Öldin - 01.03.1896, Qupperneq 30

Öldin - 01.03.1896, Qupperneq 30
62 ÖLDIN. livar sem á hann var litið, en viðbjóðsleg- ur engan vegin. Þannig leizt mér 4 Verlaine einmitt þegar hann hafði náð sínu hæzta stigi í ijóðagerðinni — unnið sér ævarandi minn- ingu. Hann var blátt áfram og barnaleg- ur og tók með barnslegu sakleysi á móti hverjum þeim skildingi, er komumaður skildi eftir á hyllu hjá honum. Iiann tal- aði ensku vel og var að mér virtist stoitari af því en nokkurn tíma kvæðum sínum, sem auðsætt er að hafa komið honum að litlu liði í efnalegu tilliti. Áður en ég kvaddi hann las hann mér kvæði, er hann þá nýlega hafði ort í minningu um 50 ára afmæli sitt. Þegar ég fór stóð hann í dyr- Unum með lampann í hendinni og lýsti mór niður stigann, og eftir honum þar, í nátt- klæðunum með rauða nátthúfu á höfðinu, man ég á meðan ég lifi. Nú er liann ekki meir. Og fyrir hann er gröfin engan veg- in óaðgengileg, eftir skólana á Englandi, og hanabjálkaloftin, failgelsin og spítalana í Tarís!” * * * Til sambuiðar við þennan ólánsmann sem kvað svo mikið og vel í flokki dreggj- anna i þjóðasamsteypunni í París og sem hann vitanlega aldrei fékk neitt fyrir, er fróðlegt að líta á hvað önnur skáld hafa fengið fyrir einstök kvæði sín. Fyrir kvæðið “ Ciiilde Harold ” fékk Byron $20,000; fyrir “ T)on Juan” $15,000. Fýrir “Lalla Bookh” fékk Tliomas Moore $15,750; fyrir saf'nið : “ Irish Melodies” $45,000. Á seinni árum voru tekjur Tennvsons fyrir skáldskapinn út af fyrir sig $40—50 þúsundir á ári, þó hann fyrst frainan af hefði sem ekkert uj>p úr Ijóða- gerð sinni, ekki einu sinni að hann fengi nokkuð fyrir önnur eins kvæði eins og “ Maud ” og “ In Memoriam.” Fyrii- rit- verk sín öll, í bundnum og óbundnum stíl, fékk Sir Walter Scott II milj. doilars. Fýrst framan af fékk Longfellow litið sem ekkert fyrir kvæði sín, en fetaði þannig á- fram að hann fékk að síðustu $20 fyrir hverja einustu línu (í kvæðinu “The Hanging of the Crane ”), og lét eftir sig 350 þúsund dollars virði af eignum. Enda Whittier, ekki alþýðlegri en hann er, lét eftir sig 200 þús. dollars vii’ði af eignum. — Það sannast á Verlaine málshátturinn : “Sitt er hvað, gæfa og gjörfugleiki.” Nýr verkahringur. Rithöfundar og skáld hafa, eigi all- sjaldan kvartað yfir því í seinni tíð að út- gefendurnir, sem kosta prentun á bökum þeirra, fái meginhlutann af öllum ágóðan- um. Þess vegna haía rithöfundarnir ekki ósjaldan talað um það á síðastl. 2—3 árnm að þeir sjálflr þurfi að takast í fang útgáfu- kostnaðinn. I París var myndað félag í þessu skyni fyrir eitthvað ári síðan. Á- kveðnir menn mvnda dómnefnd, sem ies öll handrit, sem bjóðast. Þyki handrit.ið þess virði að prenta það, gcfst höfundinum tækifæri til að fá það prentað fyrir ákveð- ið gjald. Enn sem komið er veit almenn- ingur ekki hvernig þetta fyrirtæki hepnast- Á Englandi hafa rithöfundar talað um á- þckt samvinnufélag, en ekki er það mynd- að enn. En þar hefir nú einn maður út af fyrir sig, Robert Buchanan, kej’pt sér prentsmiðju í því skyni að gefa út skáld- skap sinn sjálfur. Er hann nú að gefa út sitt fyrsta Jjóöasafn og segir hann að bók- salarnir hafl nú þegar pantað svo mikið upplag, aðágóðinnafþví borgi allan ko3tn- að sinn við útgáfuna. Ilvað sem hann sei- ur meira segir liann að verði hreinn ágóði ogfullyrðir hann að ágóði sinn af þessari fyrstu bók verði meir en helmingimeirien ef hann hefði selt einhverju prentfélaginu handritið.

x

Öldin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Öldin
https://timarit.is/publication/147

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.