Öldin - 01.03.1896, Síða 28
60
ÖLDIN.
Þeir höfðu nýlega étið sig sadda af pödd-
um og æddu saman með ofsagrimd. Á
hverjum tveimur eða þremur mínútum
skildu þeir hanana, báru meiri svertu á
lappirnar á þeim, og slógu ]peim svo laus-
um aftur á vígvellinum. Eftir tuttugu
mínútna sókn höfðu hanarnir margkrassað
ofan í hvern fingurgómsstóran blett á papp-
írnum og var þeim þá gefin lausn. For-
maðurinn tíndi saman arkirnar, númeraði
þær og klóraði svo eins líkt Greeley’s skrift
og hann gat efst á 1. blaðið þessi orð, sem
fyrirsögn greinarinnar : “ Augsæ skylda
congressins,” svm merkti hann alt saman :
“Brevier—tvær milliskotslínur,” og liengdi
svo syrpuna á handritakrókinn !
Eftir litla stund fóru prentararnir að
tínast inn, en þeir voru allir búnir að frétta
hvað til stóð, sáu arkirnar moð hanafdrun-
um og — þeir sneiddu hjá þeim, en leit-
uðu að öðrum handritum. Að tímakorni
liðnu kom Larkway labbandi. Hann hafði
rétt lokið við að gera sér nýja pípu úr ein-
um stærsta maisstönglinum ú.r Cayuga-hér-
aði, og úr illilega boginni svínsrófu frá
Brattleboro í Vermont. Var hann því, að
okkur virtist, venju fremur “upp með sér.”
Hann skar í pípu sina, slóg eldi í tóbakið,
setti upp gleraugun og gekk svo að hand-
ritakróknum.
“Hey ! Þið eruð í feluleik enn, piltar,
er ekki sem rnér sýnist ?” sagði hann,
“Hræddir við handrit gamla mannsinsenn,
Hey! Treystið ykkur illa að glíma við
það, en skiijið það eftir handa Larkvvay
gamla, eða hvað ? En það gerir ekkert til.
Mér þykir vænt um það. Þið gerið mér
þægt verk þegar þið eftirlátið mör hand-
rit hans.”
Svo tók hann hina “ augsæu skyldu
congressins,” gekk yfir að kassa sínum,
slengdi örkunum niður á efri lcassann,
fcrgði þær undir handfylli af milliskotslín-
um og tók upp hakann. Prentaramir all-
ir héldu niðri í sér andanum til þess að
skellihlægja ekki, því nú áttu þeir vissa
von á að sjá gamla stcingervinginn mátað-
ann — loksins. En ég sver það við sann-
leilcsgyðjuna, að hann fór að setja — setja
eftir hanaförunum!
Já, hann virkilega fór að setja. En
við lok annarar línunnar í hakanum kom
vandræðasvipur á liann. Nú vorurn við
sannfærðir um að sigur okkar var í nánd.
En það varð nú ekki af' því. Ilann bara
blótaði dálítið, Jagði frá sér hakann, sló
öslcuna úr pípunni, fylti hana aftur og
kveikti í með strcngsli af hisminu utan á
henni, tók hakann aftur og — hélt áfram
að setja. Það fór að verða lítið úr okkur.
Eg held það hefði mátt hnoða okkur öllum
í eina liattöskju, svo litlir urðum við.
Karluglan, þessi eldgamli hellisbúi, spann
sig áfram og leit einu sinni ekki upp fyrri
en hann var koininn nærri því neðst á
seinustu síðuna. Ilann strandaði þar loks-
ins, á bletti þar sem annar haninn hafði
slegið vængfjöður niður á pappírinn, cn
hún einnig mökuð í svertu. Karl var
lengi að rína í þessa klessu, en sagði að
lyktum við formanninn :
“ Skollinn taki það ! Það getur kom-
ið fyrir okkur alla að uppgefast við eitt-
hvcrt orð, endur og sinnum. Ilvaða orð
heldur þú að þetta sé ?”
“Blessaður spurðu mig ekki!” svar-
aði formaðurinn. “Þú veizt að ég get ekki
lesið þetta klór. Farðu bara til gamla
mannsins sjálfs og spurðu hann !”
0g Larlcway gamli lagði af stað og
virtist okkur andlit hans í lengra lagi, svo
alvörugefinn var hann, með blaðið í ann-
ari liendinni en pípuna í hinni. Hann fór
inn til Grceley’s og sagði við liann^ hálf-
feimnislega: “Mr. Greeley ! Eg er
strandaður! Hvaða orð er að tarna ?”
Greeley þreif af honum blaðið óþoi
inmæðislega, horí'ði á það um stund og
sagði siðan, í enda mjórri og hvellari rónii
en venjulega :
“ Uneonstitutional,* Sir /”
*) Gegnstríðandi stjórnais'a'ánni.! :