Öldin - 01.01.1896, Side 28

Öldin - 01.01.1896, Side 28
28 ÖLDIN þaðan með gufuskipi fram til Trinidad og þaðan með gufuskipinu “Orinoco,” er geng- ur á milli Trinidad og Ciudad Bolivar. Er það allgott, en gamaldagslegt gufuskip, með stefnishjóli og geflr ágætt farþegjarúm. En einkennileg mjög er sú ferð. Eftir að farþegi stígur á skipsfjöl, verður hann einn að leita eftir lífsþægindum og viðurværi. Slíkt gerir enginn fyrir hann. Því, að undanteknum þeim sem mega til að stjórna skipinu og vélum þess, taka allir til — far- þegjar og skipverjar — að spila upp á pen- inga og eru að því alla leiðina. Eru það takmarkalaus ósköp af peningum, sem þannig eru unnir og tapaðir á einni ferð. Ain er breið og lygn eins og stöðupoll- ur. Það heizta sem ber fyrir augað á þeirri ferð, eru laufmikil tré á bökkunum, sem byrgja. ýtsýnið til beggja handa, flákar af leirum fram af bökkunum og hólmar hér og þar í fljótinu með sama moldarlitnum, og að síðustu má telja hina ameríkönsku krókódíla — Alligators. Það má sjá nóg af þeim hvar sem er í fljótinu og meðfram því. Nokkru áður en til Ciudad Boliver kemur, lendir gufuskipið í þorpi allmiklu, sem Las Tablas heitir. Það er lendingar- staður fólks og varnings á leið til gullnám- anna í Guiana. Þó er það eiginlega til málamynda, að hér er komið við á uppeft- irleið, því hvorki fá menn að fara af sjálfir né taka flutning af skipinu, sem ætlaður er til Guiana, af því að þar er engin tollbúð. Menn verða því að halda áfram til Ciudad Bolivar, ijúka erindinu á tolllbúðinni, taka sér far til Las Taklas með sama skipinu og þá fyrst fá menn að lcnda og afferma vör- ur sínar. Ciudad Bolivar, sem telur 20,000 íbúa, er einmitt við fyrstu grynningarnar í fljót- inu. Lengra ganga því hafskipin ekki. En langt þaðan upp eftir fljótinu ganga stórir og botnflatir gufubátar. Ef menn vilja geta menn enda komist á bátum, eftir álum eða afföllum, frá Orinoco yfir á Rio Negro-fljótið og af því aftur með öðrum af- föllum yfir á hið volduga Amazon-fljót. Straumvatnasamgangur þessi er merkileg- ur ekki síður en þýðingarmikill fyrir allan þennan hluta landsins. Þegar maður yflrgefur gufuskipið f Las Tablas, leigir maður hesta eða múlasna til að ferðast þaðan áleiðis til Guiana og gullnámahéraðsins sem nú er þrætt mest um. Á þeirri leið fer maður um hinn þétta suðurlandaskóg og svo laufmikinn, að lauf- in í þessu trénu flækjast í þau af hinu og mynda samhangandi flœkju og svo þétta, að sólarljósið gengur ekki gegnurn flók- ann. I þessurn sífelda skugga og í rakan- um, hitagufunni upp úr grasinu og jörð- unni, þrifast óteljandi ósköp af flugum alls- kónar og skorkvikindum. Sá óaldarsægur og hinn brennandi hiti gera ferðalag á þessari leið lítt þolandi, og þegar út úr skóginum kemur og sléttan (llano) tekur við, verður hitinn svo ofsalegur að enda svælcjan og flugurnar í skóginum eru engu verri viðfangs. Ein einasta ferð um þenn- an skóg er eftirminnileg alla æfl. Auk flugnanna og fiðrildanna með öllum litum sem þar sveima sí og æ, er þar einnig fult af fuglum allskonar, frá hinum smærstu til hinna stœrstu,—páfagaukar, macaws, flam- ingos = eldlitu fuglarnir, og margar aðrar fáséðar fuglategundir. Þar eru og apar í trjánum í þúsundatali og höggormar í ótal hlykkjum hvar sem maður lítur. Allur þessi fugla og apafjöldi heldur uppi lát- lausu argi og gargi alla leiðina, svo að al- drei er stundar hlé. Á þessari leið er hin nafnfræga Callao gullnáma sem á sinni tíð var óneitanlega hin arðsamasta náma í heimi,—gaf af sér á fáum árum í hreinan ágóða milli 15 og 20 milj. dollars. Nú er hún ekki eins arðsöm og þó ekki fyrir þurð gullsins. í því ná- grenni er fjöldi af auðugum gullnámum, svo auðugum, að óvfst er að menn þekki aðrar jafnauðugar, en allar arðlausar og ónotaðar eða því sem næst. Ástæðan til þess er sú, að stjórnin leggur útflutnings-

x

Öldin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Öldin
https://timarit.is/publication/147

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.