Öldin - 01.03.1896, Síða 26
58
ÖLDIN.
Hann státaði oft a£ því, að hann gæti lesið
handrit Greeley’s í þriggja skrefa fjarlægð
með annað augað af'tur. Saintvinnuð og
hræðileg eins og orðin voru í handritinu,
var sagt að þau væru hvergi nærri eins ó-
læsileg, þegar maður tæki fyrir eitt og
eitt í senn, eins og maður ímyndaði sér.
Mikið af óorðinu sem handritum hans
fylgdi, átti að hafa upptök sín í hrollinum,
sem fór um mann, þegar maður rendi
auga yfir heila blaðsíðu í einu. En hvert
sem handritin voru ill viðureignar eða
ekki, þá var það víst, að í þeim próförk-
um voru fáar prentvillur. Og víst varð
ég aldrei var við annað eins í Tribune
prentsmiðjunni eins og í smá þorpi einu í
Ohio, þar sem ritstjórinn einusinni mátti
setja á framsíðu blaðsins, eftir að innsíð-
urnar voru prentaðar, þessa skýringar-
grein : Prehtvilla: Fyrir “Price of Nails,’’
í ritstjórnargreininni um útlend mál, á
innsíðu, les “Prince of Wales!”
Þessi prentari með mais-stanga-pípuna,
er nefndur var Larkway, og sem ég vona
fornfræðinnar vegna að hafi verið varð-
veittur í einhverju gripasafni, var svo
gefinn fyrir að guma af dugnaði sínum
við að iesa handrit Greeley’s, að hann var
illþolandi í prentstofunni. Það rak svo
iangt, að við hinir allir áiitum skyldu
'okkar, ef tækifæri gæfist, að auðmýkja
hann, en s vo fór það að miklu leyti út
um þúfur þegar tilraunin var gerð.
Mr. Greeley fékk ósköpin öll gefins
af alskonar jarðargróða, frá vinum sínum
út um landið, rétt eins og hann væri
nokkurskonar akuryrkju-guð nútíðarinnar
og prentstofan væri musteri hans. I þetta
skifti fékk hann feikna mclónu, í annað-
skifti þctta eða hitt. Það var siður Lark-
way’s að veija úr þessum gjafasjóði stærstu
og vænlegustu maisstönglana og gera sér
pípur úr. Koin það stundum fyrir að
hann tók jafnvel ekki hismið utan af
stönglunum, enda kviknaði í því einu-
sinni þegar hann var að rína í óskýrt orð í
handritinu og var eldurinn orðinn all-
mikilfenglegur þegar hann veitti honum
eftirtekt. Það kom fyrir að framgjarn
sveitadrengur sendi Mr. Greeley hljóð-
pípu sem hann hafði búið til úr svínsrófu,
—rétt til að sýna að það væri gerlegt,
þrátt fyrir almanr.a trúna, að það væri
einn hlutur ómögulegur. Eina þessa svíns-
rófu-hijóðpípu tók Larkway, holaði liana
innan og brúkaði svo fyrir pípulegg.
Fékk hann þannig, þó í frammynd væri,
smekk aðal-fæðistegunda suður-ríkjanna—-
svínakjöt og mais, um leið og hann reykti
úr pípu sinni.
- Enn góðan veðurdag fómaði einn
vinur Greeley’s tveimur ungum hönum á
altari hans. Þeir voru af nýju kyni, sem
þessi maður sjálfur hafði framleitt með
kynblöndun, og sem hann nefndi “Go-
West”-hænsa kyn. Mr. Greeley lét sór
einkar ant um þessa fugla og launaði gjaf-
anum þá með góðri grein í þeirri deild
blaðsins, er höndlaði um landbúnað. Hann
lét gera hönunum búr, sem liann geymdi
undir skrifborði sínu og gaf þeiin gamlan
stráhatt fyrir hvílurúm, því þeir voru enn
of ungir til að hvfiast að hænsa-sið. Sann-
leikurinn var að gjafarinn flýtti sér svo að
útvega sér auglýsingu fyrir hænsa-kyn-
bætur, að hanar Greeley’s gátu ekki hafa
verið meir en mánaðar gamlir þegar fyrst
þeir komu á skrifstofuna. Þeir voru und-
ir öllum kringumstæðum svo ungir, að
þeir þurf'tu mjúka fæðu til að lifa. Var
það því siður Greeley’s að koma með
mais-mjöl á skrifstofuna, hræra út f vatni
og gefa þeim. Þessi matur og pciddurnar,
sem þeir furðu fijótt iærðu að elta uppi og
éta, var þeirra aðal-fæði og þeir þrifust
vel á því fóðri og döfnuðu. En ekki
höfðu þeir búið í skrifstofunni hálfan mán-
uð þegar þeir lærðu það sem rýrði álit
þeirra. Þeir lærðu að éta hveitis-lím hús-
bóndans! Hann var ekki fyr kominn út
en þeir hoppuðu upp á skrifborðið og átu á
meðan þeir entust til og nokkuð var í lím-