Öldin - 01.01.1896, Qupperneq 25

Öldin - 01.01.1896, Qupperneq 25
ÖLDIN. 25 fylgja sér, er hann fari að tala um þessar 3 skáldskaparstefnur íslendinga og getur þess að hér sé ekki að tala um afturför neina, heldur sé alt í blóma og séu skáld enn starfandi á Islandi, er telja megi með hinum fremstu skáldum heimsins. Þá er til hins lyriska skáldskapar kemur, kveðst hann einkum muni taia um það, er verulegt gildi hafl. íslend- ingar séu þjóð af lyriskum skáldum, því að þíir megi segja að hver maður yrki, en þó að menn geti rímað saman bögu, þá sé vandara að gefa hverjum einum skáldnafn fyrir það. Að endingu biður hann menn virða á betri veg tilraun sína að skipa hinum íslenzku skáldum sæti í menningu heimsins, og óskar að menn aðeins sýni skáldskap eyjarskeggja þessara, sanngirni og réttsýni. Af þessari lauslegu þýðingu inngangs- ins, vonum vér að menn sjái að bókin á sem mesta útbreiðslu skilið. Að því von- um vér líka að allir þýzkulæsir Yestur- íslendingar styðji, að þeir sjái sóma sinn og gagn ættlandsins í að kaupa eitt eintak og láta hérlenda þýzku-læsa kunningja sína sjá hana og um leið hvetja þá til að kaupa hana. Það er hvorttveggja, að Ameríku-menn ættu að hafa löngun til að fregna eitthvað um bókmentir íslendinga og liitt að íslcndingar ættu að vera allra manna fúsastir til að rétta þeim hjálpar- hönd í því efni. Það geta þeir gert með því að benda þeim á þennan “lykil’, að söguskáldskap Islendinga, og íslenzkum bókmentum ytír höfuð. Bókin kostar 60 cents og geta þeir er vilja, fengið hana með því að senda Eggert Jóhannson, Box 305 Winnipeg, Man., peningana og greinilega utanáskrift sína, er þá sendir peningana og pantanirnar til Leipzig. l/enezue/a og Venezue/a-menn. Kftir Massey’s Magazine.* Venezuela er nyrðsti hlutinn af Suður- Ameríku austanverðri. Er ríkið að því leytinu betur sett en önnur Suður-Ameríku lýðríkin, og enda þau í Mið Ameríku, að það liggur betur við Evrópuverzlun og er nær Evrópu, West-India eyjunum og enda nær Bandaríkjum Norður-Ameríku. Strand- lengja ríkisins er um 2000 mílur, en því miður eru þar fáar góðar hafnir. Beztu hafnirnar eru að Cumana og Puerto Cabello, en stærstu sjóstaðirnir eru: Laguayra, Puerto Cabello, Ciudad Bolivar og Mara- caibo. Inn í landinu eru samgöngurnar tregar og stendur það ríkinu fyrir þrifum. Af því landið er fjöllótt og ógreitt yflr- ferðar, en lítið um járnbrautir og enda ak- vegi, eru samgöngur milli hinna ýmsu hér- aða alt að því ómögulegar. Höfuðstaðurinn, stjórnarsetrið, heitir Caracas, og er Laguayra hafnstaður hans. Á milli bæjanna eru eftir beinni línu að eins sex mílur enskar, eða um það bil. Caracas er á hjöllunum, nærri efst uppi á fjallabálki þeim, er myndar meginhluta ríkisins og nyrðst á þeim fjallabrúnum. liísa þau fjöll 8000 fet yfir hafið og sjást 70 milur af sjó utan. 0g þar beint niður undan, niður við sjóinn, er hafnstaður höf- uðborgarinnar, Laguayra. Milli bæjanna liggur járnbraut og er hún ein hin undra- verðasta af mannaverkum í járnbrautar- mynd. Þó vegalengdin eftir beinni línu sé að eins sex mílur, er lengd járnbrautar- innar 26 mílur. Á þessari leið rís brautin yfir 3000 fet og verður því meðalhallinn á *) Höfundur greinarinnar, sem hér er í einstöku stað lítið eitt frábreytt frumritinu, er fyrverandi konsúll Venezuelamannaí Mont- real, Mr. B. Laurence. liitstj.

x

Öldin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Öldin
https://timarit.is/publication/147

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.