Öldin - 01.03.1896, Blaðsíða 14

Öldin - 01.03.1896, Blaðsíða 14
4 G ÖLDIN. Hann er virkilegar konungur vfir öllu svæðinu innan sjöndeildarhringsins. Hann er aleinn af menskum verum og sjálfráður hvað hann gerir. Ettir er áðeins að finna álitlegasta blettinn til að bera niður á. Framan í klöpp í nokkurri fjarlægð sér hann lítinn blett dökkrauðan á lit og þangað gengur liann. Liturinn sannar að málmur er í nágrenninu og vatnið sem seitlar út um bergið liefir dregið litinn út á yfirborðið. Niðri fyrir ldöppinni eru haugar af lausum steinum alskonar, hnull- ungssteinum og klofningum úr standbergi hærra upp í fjallinu. Þetta lausagrjót skoðar nú leitarmaðurinn mcð nákvæmni og brýtur einn steininn á f'ætur öðrum með pæl sínum og athugar svo gaumgæfilega hverja cina hrufu í sárinu. Um síðir, er hann brýtur einn kristalla-Mandinn stein, glóir kopar og Mýblendingur eins og öi'- smáar stjörnur, hér og þar í sárinu. Þnr vottar og fyrir dekkri og óálitlegri ögnum hér og þar, en sem í augum leitarmansins eru fegurri en allar hinar gljáandi agnir til samans. Þar kannast hann sem sé við hið dýrmæta gull. Þessi steinn er klofn- ingur úr berghyllu einhverstaðar ofar. Ilann fer því að klifra upp eftir ldíðinni enn, en hægt fer liann, því nú þarf að athuga hvert fótmál, hvern steir. á lciðinni og hverja klöpp. Á leiðinni finnur hann æ fleiri og fleiri steina af sömu tegund, og sannar það að hann er ekki langt frá tak- markinu. Þessa litlu stein klofninga eltir hann allan daginn. Stundum virðist hon- um að þeir séu þéttari neðar í hlíðinni og hyggur hann þá að bergið sem þeir brotn- uðu af sð fyrir neðan sig, en hulið í leir og sandi og öðru rekarusli. Hann heldur þess vegna niður eftir hlíðinni á ný og leitar nú enn betur en áður, cn alt til ó- nýtis. Hann getur hvergi séð vegsum- merki hinnar eftirþráðu kristalla-klappar. Um stuncl lieldur hann langs aftir hlíðinni til hægri handar og leitar og leitar, þá til vinstri og þá um stund lízt honum betur á grjótið. En alt bcr að sama brunni. Ilann finnur ekki neitt. Þannig líður fyrsti leitardagarinn og þannig líða tveir eða þrir dagar aðrir. Von hans fer að clofna á ný, enda er nú vistaforði hans óðum að ganga t:I þurðar. En þegar minst varir, þegar hann er far- inn að örvænta, þá alt í einu stendur Sesam opinn fyrir honum. Gulliðerfund- ið. Þarna er það framundan honum. Ofan á því hvílir þykt lag af dökkum skífusteini, en undir því bálkur mikiil af' kalksteini. Á milli þessara iaga er krist- alla-ldetturinn í óslitinni röst og þar á hið dýrmæta peningaefni heima. Sumstaðar, sérstaklega í KasIo-SIocan-héraðinu, erfag þetta aðal-lega gljiandi, blý-blandinn steinn og um fjögur fet á þykt. Um nóttina næsíu á eftir dreymir leitarmanninn um gull og auðæfi og ekkert annað. Nárnan hans er í svefninum um- hverfð orðin í “Silfur konungs-námuna” (svo heitir gullnáma er fanst fyrir tilviljun í British Columbia 1893 og sem seld var á Englandi stuttu síðar fyrir 1| milj. dollars). Snemma um morguninn er hann á f'ótum og finst þá fátt um þó vistaforði hans sé um það uppgenginn. Gullið er fengið og þá er sízt ástæða til að kvarta. Ef'tir er aðeins að gera áætlun uin hvað mikið er af því og að festa sér latrdið. Hann fer að rekja gull-slóðina, ef' svo má að orði komast, og hann sér nú að röstin er óslitin á mörghundruð íeta löngu svæði og um- hverfis hann í ýmsum áttum sér hann nú kristalla-klettana gægjast út úr sandinum og lausagrjótinu. Það er á þessum stað tækifæri fyrir marga menn að fá sér námu-Ióð. Lögitt leyfa leitarmanninum íið festa sér sem námulóð landskika fimtán- hundruð fet á hvern veg (hér er miðað við námalögin í British Columbia) og þá lóð f'er nú leitarmaðurinn að mæla. Hann vitanlega velur sér þanrt hluta af krist- alls-kletta-beltinu, sem honum virðist væn- legast og mælir af þvi 1,500 fet. Þá er

x

Öldin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Öldin
https://timarit.is/publication/147

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.