Öldin - 01.03.1896, Síða 16

Öldin - 01.03.1896, Síða 16
48 ÖLDIN. landinu úr öllum áttum, og allir eða flestir eru þeir tilbúnir að þreyta við straum- harðar elfur, ókieiía skóga og hamrabelti, í þeirri von að finna annan eins blett. Smámsaman safnast og á staðinn aðrir en námamenn og málmaleitendur. Þangáð kemur fyrst einn verzlunarmaður, svo annar og sá þrið.ji, til þess alt er að hafa í þessum ókunna fjallasal, sem fullnægt get- ur hversdagskröfum manna. Búðir og í- veruhús rísa upp í hrönnum, í bæjarstæði sem mælt heíir verið i grend við námana. Brautir eru höggnar og ruddar í allar áttir og hestar og múlasnar fara fram og aftur í löngum lestum, fyrst mcð klyfjar og síðan með vagna og æki, af vistum fyrir fólkið í námabænum aðra leiðina, en með sýnishorn af gull-blendingnum hina. Þegar minst varir koma fram menn með fé til að byggja gufubáta til að flytja guil-blendinginn burt frá nf.mabænum og vistir og vörur að honum. Og ekki svo löngu síðar sér járnbrautarfélag gróða- bragð í að bygga járnbrautarkvísl að hin- um sí-vaxandi námabæ. Þegar það verð- ur hijóðbært drífa auðmenn þangað úr öll- um áttum og kaupa upp eina námu-lóðina á fætur annari. 0g vegvísendurnir, málmleitarmennirnir, sem þar hafa barizt til þessa, margir hvorjir árangurslítið, vegna efiiaskorts, grípa þá oftast fyrsta tækiiæri og seija eign sína fyrir það sem boðið er. Þeim eru taldir peningarnir. Kaupin eru gerð. Eftir svo strangt stríð og með vas- ana fulla af peningum finst þeim þá að þeir eiga nokkra frídaga skilið. Þeir lifa eins og konungar, eða eins og þeir hugsa að konungar lifl, um stund, en fyrr en þá varir, er auðurinn farinn. Þeir eru tóm- hentir eitir. Jafnframt peningunum er æfi þeirra á þessum stað úti. Þar er ekki tækifæri fyrir þá lengur. Ilamrabeltin í lilíðunum umliverfls hið vaxandi þorp bergmála ekki lengur þeirra axar og hamarshögg, Eins og að. framan er sýnt eru þessir undanfarar, þessir þrekmiklu, fríu, kærulitlu málmleitendur liöfundar þeirra framfara allra sem hér eiga sér stað. Þeirra þoli og þori er það að þakka að hér er að rísa upp þýðingarmikill bær með at- vinnu fyrir tugi þúsunda manna nær og fjær. Ef til vill dregur bærinn nafn af fundarmanni fyrstu námunnar, en ef til vill ekki. Það er alt undir kringumstæð- um komið. En hvert heldur sem er, verð- ur altaf einhver til að minnast höfundar- ins, hins þrekmikla, hugrakka fjall-göngu- manns, sem nú flýr á ný út í óbygðirnar, til að hefja sama leik á öðrum stað. Dags- verki lians er lokið og æflsól iians í þessu dalverpi hnigin til viðar undireins og um- heimurinn fer að hafa gagn af fundi hans. Hann hverfur út í fjalla-geiminn, burt frá hinurn þvingandi siðurn og reglum fjöl- mennisins. Þau bönd þolir hann ekki. Þetta er rétt lýsing af hinu þýðingar- mikla starfi og lífsstríði málmleitendanna. Að svo sé, það vitna námabæir svo hundr- uðum skiftir, um þveran og endilangan Klettafjalla-bálkinn. Til sönnunar því hve starf málmleitend- anna er þýðingar-mikið, þarf eltki annað en benda á árangurinn af málmfundi þeirra í Kootenay-héraðinu í Britisli Columbia. I Canada að minnsta kosti hefir ekki annað verk verið afleiðinga rneira á seinni árum. Það víssi enginn livert nokkur málrnur eða enginn var til í Kaslo-Slocan-héraðinu, fyrri en liaustið 1891, að fáeinir málm- leitarmenn fundu þar fyrir tilviijun fyrstu gull og silfurnámurnar. Afieiðingin af þeim fundi er sú, að héraðið er nafnfrægt orðið hvar sem ensk tunga er töluð. Hér- aðið er nú þegar viðurkent auðugasta silfurnámu-héraðið sem menn þekkja og' altaf finst mcira og meira af málminum, gulliog silfri og ýmsum öðrum málmi. Innflytjendur þangað skifta hundruðum í hverri viku. Gufubátar ganga fram og aftur á hverjum degi eftir bæði stöðuvötn- um og Columbia-fljótinu. Járnbrautirnar

x

Öldin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Öldin
https://timarit.is/publication/147

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.