Öldin - 01.03.1896, Blaðsíða 7

Öldin - 01.03.1896, Blaðsíða 7
ÖLDIN. 39 Vil ög samt ei veika sltaða, Vesalingum skyldi’ ég bjarga— Eg hef, bróðir, býsna marga Látið frá mér ganga glaða; Mörgum þeirra verri voði Varð af sínum kong og goði. Hleiðru ræður Ilrólfur Kraki, Hann er allra konga mestur, Ilugaðastur, lijarta-bestur, Gerfileiks og gæsku staki! Eigin mág, en ekki’ eins færan, Ui.dir skatt með hreklc þó nær hann. Tekst ei Hrólf, til grimdar gerða, Gáska-fólsku sinna manna Eins og vill að brjóta’ og banna— Hvað mun drotnum verri verða ! Verður illur bæjar-bragur Hlettur lians og skaþa-dagur. Veslan Hött, í hálm er skríður, Hirðmenn sér til gamans berja— Þú skalt, Böðvar, veikan verja, Verk það mér er lagið síður ; Eg á hóf við heiftar-Vctrga, Hetti kann ég ekki’ að bjarga. Afar-kostir illir settir Eru mér—-það skap mitt herti.— Vcrða’ á öllu’ er við ég snerti Blóðgir drcpar óta-1 eflir; Síðan flý ög alt sem ann ég Óspilt fyrst það geyma’ ei kann ég. Ást ég ber til mildra manna— Mér ert þfi samt, bróðir, kærstur, Mínum hug og hjarta næstur Borinn þú til betri anna. Balc við dýrsins bringu svarta Blóðugt slær og mannlegt lijarta. Fyrir sé ég fall þitt, bróðir; Finst mér þá mig harmar æri, Ofkosta sem veröld væri Allir drengir, djarfir, góðir. Böðvars veg ég bana alla-- Bróðir, ég mun aldrei falla! Mér er langvinn ætluð æfi— Æ þar skríll við harðstjórn tryllist Blóði hof og höll svo fyllist, Þar er verkið við mitt hæfi! Illa guði, konga, klerka, Kremur þessi hönd mín sterka. Mitt hefir espast afl til fleira: Upp að knjám mér berg er skorið ; Sjáðu’ í hamri hófa-sporið, Heitstrengingum öllum meira! Flestar spár mun Fróði efna, Fæddur til að bylta’ og hefna! VII. Smalarnir. Þeir hlýddu hirðis-kafli Og hingað vestur slæddust; Að kyrkju-fé á fjalli Þeir fiönnðu og læddust;— Hver einn átti rakka, En allflestir til skifta, Að trutta sauðum og tyfta. Og alt gekk sem í sögu, Og samlyndið varð blessað; Þeir ráku rokna þvögu í réttina, til þess að Þar stýja og rýja— Með stór orð, skjall og gumið, Og svo með framkvœmda fumið. En svo fór samt það spiltist, Þeir settu á bandið snúning Svo bræðra-lagið byltist— Þeim bar á milli í rúning ! Að fæla og þvæla Scm flesta hver frá öðrum Jók nú verk, undir veggjum og börðum. “Of dramblátur og drýginn Þú dygð og sannleik grefur.” “Og þú ert þrár og lýginn Og þnr að auki refur!”— Þeir sentust á svörum; Og smá-rakkarnir geltu, Opnum skoltunum skeltu.

x

Öldin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Öldin
https://timarit.is/publication/147

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.