Öldin - 01.03.1896, Síða 23

Öldin - 01.03.1896, Síða 23
ÖLDIN. 55 700 mílur á lengcl og var meðal breidd. þess þá um 160 mílur. Flatarmál þess var um 120 þúsund ferhyrningsmilur. Nú eru ekki eftir af þessu vatni nema þrjú vötn, að vísu stór.vötn og þýðingarmikil, en í samanburði við Agassiz-vatnið tjarnarpoll- ar einir. Þessi þrjú vötn eru : AYinnipeg- vatn, Manitoba-vatn og Winnipegosis-vatn, er öll til samans hafa minna flatarmál en sem svarar einum sjötta hluta af Agassiz- vatni. Þessi þrjú vötn eru einu menjarnar sem eftir eru af þessu mikla vatni, stærra miklu á sinni tíð en eru öll stórvötnin eystra (Superior, Michigan, Huron, Erie, Ontario) til samans. Yatns-dýpið helir og lýrnað að sama skapiog flatarmálið. Það er áætlað, að upprunalega hafi dýpi Agassiz-vatnsins verið yfir 600 fet, en nú er mest dýpi í vötnum þessum sem eftir eru um eða heldur innan við 100 fet. Norður takmörk Agassiz-vatnsins voru þar sem nú eru norður takmörk AVinnipeg- vatns, eða því sem næst. En þá voru austurtakmörk þess klettahryggur sá, er liggur vestanmegin Skóga-vatns. Suður- takmörkin voru þá sem næst beint vestur undan Minneapolis; og vestur-takmörkin hæðaklasi sá, sem sumstaðar heitir Pem- bina-fjöll, á öðrum stað Reiðar-fjöll, Anda- fjöll, o. s. frv. Þegar Agassiz-vatn hafði sína fuliu stærð, var dýpi þess áætlað, yfir bakka Rauðár, sem nú eru: Hjá Fargo um 200 fet; Grand Forks yfir 300; Pembina og Emerson um 450; AVinnipeg um 500; og þar sem Winnipeg-vatn er nú yfir 600 fet, Ur þessu ógna vatni runnu tvö fljót og bæði stór, Nelson-fljótið norður í Hud- sons-flóa, hitt, sem nú er ekki til, suður í Mississippi-dal og um hann og samnefnt fljót í Mexico-flóa. Sá forni farvegur er nú ekki greinilegur nema liér og þar. Er hann livað greinilegastur í hæðum þeim, er mynduðu suðurströnd vatnsins. Þar er dalverpi allmikið, niðurgrafið sem svarar 100 til 150 fetum og er það um 1 míla ensk á breidd. Heitir sá dalur nú Browns- dalur. Jarðlögin í dalnum leyna því ekki, að þar er hinn forni farvegur fljóts- ins í suðurátt. Suður þaðan og ekki all- langt burtu fellur áin Minnesota River suðaustur nm ríkið vestanvert og í Missis- sippi. Er ætlað að hún sé í farvcg fljóts þessa hins mikla, er í sambandi við Agassiz- vatn og Nelson River fyrrum myndaði ó- slitna vatna leið milli Mexico og Hudson- flóa, um endilangt meginlandið og mitt á milli Atlantshafs og Kyrrahafs. Þó nú sé þessi vatnaleið ekki lengur til, er svo skamt á milli Rauðár og upp- taka Mississippi-fljótsins og landið svo slétt, að gerlegt þykir að gera hér skipa- leið og það með tiltölulega litlum kostnaði. Það er líka ein af hinum mörgu framtíðar- sjónum Ameríku-manna, að gufuskip og byrðingar gangi alla leið frá Fort York við Hudsons-flóa til New Orleans við Mexico-flóa, eftir þeim farvegi, sem nátt- úran á löngu liðinni öld hrauð sér til að veita burt jökul-vatninu mikla: Agassiz og til þess smámsaman að umhverfa vatns- botninum í hina makalaust fijóvsömu sléttu, sem nú, eftir einna 50 ára vinnu, er orðin heimkynni rneira en miljón manna og framleiðir nú þegar brauðefni fyrir 10— 15 milj. til. “Neyðin kennir naktri konu að spinna/’ Fjarlægðin frá hafinu knýr alla búendur á þessu sviði í landinu til að leita eftir greiðum farvegi til hafsins. Hví skyldu þeir þá ekki líta vonaraugum á þennan forna farveg? Það eru ekki nema örmjó höft hér og grynningar og flúðir á hinum staðnum, sem banna skipa- leið um endilangt landið. Það er álit verkfróðra manna að alfær skipaleið eftir þessuin f'ai’vegi hafa á milli, kostaði ekki meira en helming á móts við alfæra járn- braut yfir þvert landið. Sé svo, er mörg hugsjón Ameríkumanna gapalegri en sú, að komandi kynslóðir sjái sama skipið ganga frá Fort York til New Orleans.

x

Öldin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Öldin
https://timarit.is/publication/147

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.