Öldin - 01.01.1896, Síða 30
30
ÖLDIN.
greiðasamri.og gestrisinni eins og eru Vene-
zuelamenn, hvort heldur mentaðir eða
ómentaðir.
í höfuðborginni eru auðvitað tiltölu-
lega margir menn mentaðir, en mentunar-
leysi fjöldans í ríkinu er ægilegt. Hug-
mynd um ástæðurnar í því efni hafa menn
er þess er getið, að 90 af hverjum 100
mans í ríkinu kunna hvorki að lesa eða
skrifa. En svo er rétt að geta þess jafn-
framt, að ráðvendni fólksins er rétt yflr-
gengileg og drykkjuskapar helzt enginn
nema meðal útlendinga og Evrópnmanna.
Sem dæmi upp á ráðvendnina má geta
þess, að einn einasti bóndamaður eða
þjónn er sendur með langar lestir af hest-
um eða múlösnum, sem kiyfjaðir eru með
afrakstur námanna. Og öllu þessu er ó-
hætt hvar sem er. Eina undantekningin
er : byssur og skotfæri. Það væri ekki
hættulaust að senda þesskyns varning
verjulausan, því alt slíkt er álitið rétt og
löglegt herfang stjórnai’andstæðinganna.
Það fylgir líka vanalega heill herflokkur
öllum lestum með vopn og skotfæri. Hér
má þess geta að “stjórnarandstæðingarnir”
í Venezuela eru æfinlega uppreistarmenn.
Þ. e., sá fiokkurinn sem í minnihluta verð-
ur umhverfist undireins í uppreistarmanna-
fiokk. Önnur pólitislc flokkskifting er þar
helzt ekki til. Stafar þetta meðfram af
afþví, að Venezuela-menn, sém fyr var
frá sagt, eru lítt hneigðir til verzlunar,
iðnaðar eða enda jarðyrkju. Það sem
mentaðir og halfmentaðir Venzuelamenn
aðallega hugsa um, er stjórnmálaþrætur
og uppfindingar til að skemta sér. Af
þessu og af eðlilegu örlyndi þjóðarinnar
leiðir það, að uppreistir og byltingar eru
altaf í bruggi.
Þar sem svona er ástatt má virðast
meira en lítið hættulegt, að gefa öllum
þessum mentunarlausa sæg atkvæðisrétt.
Lín hvað sem um það er, þá heimilar
stjói’narskráin hverjum lögaldra karl-
manni í Venezuela atkvæði. Þessi almenni
atkvæðisréttur gerir stjórninni eiginlega
ekki ncitt til, hefir helzt enga þýðingu.
Því fjöldinn, ef ekki bókstaílega allir
þessir óupplýstu menn, hefir ekki allra
minstu hugmynd um þýðingu atkvæðis-
réttarins, og skilur ekki til hvers alt þotta
kosninga umstang er. Af því leiðir að
þeir kjósa ávalt eins og presturinn, land-
eigandinn eða húsbóndinn segir fyrir.
Þeir menn allir fylgja hinni ríkjandi
stjórn og er þarafleiðandi óbætt að treysta
því, að það eru stjórnarsinnarnir, sem
ávalt sigra á kjörþingi. Það er miklu
efasamara hvor “skjöldinn ber” þegar
byssukúlum og eggjárnum cr beitt í stað
atkvæða. Þó er það sannast að mikið
gengur á um kosningar. Þegar sóknin er
hafin, eða iaust áður, er ekki óalment, að
tíu eða tólf umsækjendur séu í boði í einu
kjördæmi. Er þá regla hvers einasta um-
sækjanda að rjúka til að gefa út fréttablað,
með mikilfenglegu og viðeigandi nafni, er
á að básúna stefnu hvers fyrir sig. Er þá
tækifæri fyrir verzlunarmenn að auglýsa
vörur sínar fyrir lítið og að kosningum af-
stöðnum er bezta tækifæri að kaupa
prentvélar og áhöld fyrir óvenju lágt verð.
Kvennfólkið er sörlega trúrækið, cn
það verður ekki sagt um karlmennina.
Mentaðir karlmenn sjást helzt aldrei í
kirkju nema þegar þeir kvongast og þegar
þeir liggja í ifkkistunni. Svo langt er
gengið í þessa átt, að málsmetandi menn
og mikilhæfir, sem hafa unnið landi og
þjóð mikið og margt til gagns, eru hundr-
uðum saman jarðsungnir án þess prestur
komi nærri. Eru þeir þá grafnir í frí-
múrara kyrkjugörðum, sem álvarlega
keppa við kyrkjuna í að búa út sem veg-
legastar grafhvellingar, er sumarhverjar
kosta svo skiftir þúsundum doliars. Það
er talið að trúfrelsi sé í ríkinn, en ekki
þekkjast þar aðrar kyrlgur cn kaþólskar.
Protestanta prestar og cnda kristniboðar
þeirra, eru þar fáir og sjaldséðir. Prest-
arnir auðvita kvongast ekki, cn ekki er
það ósjaldan að að þeim safnist barnalýður