Öldin - 01.03.1896, Síða 32

Öldin - 01.03.1896, Síða 32
64 ÖLDIN því sjálfu. Ormurinn sem eyðileggur sveskju-uppskeruna í austurhéruðum lands ins er ekki til í Caliíornia og er því að þakka, að þar kemur helzt aldrei deigur dropi ú'- lofti frá því í Maí þangað til. í November. Og af því hvassviðri eru sjald- gæf og sólarhiti ekki brennandi í Santa Clara-dalnum, þrífast sveskjurnar ijómandi vel og eru áferðarsléttari og fegurri en úr flestum öðrum héruðum. Þegar uppskeru- tíminn kemur er “ handagangur í öskj- unni.” Þá er gagn að menn eru hand- fijótir, enda eru það einlcum unglingar og kvenfólk, sem fengið er uil að tína sveskj- urnar af trjánum. Meðal-kostnaðurinn við hverja ekru af sveskjutrjám er um $30, að meðtöldum þeim kostnaði öllum, er hirð- ingin eða uppskeran hefir í för með sér. Meðaluppskeran af ekrunni er 8 tons, í góðu meðalári, en meðalverðið sem eig- andinn fær fyrir tonnið er $30. Ágóðinn af hverri ekru er þess vegna um $210. “ Ónógur svefn er eitt skaðræði nútímans,” segir “State Medical Journal” í New York. “Ónóg hvíld fyrir taugakerfið og sérstaklega heil- ann, framleiðir liraparlegt ástand bæði á sál og líkama. Þreyta, óstyrkur og þar af leiðandi æsingar, og alls konar andleg ó- regla, er óðum að koma í stað löngunar- innar til að vinna, í stað lieilsu og hrevsti og viljans til að byrja á nýju ognýju fyrir- tæki. Ef hvítvoðungur er heiibrigður sef- ur hann mikinn hluta tímans nokkrar fyrstu vikurnar. Og fyrstu árin eru for- eldrar yfir höfuð til með að lofa börnunum að sofa eins og þau vilja. En þegar þau eru G—7 ára, þegar skólalærdómur þeirra t;r byrjaðui’, er þessi skynsamlega meðferð á enda. Það er þá byrjað að takmarka svefninn og er því haldið áfram til fullorð- ins ára. Þegar barnið er 10—11 ára fær það ekki að sofa meira en 8—9 klukku- stundir, í stað þess sem foreldrarnir ættu að ganga ríkt eftir að þau svæfu ekki minna en 10—11 klukkustundir. Alt að tvítugs aldri þurfa unglingar að minsta kosti 9 stunda svefn á sólarhringnum. Og full- þroskað fólk ætti aldrei að hafa minna en 8 stunda svefn. Athugasemd. í æfisögn-ágripi próf. B. H. Gunnlög- sens í Desemberblaði Aldarinnar, hefir slæðst inn leiðinleg ritvilla. Þar segir að hann sé Gunnlögsson, o. s. frv., þar sem ætti að vera Stefánsson Gunnlögssonnr. Nafn móður hans var ekki tilgreint í þessu ágripi og er því um að kenna, að vér höfðum aldrei lieyrt það, eu enginn í grendinni, svo kunnugt væri, sem gæti frætt oss um það. Þó seint sé, látum vér þess því getið nú, að móðir próf. Gunn- lögsens var frú Ragnhildm Gröndal, í sambandi við þetta má geta þess, að próf. G. hefir fengið sig saddan af umtali i blöðunum um undanfarinn tíma. í bréfi til vor nýlega kveðst hann vera hálfeyðilagður yfir þeirri æfisagnadrífu úr öllum áttum, sór- staklega af því of mikið sé gert úr einu, en of- lítiðeða ekkert úr ööru, sem verðara væri að fært væri í frásögu. Moðal annara blaða vestra, sem flutt hafa mynd af honum (ekki sams konar mynd sem birtist i Öidinni) og æfisöguágrip, eru : “Skírnir,” mánaðarblað Norðmanna í Taooma, og “Wasbington Edu- cational Review ” í Tacoma. Loiðréttin<rar : O í kvæðum eftír Stephan G. Stephansson 1—2. blaöi Aldarinnar þ. á., eru þessar villur : Hesla-vímr : 10. er. 2. hend.: “of gömul saga,” á að vera : afgömul saga. 16. er. 2. hend.: “héöan að nauma,” á að vera : hjeðanaf navrna. Mannsöngur (ú að vera Mansðngur): 1. or. 6. hend.: “Að afturlukta grafarhlið,” á að vera : Ið afturlukta grafarhlið. 5. er. 2. hend. “hvelft of breitt,” á að vera : hvelft og hreitt. Jvla-vaka: 11. er. 4. hend.: “Ættu manna-kyni,” á að vera : Öllu mnnna-lyni. Efni ; St. G. Stepiiansson : Tólf kvæði [Hirðinginn — Vikastelpan— Móðir jörð —Hervör á haugi Angantýs — Falíegu augun—Elg-Fróði—Smalarnir—íslands- minni — Vor-blómstur — Grobbarinn—• Flokks-pólitík — Veður-vísa.J — S. Jó- hannsson : Vonin um vorið. — B. R. Atkins : Málmleitandinn. — Sitt F. Franicland : Matabelaland.—Agassis- vatn.—Hóflaust spaug.—Hayden Car- oth : Handrit, Greeley’s. — Fróöleiks- molar.—Athugasemd.—Leiðréttingar. Ritstjóri : Eogert .Jóhannsson. Heimskrinola Prtg. & Publ. Co.

x

Öldin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Öldin
https://timarit.is/publication/147

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.