Öldin - 01.03.1896, Side 15
ÖLDIN.
4Ý
eftir að rnæla breiddina, upp og ofan eftir
fjallinu og það er vandinn meiri. Það er
ágizkun ein hvar liið gull-blandna grjót-
belti stendur lengst í jörð niður, og þar
kemur œfingin, þekkingin á þeim efnum,
leitarmanninum að gagni. Eftir að hafa
merkt sér ferhyrninginn, á leitarmaður-
inn eftir að merkja sér fund sinn, sam-
kvæmt lögunum. Fyrsta atriðið í þeirri
athöfn er, að reka niður stólpa eða stjaka,
einmitt þar sem aðal-beltið er. Heitir sá
stólpi á iagamálinu “fundar-stjaki” (dis-
covery post). Tvo samskonar stjaka þarf
hann að reka í jörð niður, sinn í hverju
liorni lóðarinnar, en í beinni línu við
fundar-stjakann. Á þá tvo stjaka þarf
finnandinn að rita nafn sitt, lýsingu á
takmörkum lóðarinnar, sem hann nú
lielgar sér, o. fl., sem lögin heimta. Að
þessu búnu er verkinu lokið. Lögunum
er fullnægt og finnandinn má halda til
mannabygða aftur. Náman er hans eigin
eign sem enginn getur frá honum tekið,
eftir að hann borgar stjórninni lögákveðið
verð fyrir landskikann.
En þó nú þessu verki sé lokið, flýtir
námamaðurinn sér ekkert af stað heim-
leiðis. Hann er rólegur nú og meir en
það og í stað þcss að hraða ferðum burt,
fer hann nú að líta í kringum sig á ný, að
líta eftir meira gulli í grendinni. Eftir
nokkra stund sannfærist hann um, að á
þessum stöðvum er ákjósanlegasti staður
fyrir námabæ að rísa upp. Að öllum þess-
um athugunum loknum leggur liann af
stað aftur þá leið sem hann kom, léttfætt-
ur og alira manna ánægðastur og—með
létta byrði, því nestispokinn er að mestu
tómur orðinn. En svo lieíir hann þá með
sér mola úr hinu gull-blandna kristalla-
grjóti, ti! sýnis, þcgar í kaupstaðinn kem-
ur. Og það má trúa því, að liann velur
þá inola ekki af verri endanum. Þegar
hann kemur að lækjarmynninu þar sem
hann gróf vistaforða sinn og huldi bátinn í
skóginum, er eins víst að hann grípi í
tómt að því er vistaforðann snertir. ‘Bangsi’
hefir eins víst orðir fyrri en hann að “kös-
inni” og þarf þá ekki að sökum að spyrja.
Það er liver sjálfum sér næstur.. En svo
tárast hinn sigrihrósandi málmleitarmaður
ekkert um það, enEiraðar ferðujn til næsta
kauptúns, þar sem vinir og undantekn-
ingaiiaust allir fagna honum eins og bróð-
ur úr heiju heimtan.
Sýnishornin af hinu gull-blandna
grjóti laumast hann nú með til efnafræð-
ings, sem uppleysir ákveðna hluta af molun-
um og mælir þannig hvað mikið er af
gulli í hverri “ton”-þyngd (2,000 pund)
af grjóti. Efnafræðingurinn gefur skrif-
legt vottorð um að náman sé svo og svo
mikils virði. Finnandinn fer með það
vottorð á þar til ætlaða skrifstofu stjórnar-
innar og fcstir sér þetta námaland að lög-
um. Um leið og hann festir sér landið
verður það almenningi kunnugt, að þarna,
í áltveðinni fjallshlíð er fundíð ógrynni af
liinum “dýra” málmi. Áður en þetta
verður opínbert kallar íinnandinn venju-
lega vini sína á fund og segir þeim frá
fundi sínum. Áður þess vegna en al-
menningi er þetta kunnugt, er ákveðinn
flokkur manna kominn af stað til gull-
landsins. Og af því þeim hefur verið
sagt svo vel til vegar, gengur þeim ferð-
in fljótt og vel. Af þessu leiðir, að innan
fárra daga frá því gullið var fyrst fundið í
fjallsblíðinni er þar risin upp bygð manna,
sem eykst á liverjum degi. Og fjailshlíð-
in auða og tóma, þögul eins og nóttin,
nema þegar hamrabeltin IxSfgrnáluðu
þrumubrestina, glymur nú dag eftir dag
undan höggum hraustra handa og hamra-
beltin bergmála nú látlausa hrfð af skot-
dynkjum, er púðurflaugarnar mylja hið
gull-blandna grjót í öllum áttum og knýja.
liið st.olta fjall til að framselja ögn af sín-
um huldu fjársjóðum.
Fregnin um þessar nýju nánmr flýgur
stað frá stað eins og hvalsaga, og tugir,
hundruð, þúsund manna flykkjast að gull-