Öldin - 01.10.1896, Blaðsíða 4

Öldin - 01.10.1896, Blaðsíða 4
148 ÖLDIN. arsjóðinn bókstaflega allan ágóðann, held- ur einnig talsverðan hluta af því, setn mönnum bar fyrir vinnu sína á ökrunum. Árið 1762 hertóku Bretar borgina' Havana og héldu henni í elleíu mánuði. Á meðan þeir sátu þar slógu þeir öllum hliðum hennar opnum fyrir erlendri verzl- un. Yar það í fyrsta skiftið að eyjarbúar fengu tækifæri til að meta áhrifln og ágóð- ann af almennum viðskiftum. En ekki höfðu þeir fyr framselt Spánverjum borg- ina aftur, en hið gamla spænska fyrirkomu- lag gekk í gildi. Á þessum hveitibrauðs- dögum sínum, á meðan borgin var í hönd- um Breta, höfðu eyjarbúar opnað svo aug- un, að þeir tóku ekki hinu gamla fyrir- komulagi með þökkum. Þeir þoldu ekki lengur einræningsháttinn og samgöngu- leysið, en fóru að brjótast um og biðja um bætur með ákafa. Þó höfðu þær tilraunii allar engan árangur fyrri en kom fram á þessa öld. Samfara þessari þrá eftir sam- göngum og víðskiftum, kviknaðinú einnig mentaþrá í brjósti allra megandi Cubá- manna. Á eynni var engin mentastofn- un, er uppfylt gæti kröfur þeirra í því efni og leiddi af því, að æðimargir unglingar voru sendir á æðri mentastofnanir í Banda- rikjum. Spánarstjórn leizt ekki á þessar aðfarir, — þótti þetta bæði ósæmilegt og skaðlegt. Árið 1799 kom því út í Madrid konungleg tilsKipun þess efnis, að Cuba- menn slcyldu taldir á að hætta við þetta fyrirtæki, sem ekki gæti haft nema ilt eitt í för með sér. Árið 1828 var samskonar tilskipun geíin út á ný og var þá miklu strangari en áður. Var þar ákveðið, að foreldrar, sem ekki hlýddu hinu konung- lega boði, skyldu sæta hegningu, að allir unglingar frá Cuba, sem þá væru í Ban.da- ríkjum, skyldu þá tafarlaust fluttir heim til eyjarinnar. Ennfremur var ákveðið að þeir sem mentun hefðu fengið í Bandaríkj- um, skyldu framvegis háðir eftirliti liig- reglunnar, er nákvæmlega skyldi athuga öll orð þeirra og athafnir. Eins og þegar hefír verið vikið á, hafði Spinarstjórn látið eyna algerlega af- skiftalausa í þrjú hundruð ár, — afskifta- lausa að öðru en skattheimtu. En svo byrj- aði fjórða öldin, og breytni “móðuiinnar” við “börnin” á þeirri öld má lýsa með fá- um orðum. Þar var þá ekki um að gera annað en hræðilega kúgun og rán. Það er öld samsæris, upphlaups og styrjalda, sem hin óþolandi harðstjórn ein er orsök í. Ein uppreistin átti sér stað 1823, önnur 1826, þriðja 1828, fjórða 1830, fimta 1848, sjötta 1850, sjöunda 1851, áttunda 1855. Níunda uppreistin hófst 1868, er umhverfð- ist í framhaldandi tíu ára styrjöld, — til 1878. Tíunda uppreistin atti sór stað 1879, ellefta 1885 og hin tólfta og hin síðasta, sú er nú stendur yflr og sem hafin var 24. Febrúar 1895. Það má gera sér hugmynd um hvað þessi eilífi órói, enda stórvaxnar styrjaldir, þýða, þegar athugað er, að Cubamenn eru langt frá því að vera herskár þjóðfiokkur. Og þeir eru langt frá því að vera herskáir, eru þvert á móti sérlega friðelskandi og gæflyndir. Jafnvel Spánverjar sjálfir hafa viðurkent það og það oftar en einusinni. Einn Cuba-governorinn, Yargas hershöfð- ingi, hafði það fyrir orðtak, að hann þekti engan þjóðflokk sem jafnauðvelt væri að að stjórna, eins og Cuba-mönnum. “Verið kurteisir við þá,” sagði hann, “og látið þá stunda störf sín óáreitta; leyfið þeim að skemta sér á þann hátt, er þeim sýnist, og má þá gera við þá nærri alt sem manni sýnist.” En svo vita Cubamenn samt ekki hvað það er að vera óhultir og lifa í friði og ró. Þeir hafa ekki átt kost á að nema það undir stjórn Spánverja. f þess stað hafa þeir verið þrælar grimmlundaðra her- stjóra, æfinlega kvíðandi og hræddir við hin þrællyndu yflrvöld, er ekki viðurkendu neitt réttlæti, en sem fóru með líf og eignir

x

Öldin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Öldin
https://timarit.is/publication/147

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.