Öldin - 01.03.1896, Side 2

Öldin - 01.03.1896, Side 2
34 ÖLDIN. Ef autt er inni’ um salinn Eg una við þaö má: Að eiga allan dalinn! Alt eins og heima smalinn, Sem sat á sumri hjá. Og blómstur-völl mér velta’ um Þar vorið fegurst grær, Og sifja’ í /ivammíi keltum Og klifra’ í skógar-beltum, Og troða’ ei neinn um tær! Þó skorti glaum og gesti, Um grund, upp fjalla-tind Eg klýf með hundi’ og hesti, Þó hús og vegu bresti, Og elti hauk og hind. • Ef finna fer til leiða, Að fjarri’ er stúlkan hýr: Er kvik og “kann til veiða,” Iiún Ivolbrún skóga’ og heiða ! Og veit hvar vættur býr. Við allir unaðs leitum ! Og auðnin þóknast mér;— Fyrst sanngirnin, í sveitum Er sett á stall með geitum, Er best að búa hér. Og viti’ og mannúð vel sé! Við varla kyntumst þó— Svo slít ég höft og helsi Og heimta rúm og frelsi, Sem vorið— Hæ, liæ, hó! II. Vika-stelpan. Hlauptu’ út á sundið—sagði’ ég við snót— Og sæktu hann Grána, en vertu nú fijót! Og léttfætt, sem hindin, hún hljóp á skeið, En heimkoman dvaldist; ég tafðist og beið. Og stundirnar taldi’ ég, þær mintu svo mjög Á mannanna spilling og dómsvald og lög, Að siðferðis-pési um hegning og hefnd Varð hugur minn; rogginn, sem kyrkju- þings nefnd! Svoloks, er hún hestinn í hlað-varpan dreif! Eg hijóp til og af henni tauminn þreif. Þú verður, stelpan þín, kagstrýkt í kvöld, Því kærulaus svik eiga makleg gjöld! Hún hrökk við, og mælti við sjálfa sig: “En sólar-uppkoman tafði mig.” Ég gat ekki varist, að glotta því að; I gremju-róm spurði þ:>: ‘hvernig var það?’ “Nú, svona,” kvað hún, “þegar sólin skín • bjart Þá sé ég í heiminum nýstárlegt margt” “Þá sýnist mér nátt-döggin siitur og gull, Af sæblárri móðu öll dals-mynni fuli,” '“En fells-bríkur skaga’ upp úr, svartar á svip, Sem svífi’ upp’ í loftinu tjörguð skip;” “0g skóg-toppa hyllir, sem hafldetta-röð; Og hrís-mórinn þarna er veiði-stöð,” “Með silfur-nct þanin grein af grein Og greidd eins og lín-dúk og tandur-hrein.” “Við skólahús-þakið er þyrping á ferð, Þar þyrlast á kapp-flugi svalanna mergð.” “í dag, kann ske, þjóðhátíð þeirra er, Svo þær liafi frí til að leika sér.” Eg heyrði ei hvernig hún lýsingu lauk; En lokkana hrokknu fi'á enninu strauk. Úr huga mér þýddi upp hörku og móð, Að hlusta’ á skáld-barnsins morgun-ljóð ; Ég mundi að heimurinn ruglar öll rök Um réttlæting, ábyi'gð og hegning og sök: Að anda manns liggur oft llfið við Á lokin-múr skyldnanna að brjóta sér hlið. III. Móðir jörð! Ég ann þér, ég ann þér þú indæla jörð! Sem uppfæðir grösin og dýranna bjðrð; Með leikandi smá börn í almóður-arm, Með ellina hvílda við friðsældan barm;

x

Öldin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Öldin
https://timarit.is/publication/147

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.