Öldin - 01.11.1895, Blaðsíða 13

Öldin - 01.11.1895, Blaðsíða 13
ÖLDIN. 1n (o jings presturinn var ekki sérlega audríkur og hann varð að japla mest á sömu orðun- um gegnum hvorttveggja. Iiann tugðist einlægt á því, livílíkt stórmenni, dánumað- ur, bændaöldungur, sveitarstólpi, sveitar- prýði og mannval lægi hér liðið lík á svört- um fjölum. Að hann leyfði sér að kalla hann öllum þessum heiðursnöfnum, væri af þeim ástæðum, að hann hefði verið framúrskarandi búmaður, í smáu og stóru, og þar af leiðandi ríkismaður. Ilann hefði verið guðhræddur og kyrkjurækinn, og æ- tíð borgað kyrkju og presti sómasamlega skyldugjöld, sem í guðsnafni bæri að greiða meðan hinn síðasti peningur væri eftir. Og enn fremur vildi hann benda á hans ó- viðjafnanlega dánumenskudæmi, sem stæði hér ijóst og lifandi frammi fyrir öllum. Nefnilega systursonur hans. Hann hef'ði tekið hann að sér ómálga barn, ásamt heilsulausri móður, .—- en systur — sem hann hefði annast eins og besti bróðir í tvö ár; þá hefði dauðinn tekið hana. Alt þetta hefði liann gjört án eins eyris endurgjalds fyr eða síðar. Allir vissu hvaða myndar- mann hann hefði gert úr þessum fóstur- svni sínum. En svo að síðustu, ofan á þetta dánumannlega uppeldi, hefði hinn látni verið búinn að búa svo um, að hinn ungi maður settist í sæti sitt.----- Mér þótti sannleikurinn þokukendur hjá prestinum, sem öði um. Allir gerðu mig og móður mína sáluga að gustuka- skepnum, sem þessi stórríki maður hafði svo af eðallyndi slett ofan í. Eg var því ekki neitt sérlega alúðlegur við prestinn, þegar hann fór að snúast í kring um mig strax og búið var að moka ofan í gröflna, til að sníkja eftir verkalaunum sínum, með hræsni og sleikjuskap. Um leið og ég fór, spurði ég prestinn eftir hvað mikið hann vildi hafa fyrir fyr- irhöfn sína. “Ó, blessaðir verið þér, ég fer ekki að prísa það. Eg veit að þér borgið mér sómasamlega. Já, sómasainlega, það er alt, góðurinn minn.” Eg fann að hann vildi skrúfa út sem mest að mögulegt væri. Ég fór ofan í vasa minn eftir peningunum, því ég vildi ekki láta svona gráðuga skepnu telja til skuld- ar hjá mér með réttu. Ég taldi peningana fram úr lófa mínutn í lúkuna á lionum; þegar ég byrjaði að telja, var fýlusvipur á honum, því honum var ómögulegt að sjá, á hvað miklu ég hélt. Augun voru upp- glent og varirnar þandar út fyrir tann- garðinn. Þegar ég hafði talið 10 krónur, fór höfuöleðrið að lagast, þegar ég veifaði þeirri 15. komu brosdrættir í bæði munn- vikin og fjör leiftraði í augunum, og þeg- ar ég lét 20. krónuna detta í lófa hans, hneigði hann sig ofur værðarlega og aftan- skyn ánægjunnar leið yflr andlit hans. Hann tók í hendina á mér og þakkaði mér fyrir. Sagði að ég væri sómamaður, enda hefði ég af einhverju að taka, og velti um leið vöngum. IV. Það voru liðnir nokkrir dagar frá jarð- arförinni. Ég hafði hailað mér upp í rútn þreyttur af göngulagi um daginn. Ég var að hugsa um að bregða mér út að Töngum daginn eftir. Þá var ýtt við mér og sagt að tveir menn væru komnir, sem bæðu að lofa sér að vera. Ég bað að fylgja þeim inn. Svo heyrði ég að fólkið fór að spyrja þá frétta. Þeir voru gleiðir í svörum ; sögðust ekki segja annað en skipskaðann af Skaganum, en það hefði nú líklega frézt áður. Onei, það hafði ekki heyrst neitt um hann. Ja, það var í garðinum sem gerði á fimtudagskveldið var, að farist hafði bátur með 5 manns á, 2 kvenmönn- um og 3 karlmönnum. Og hvaðan ? Þeir sögðu að báturinn hefði verið frá Vogi. Og hvaða fólk var þetta sem druknaði ? Ja, þeir voru nú ókunnugir “þar í ytra.” Formaðurinn hefði verið nefndur Pétur, vinnumaður frá Bökkum. En hitt fólkið

x

Öldin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Öldin
https://timarit.is/publication/147

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.