Öldin - 01.01.1896, Síða 31

Öldin - 01.01.1896, Síða 31
ÖLDIN. 31 til umsjónar og- cru þau köll'uð “börn himnaríkis'’ Stéttaskipting er greinileg og sem sagt eru ekki nema tvær stéttir í ríkinu : höfðingjarnir og almúginn. Sé nokkur miðlungs-stétt, til er það helzt að kierka- iýðurinn skipi hana. Svo er stéttadrambið mikið, að æðstastaðan, sem almúgamaður getur fengið, er, að verða prestur, undir- offlseri í hcrnum cða skrifstofuþjónn. Hærra en það kemst ekki sá sem talið er að sé af ótignri ætt. Fáir eru óblandnir Spánverjar í rik- inu. íbúar ríkisins eru samtals 2,300,000 og af þeim eru þrír fjórðu hlutir óbland- aðir Indiánar. Ilinn hlutinn eru kyn- blendingar á ýmsu stigi. Þó má vera að einn hundraðasti hluti íbúanna séu hvítir menn með óblönduðu blóði. Indíána- ættbálkur þessi er mikilhæfur og þegar Indíáni mentast að gagni er hann meiri maður en kynblendingurinn. Einn vott- ur þess er það, að forseti lýðríkisins Joaquin Crespo, sem heíir áunnið sér al- menna hylli f'yrir hermcnsku, skarp- skygni 1 stjórnmálum og undir eins fyrir manngæzku, er óblandaður Indíáni. Iíann er eftirlætismaðui' fjöldans, ef ekki aðals- ins, eða höfðingjanna. A meðan Guzman Blanco, hinn frægi “nofntogaði Amerík- ani”, eins og hann var eitt sinn nefndur í þingsályktun, var íorseti, var Crespo hægrihandar-maður hans. En Blanco var forseti í 19 ár, frá 1809 til 1888, eða öllu heldur einvalds lierra, því á hans stjórnar- árum var lýðríkið nafnið tómt og ekkert annað. Þrátt fyrir það var það friðsælt tímabil og aldrei hefir rlkinu þokað eins mikið áleiðis á framfaraveginum og vellíð- unar, eins og einmitt þá. Akbrautir voru byggðar, járnbraut lögð frá Lagaayra upp til Caracas, vatnsföll og gil brúuð, náma- vinna var stunduð kappsamlega og til- raun gerð að fá landið hagnýtt, og í einu og öllu var þá greiddur vegur crlendra auðmanna, er eitthvað vildu gcra sór til gagns og ríkinu til góðs. Það var líka sannast, að þá fjölguðu íbúarnir að mun og í efnalegu tilliti gekk alt að óskuin. Ef til vill græddi Blanco talsvert á öllu þessu, en það er hinsvegar engum efa undirorpið, að hann á heiðurinn skilið fyrir að hafa komið rikinu á framfara-rek- spölinn. Nú er hann burtu úr ríkinu og fáir æskja afturkomu hans. Um eftirmann hans, Crespo, má það segja, að liann heldur vel áfram eftir þeim vegi framfara og iðnaðar, sem Blanco fyrstur lagði, en hefir það framyfir fyrirrennara sinn, að hann hugsar meira um föðurlandið, en minna um sjálfan sig. Rojas Paul, sem var fjármálastjórí Blancos og sem varð forseti eftir að fyrsta kjörtímabil Crespos var útrunnið, er und- antekningarlaust framgjarnasti og lang- mesti stjórnfræðingurinn, sem Venezuela hefir átt. Það var honum að þakka að viðskiftasamningurinn sem Bandrríkja- stjórn bauð um árið, var ekki viðtekinn. Og það var honum að þakka, að lögeyri ríkisins var umhverft úr silfri í guIL Hann sá að hvaða brunni bar, fyrir þau ríki, sem reyndn að etja silfri á móti gulli. sem aðal-gjaldeyrir. Nú er ríkið svo ó- hamingjusamt, þegar því svo mjög ríður á sínum mikilhæfustu mönnum, að Rojas Paul er útlagi á eyjunni Curacoa, í Lee- ward-eyjaklasanum. George Washington Venezuela-manna og frelsari Suður-Ameríku allrar, Simon Bolivar (fœddur í Caracas 1783. Dáinn 1830) er ærlega viðurkendur í Venezuela, eins og alstaðar annarstaðar í S. Ameríku. Þessi nafnfrægi hershöfðingi og stjórn- fræðingur átti marga, fjölda marga óvini á meðan hann lifði og hann hafði líka eflaust marga galla. En nú er alt slíkt löngu, löngu gleymt. í öllu ríkinu er tæpast það þorp, að ckki sé þar myndastytta Bolivars, einhver opinber stofnun, sem honum er helguð, eða eitthvert þess kyns minnismerki. En það sem gerir nafn

x

Öldin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Öldin
https://timarit.is/publication/147

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.