Öldin - 01.11.1895, Page 7

Öldin - 01.11.1895, Page 7
ÖLDIN. 1G7 stóðst allar raunir og náði dag ef'tir dag fullri 30 mílna ferð ó kl. stundinni. Sig- urinn var f'enginn. Vélin, sem átti eftir að umhverfa svo stórkostlega öllum sam- göngufærum í öllum löndum, var altilbúin og viðurkend gagnlegur gripur, af öllum sein á þetta kapplilaup horfðu. Þetta var 14. Október 1829, eða fyrir einum mánuði betur en 66 árum síðan. Fái Tesla fullgert sinn sameinaða raf- magns og gufu-vagn eins og hann ætlar sér, eru allar líkur til að sú uppfinding verki tiltölulega eins mikla byitingu eins og uppflnding George Stephensons fyrir 70 árum heflr verkað síðan. Á seinni árum hafa ítrekaðar tilraunir verið gerðar til að sanna, að William Shake- speare sé ekki liöfundur hinna voldugu skáldverka, sem honum eru eiguuð, lieldur að nafn hans sé einungis ritnafn, liulins- hjálmur hins sanna höfundar — Bacons lá- varðar, laga og stjórnmálamannsins mikla. Árangurinn af þessum tilraunum hefir verið lítili, enda margir orðið til að haida öflugum lilífiskyldi fyrir nafni skáldkon- ungsins. í Október liefti tímaritsins Social Economist birtist ritgerð um ritverk Shakespeares eftir dr. Van Buren Denslow, sem óbeinlínis sannar að Shakespeare sé höfundur Shakespeares ritverkanna. Dr. Denslow sannar þetta með því að sýna að Bacon hafi undir engum kringumstæðum getað verið höfundur leikritanna. Shake- speare segir hann sé stórtækari en svo á skáldaleyfi að höfundurinn hefði getað verið lögfróður maður, hvað þá annar eins lögfræðingur og Bacon var. Doktorinn dáist að dirfsku Shakespeares í að setja saman sum leikrit sín án allra minsta til- lits til sögulegra sanninda, eða möguleika til þess, að það, sem liann segir geti stað- ist. Það eru sérstaklega þrjú leikrit, sem Denslow tekur til íhugunar: “The Mer- chant of Venice,” “Hamlet” og “Macbeth.” Eins og ýmsir menn áður hafa haldið fram segir dr. Denslow að á miðöldunum liafi á Ítalíu aldrei verið til lög, sem hefðu get- að vaidið rannsókninni áhrærandi veð- skuldabréfið,sem Shakespeare lætur Anton- io gefa gyðingnum Shylock. Þó segir liann að þetta skáldaleyfl höfundarins sé sem ekkert í samanburði við þau risahögg, sem liann grciði öllum lagalegum liug- myndum Dana og allra annara þjóða manna, er koma fram í “Hamlet”; ekkert í samanburði við það, hvernig hann treð- ur undir fótum alia sögu, alla siðu og allar lyndiseinkunnir Skotaí “Macbetli.” Áhrær- andi “Hamlet” segir hann meðal annars : “Það er gegnstriðandi mannlegu eðli livar sem er, að foreldrar hafi meiri ást á bræðrum sínum og systrum, en á börnum sínum, sörstaklega á sonunum. Að þessum sannleika viðurkendum er það auðsætt, að Hamlet var beinn erflngi stólsins, að föður sínum látnum, þvl ríkiserfðir voru sniðnar cftir aimennum fasteigna og lausafjár erfða- lögnm. Ilamlet vár fullaldra, tuttugu og eins árs, er faðir hans, Claudius konungur dó, en þó svo liefði ekki verið, þó hann hefði ekki verið kominn á lögaldur, þá samt var hann réttur rikiserflngi og hefði þá móðir hans, ekkju-drottningin, verið stjórnari fyrir hans hönd ámeðan liann var ómvndugur. Leikurinn “Hamlet” er haflnn ein- um mánuði eftir dauða Claudiusar konungs og er þá bróðir liins látna konungs, en ekki sonur lnins, sestur í hásætið og móðir hans ekkjudrotningin, orðin kona tengdabróður sins setn fyrrum var. Ekki þar með búið. Þessi ómögulcga arfleiðsla er álitin eins og sjálfsagður hlutur alt í gegnum leikinn og alt tjón Hámlets er látið stafa af föðurmiss-

x

Öldin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Öldin
https://timarit.is/publication/147

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.