Öldin - 01.11.1895, Blaðsíða 12
172
ÖLDIN.
lækkaði i'óminn dálítið). Frændi þinn
sagði við pabba áðan, að hann ætti að
taka af sér mann til sjóróðra núna fram
undir jólin. Pabbi sagði sig vantaði ein-
mitt mann og hefði ætlað að útvega sér
hann í þessari ferð. Frændi þinn spurði
hvorn ykkar Svcin hann vildi heldur, og
hann kaus þig óðara. Hann sagðist ekki
láta það standa í ef þú fengist til að gera
það. Þú gerir það ? Kr ekki svo ?”
“Eg geri það sem mér ersagt að gera.
Og svo verður með það.”
“0, mér þykir svo vænt um að þú
verður lijá okkur. Við skulum hafa það
fjörugt innan um og saman vfð.”
“Þú verður aldrei heima ef ég kem
nálægt Vogi.”
“0, ég var búinn að gleyma því að
biðja þig að fyrirgefa komuna í vor. Mik-
ið dæmalaust þótti mér fyrir því, þegar
Ragna sagði okkur frá að þú hefðir komið,
að vera ekki heima. Þú mátt trúa því, að
mér þótti ósköp fyrir því. En ég hefi ein-
lægt verið þér þakklát fyrir að enda það
að koma. En nú skal ég taka á móti þér
þegar þú kemur í róðurinn.”
“Já, það verða nú eins víst einhver
vanhöld á þessum róðrum. Ekki skaltu
treysta rnjög á þá
“Jú, það gjöri ég. En þú ert líklega
óvanur við sjóinn og hálf hræddur við
haustvertíðina. En pablii er dæmalaust
varasamur. Lætur aldrei róa nema þegar
gott er.”
“Jæja, Elín. Við vonum góðs til sam-
verunnar í haust. En ef nokkuð verulegt
liggur á bak við viðkynningu okkar ogtal,
því ekki að gera út um það sem fyrst ?”
Eg rétti henni hendina og hún mér sína,
en hvorugt hafði kjark til að líta framan í
hitt og ekki gátum við sagt meira.
Svo komu þeir inn aftur. Frændi
sagði mér frá róðrunutn og það með, að ég
yrði líklega fyrir því að fai’a. Eg sá
hvernig ánægjan fór í brosandi boðaföllum
yfir fallcga andlitið á Elínu. En um leið
lagði einhvern nápran gust og kvíða um
innstu tiiflnningaheimkynni mín, sem ég
gat ómögulega þýtt eða gert mér grein fyr-
ir.
Það varð lítið úr snjófalli í þetta sinn,
komu góðveður aftur. Þau feðgin komu
við og töfðu þegar þau fóru til baka. Við
Elín kvöddumst í þeirri von, að sjást um
næstu helgi.
III.
Ég átti nú eftir að vera tvo daga heima
þangað til ég færi í róðrana. Sveinn hafði
farið fram í dal um daginn; hann færði
mér bréf þegar hann kom heim og var það
frá Önnu. Það var svo að skilja sem við
hefðum verið trúlofuð en nú var hún að
segja mér upp. Hún sagði að við værum
svo fjarskalega ólík, að það væri alveg
vitlaust af okkur að halda áfram lengur.
Ef ég tæki mér þetta nærri, að liún vildi
ekki halda áfram, þá gæti hún síðar sagt
mér aðrar kringuinstæður, sein gerðu sór
alveg ómögulegt að halda áfram. Ég tók
ekki mjög nærri mér að fá þetta bréf, en
áleit réttast að sýna fiænda mínum það,
því mér fanst honum það skyldara en mér.
En hann hafði vcrið hálf lasinn þennan
dag, svo ég vildi ekki gera það strax.
Sveinn sagði það meðal annara frétta,
að Anna í Dæli liefði farið út í kaupstað nú
í vikunni, og vcrið þar á “balli” bjá búð-
arpiltum og trúlofað sig einni búðai’lok-
unni, og ætlaði bráðum að flvtja alfarin
norður í kaupstað.
Frænda mínum versnadi einlægt.
Það voru einhverjar óskapa kvalir í höfð-
inu á honum. Eg fór um nóttina út í kaup-
stað eftir lækninum. Ilonum leizt illa á
sýkina. Hann lét sjúklinginn hafa meðul.
En það kom fyrir ekki neitt. Eftir 2 daga
var Auðunn Gislason á Skarði dáinn.
Jarðarforin fór fram viku síðai’. Það
var fjölda margt fólk úr sveitinni sem
fylgdi honum til grafar. Presturinn hélt
ba;ði húskveðju og ræðu ofur langa. Vesa-