuð af vatnsaflinu í Niagarafossi, flytja það til fjarlægra staða og beita því þar sem vinnualli til hvers sem vera skal, — knýja sporvagna, vélar í verksmiðjum eða lyftivélar í stórhýsum. Þetta, sem sagt eru stærstu vottarnir um íramför í þessu efni, en samskonar votta má sjá og finna hvar sem maður lítur í kríng um sig. Sem sönnun fyrir því, að ekki þurfl langt að leita eftir votti um framsókn í þessu efni, þarf ekki annað en getaþess, að Wiunipeg- mönnum standa til boða 40 þúsund hesta- öfl, eða meira, af rafmagni fluttu austan frá upptökum Winnipegárinnar, við norð- urendann á Skógavatni, í 132 mílna fjar- lægð. Þessu lik dæmi má finna um þvert og endilangt landið, og það sannar,— sýn- ist að minsta kosti sanna — að rafmagns- flutningur langar leiðir sé enn í barndómi í samanburði við það sem verður eftir nokkur ár. Þeir vélafræðingar eru til, einkum gufuvélafræðingar, sem halda því fram, að skaðlaust verði rafmagn, sem vinnuafl, ckki flutt lengra en 150 til 175 mílur. Hve sannspáir þeir reynast, cr enn óséð, en víst eru þeir nokkrir sem ætla sér að flytja það lengra og græða fé á þeim flutningi. Merk- asta og mikilfenglega T stofnunin, sem það ætlar að reyna, er “Cataraet Construc- tion”-félagið, félag, sent er að hola bergáð meðfram Niagarafossi í þeim tilgangi, að leiða hundrað þúsund hestaflastraum eftir þcim göngum og hagnýta til að framleiða rafmagn, sem svo aítur á að flyfja til fjar- lægra borga og bæja og selja þar scm ann- an varníng. Félag þetta hefir starfað að þessu nú í finim ái-, undir tilsögn færustu véla,-vatns- afls og verkfræðinga. Þetta féleg er þann-

x

Öldin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Öldin
https://timarit.is/publication/147

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.