Öldin - 01.01.1896, Blaðsíða 29

Öldin - 01.01.1896, Blaðsíða 29
ÖLDIN. 29 toll á gullið og háan innflutningstolláallar nauðsynjavörur. Að auki eru ótal kvaðir og skyldugjöld, sem undirtyllur stjórnar- innar heimta. Alt þetta hindur hendur manna og heftir allan iðnað og framfarir. Yalencia er stærsta borgin í ríkinu næst Caracas; íbúar um 30,000. Er hún uppi í fjalladölunum vest-norðvestur frá höfuðstaðnum og alllangt frá sjó. Hafn- staður Valenciamanna er Puerto Cabello og liggur járnbraut milli bæjanna. I Yene- zuela er og elzta borgin, sem Evrópumenn grundvölluðu í Ameríku, borgin Cumana, skamt fyrir norðan Orinoco-ósa og niður við sjó. Var sá bær grundvallaður árið 1512. Jarðskjálftahætt er í ríkinu og hefir Caracas einu sinni (1812) að heita mátt lagst í rústir þess vegna. Á sama hátt hafa mörg þorp eyðilagsttil hálfseða alveg á ýmsum tímum. Árstíðir eru að eins tvær í Venezuela, hvor um sig 6 mánaða löng. Aðra 6 mán- uðina er votviðrasamt og heitt og er það vetrartíðin. Hina 6 mánuðina þurt veður alt af og heitt, og er það sumarið. Heitt er þar altat og undir öllum kringumstæðum og því enginn vetur, eftir almennum skiln- ingi þess orðs á norðurlöndum. Þegar rign- ir, þá flæðir vatnið úr loftinu eins og helt væri úr fötu, eða öllu heldur tunnu, í lát- lausri hríð. Verkstæðis-iðnaður er lítill sem eng- inn í ríkinu. Nálega allir hlutir eru keyptir á verksmiðjum í öðrum löndum, að undanteknum máske vindlum, súkku- laði og skófatnaði bændalýðsins. Auður landsins er innifalinn í námunum, og í kvikfjárhjörðunum. Vörurnar, sem f)-am oru boðnar til útílutnings cru aðallega kafli, kokoa, bórnull og húðir. Jarðyrkjan er á áþekku stigi. Flatarmál rílcisins er um 400,000 ferhyrningsmílur, en ekki eru meira en 4000 ferh.mílur ræktað land, eða 1%. Verzlunarmenn eru Venezuelamenn ekki, enda verzlunin nálega eingöngu í höndum útlendinga, einkum Þjóðverja og Holiendinga. Englendingar eiga lítið við hana, en þeir aftur eiga flestar námur, járnbrautir, gufuskip o. þ. h. Af þessu leiðir að í ríkinu skiftast menn í tvo flokka aðal-lega: ríkismenn og fátæklinga. Kík- ismennirnir, sem fá stórfé á ári hverju í afgjald af landfiæmi sinu, eða hús-eignum í bæjum, leggja ekki peningasína á vöxtu, í banka eða sjóði, heldur í kistuhandrað- ann í heima húsum. Slíkt hið sama gera allir í Venezuela, þegar þeir eignast pen- ing umfram daglegar þarfir. Af þessu leiðir tvent. Fyrst það, að alt sem gert er til framfara, er gert með peningum út- lendra manna, og það, í öðru lagi, að til skamms tíms var ekki til nema einn ein- asti banki í öllu ríkinu,— Verzlunar-bank- inn í Caracas. I landi þar sem hver ein- staklingur út af fyrir sig, heflr bankann í svefnherbergi sínu og þar sem erlendu kaupmennirnir borga innlendu vörurnar með ávísun á aðfluttan varning, þar gerir það tilfinnanlega lítið tjón, þó fátt sé um banka. Að kaupa ávísun á pósthús og senda öðrum, fjær eða nær, er nokkuð sem ekki er til í ríkiuu og sem fáir hafa hug- mynd um. Þurfi maður að senda ávísun úr einu héraði í annað, einum bæ í annan, getui- maður það því að eins, að maður komi sér vel við kaupmanninn. ViJji maður koma boggli í fjarlægt hérað, verð- ur maður að láta sér lyndaað bíða þangað til einhver kunningi manns fer þá leiðina og tekur hann af manni. Margir æðristéttarmennirnir senda börn sín til útlanda til að mentast. Stór- ríkir menn allir senda þau til Evrópu, en þcir sem takmarkaðri efni hafa senda þau til Bandaríkjanna. Þessi erlenda mentun á meir en lítinn þátt í að mynda hina pólitisku stefnu mentuðu mannanra og framferði þeirra alt. Og þegar um dag- lega framkomu þeirra er að ræða, er ekki úr vegi að geta þess, að það er leitun á þjóð jafn kurteisri, góðgjarnri eða eins

x

Öldin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Öldin
https://timarit.is/publication/147

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.