Öldin - 01.01.1896, Page 32
32
ÖLDIN.
hans frægast, er lieiðursmerkið: Busto del
Liberator, en sein alment er lcallað
“Bolivars orðan”, sem viðtekið var á
stjórnarárum Falcons íorseta, fyrirrennara
Blancos. Þetta heiðursmerki og “heiðurs-
fylkingar’'-merkið á Frakklandi, eru ei-nu
heiðursmerkin, sem lýðstjnrnir enn hafa
viðtekið til sæmdar sínum framúrskarandi
mönnum.
Lýðveldið samanstendur af 8 sjálf-
stjórnarríkjum og mörgum liéruðum
(Territories), er lúta sambandsstjórninni.
Samliandsþingið samanstendur af tveimur
þingdeildum, öldungaleild og fulltrúa-
deild. Tekjur stjórnarinnar eru um 7
milj. á ári, meginl. tollur, semlagður er á
varning bæði útfluttan úr ríkinu og að-
fiuttrn. Ríkisskuldin er um $63 milj. og
eru nú afgjöld þess fjár greidd reglulega,
þó fyrir nokkru síðan væri tekið fyrir alla
vaxtagreiðslu, er þröngt var í búi fyrir
róstur í ríkinu. Verzlun ríkisins við er-
lendarþjóðir nemur núorðið sem næst $37
milj. á ári og má útflutti varningurinn
betur en sá innflutti, svo nemur nálægt
$3 milj. á ári. Að því leytinu stendur
þess vegna hagur ríkisins vel.
Ilerinn samanstendur af 30,000
mönnum, en á ófriðartíma. margfaldast
hann fljótt og óendanlega. Sú ein aðferð
er þá viðhöfð, að hver maður, sem auga
verður á fest er umsvifalaust gripinn og
honum á augnablikinu umhverft í her-
mann, hvert sem hann vill eða ekki. Af
þessu leiðir, að á ófriðartíma sést naumast
karlmaður, að undanteknum útlendingum.
Hver maður, sem borið getur byssu eða
sveðju (Maehete), erþá í liði annaðtveggja
stjórnarinnar eða andstæðinga hennar.
Viti stjórnin, eða njósnarar hennar af ein-
hverjum manni, sem ekki hefir gengið í
lið með öðrum hvorum, en sem hún hefir
grun á að sé andvígur sér, iætur hún um-
svifalaust hremma hann og kasta honum í
fangelsi og þar má hann sitja þar til stríð-
inu er lokið. Þó er hús hvers mans kast-
ali hans. Haldi einhver sig inni — vilji
hvorugum veita — er það hef'ð, sem aldrei
helir verið brotin, svo kunnugt sé, að þann
hinn sama getur stjórnin ekki tekið.
Samkvæmt þeirri liefð raá liún engan
mann taka fastan inni í sínu eigin liúsi
l'yrir nokkrar póltiskar sakir. Venezuela-
menn eru skyttur góðar, enda gengur
enginn maður út, í bæ eða i sveit úti,
nema marghleypa sé í vasa hans, svo
framarlega sem hann lieflr efni á að kauþa
gripinn.
Sem áður hefir verið umgetið, eru
Venezueiamenn ekki hneigðir fyrir verzl-
un í neinni mýnd. Mentuðu mennirnir
leggja þvf ekkert þvílíkt fyrir sig, heldur
liekningar, og þeir eiga líka marga nafn-
togaða lækna, suma í Evrópu,— málaflutn-
ing, hermensku, mælingafræði eða vísindi.
Máfafiutningsmenn eru líka fleiri í Caracas
en í Toronto. Vitanlega hafa þeir ekkert
að gera, og leggja því fyrir sig stjórnfræði
og leita eftir stöðu hjá stjórninni. Fáiþeir
hana bráðlega, fer alt vel, en fái þeir hana
ekki, ganga þeir í lið andstæðinganna og
fylgja örugt að vígi þeim, sem fyrst skera
upp úr með að taka til vopna, til að bylta
stjórninni.
Leiðrétting.
í kvæðinu “Nýársgjöf,” á fyrstu bls., í
fyrstu línu, 9. erindi, stendur : “Þá færðist
mér allheitur ylur í blóð,” en á að vera : Þá
færðist mér állmikill ylur í blóð, o. s. frv.
láfiti : Kr. Stefansson : Nýársgjöf. —
St. Gr. Stefiianson : Kvæði (Myndin—
Hestavísur — Mannsöngur — Jóiavaka —
Gróðamaðurinn — Bókvitringurinn). —
T. M. Holland : Tuttugasta öldin. —
Dr. J. G. Bourinot : Sambandsþing Ca-
nada. — Steinolía. — St. G. Stephansson,
Kr. Stefánsson (íneð myndum). — Skáld-
sagnagerð íslendinga. — B. Laurence :
Venezuela og Venezuelamenn.
Ritstjóri : Eggert Jóiiannsson.
Heimskuingla Putg. & Publ. Co.