Öldin - 01.10.1896, Blaðsíða 1

Öldin - 01.10.1896, Blaðsíða 1
Olclim. Entered at the Winnipeg Post Office as second class matter. IV., 10. Winnipeg, Man. Oktober 1896. Frelsisbaráttan á Cuba. Eftir Fidel G. Pierba. [í Frank Leslies Popular Monthly.] [Áður en byrjað er á eftirfylgjandi ritgerð nra þetta styrjaldanna og harðstjórnariunar Keimkynni, er fáorð lýsiug eyjarinnar ef til vill fróðleg fyrir suma af lesendum vorum og því setjum vér hana hér. Eyjan Cuba (Kjú-fta/i) er að flatarmáli á- líka stór og ísland (er 4B.220 ferliyrningsmilur að flatarmáli), en þá er líka þeim samanburði lokið, því hvað lögun snertir og landgæði, er mismunurinn engu minni en hann er að því er snertir loftslag á Islandi og Cuba. t>að má máske virðast, að samanburður gæti einnig átt sér stað að því er snertir stjórnarfyrir- komulag, en það er ekki. I samanburði við harðstjórnina, þrælkunina á Cuba, er sem næst alfullkomið stjórnfrelsi á Islandi. Blóð- kaldir, seinir og þunglamalegir eins og ídend- ingar eru í samanburði við þessa miðjarðar- búa, mundu þeir ekki degi iengur þola svipu- ólina, sem öld eftir öld hefir marið hold og taugar Cubamanna. En þetta er út frá efn- inu. — Eyjan Cuba er öll á langveginn og liggur aðallega frá vest-norðvestri til anst- suðausturs. Mest er lengd hennar um 700 enskar milur, en mest breidd ekki nema um 130 og víðast hvar miklu mjórri,— mjóst tæp- ar 30 mílur. Afstaða heunar er sú, að hún liggur milli 19. og 23. norðurbreiddarstigs og 73. og 8). vesturlengdarstigs. Sundið milli Elorida-skagans og eyjarinnar er mjóst um 130 milur og sundið milli vestur-hyrnu eyjar- innar og Yueatan-skagans í Mexico er mjóst um 90 mílur. Ejrjan er hæðótt og eftir mið- biki hennar liggur fjallabálkur frá einumenda til annars, að heita má. Eru hæztu tindar þeirra hafnir nær 8000 fetum yflr sjávarmál. í grend við sjóinn er landið í heild sinni lágt og votlent, þó einkum kveði að því á norður- strönd eyjarinnar. Flæðir sjórinn þar víða langt á land upp, um stórgresi og sef allskon- ar og liggur þar eftir í kerum og tjörnum. Þar er loftið þess vegna mjög svo óholt og banvænt alveg öllum norðurlanda þjóðum. Skógur mikill er á eynni hvervetna þar sem landið er ekki ræktað og málmur er talsverð- ur í fjöllunum, en kopar er eina málmtegund- in sem enn er numin og linkol nokkuð. Jarð- vegurinn er frábærlega frjósamur og framleið- ir helzt allan jarðargróða og alla ávexti, sem framleiddir verða í miðjarðarlöndum, og það í ríkum mæli. Aðal-framleiðsla á seinni árum, er, eftir upptaldri röð : Sykur, tóbak, kaffi, hrísgrjón, suðræn aldini allskonar. — Ibúar eyjarinnar eru um 2 miljónir talsins og er helmingur þeirra, eða um það bil, af spænsk- um ættum, en hitt eru svertingjar (nú allir frjáisir, — hinum síðustu veitt frelsi 1890), Indiánar og Kínverjar. Eyjunni er skift í þrjú stjórnarumdsémi, en alvaldur á allri éynni er undir-konungur Spánverja, sem kall- aður er tCaptain-General. Höfu^borg eyjarinn- ar er Havana, á norðurströnd eyjarinnar nærri vestast, og telur um 250,000 íbúa]. Það cr þyngsta þraut’n, þegar ræða skal um Cuba-málið, að sýna frarn á svik- in og gabbið, scm Spánarstjórn heflr háft í frammi öld eftir öld, í þeim tilgangi að breiða ofanyflr sannleiltann og undireins til að hylja æruleysisbrögðin í nýiendu- stjórnaraðferð sinni. Útfarnir eins og þeir eru í ðllum brellum, þrællyndir, Jiugs- unarlausir alveg um hvað rétt er eða rangt, gráðugir fram úr hófi og ágjarnir eins og þeir eru, hafa spænskir valdsmenn æfin-

x

Öldin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Öldin
https://timarit.is/publication/147

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.