Öldin - 01.10.1896, Blaðsíða 7

Öldin - 01.10.1896, Blaðsíða 7
ÖLDIN. lbl fús til að gera hvorttveggja: Hafna öll- um tillögum sem fóru fram á breytingu og fótumtroða alt réttlæti, ef hún með því gæti aukið tekjur sínar. Mótbárur Cuba- manna allar, höfðu ekkert að segja. Þeim var varpað í haf gleymskunnar með fyrir- litningu. Kröfur einveldisfélaganna aftur á móti voru meðteknar með fögnuði og bænir þeirra veittar. Og alt af síðan hefir þessi félagsvinna haldist með einveldisfé- lögunum og stjórninni. Sitt í hvoru lagi hafa þau haldið áfram að féfletta Cuba- menn, takmarkalaust og miskunarlaust. Renni maður nú augum yfir sögnna, rekur maður sig á stjórnarskipun, sein út kom í Madrid 28. Marz 1825. Efni hennar er á þessa leið: “Hans hátign, vor lierra, konungur- inn, af einlægum vilja til að fyrirbyggja v&ndræðin, sem undir sérstökum kringum- stæðum gætu leitt af deildu valdi og af af- skiftum ýmsra manna, er úrskurðarvald hafa; og í þelm tilgangi einnig, að viðlialda sínu lögmæta konunglega valdi og við- halda friði og spekt með lögmætri aðferð á þessari dýrmætu eyju, — í þessum til- gangi hefir hans hátign ákveðið, sam- kvæmt tillögum ráðgjafa sinna, að veita yður, æruverði herra, hið fullkomnasta og ótakmarkað vald til þess, ekki einungis að reka burtu af eyjunni einn og sérhvern mann í opinberri þjónustu, hvaða helzt stöðu sem hann hefir, hverrar stéttar sem hann er og í hvaða helzt kringumstæðum sem hann er, svo framarlega sem breytni hans, opinberlega eða heimuglega, þykir viðsjárverð. Jafnframt hafið þér vald til að ráða menn og taka í þeirra stað, sem víst er að eru trúverðugir konungsinnar og sem verðskulda algert traust yðar, æru- verði herra. Ennfremur hafið þér vald til að úrskurða hvert framfylgt skuli eða fram- fylgt ekki staðfestum lögum eða reglu- gerðum, hverrar helzt tegundar sem eru, áhrærandi stjórn á eyjunni eða eyjar-mál. í þessu efni farið þér, æruverði herra, eftir því einu sem yður virðist heppilegast og konungssjórninni hollast.” Þessi konunglega tilskipun hefir aldrei verið numin úr gildi, en er í fullu gilii enn. Þetta er grundvailarlaga grein, sem öll stjórn á Cuba byggist á ætið síðan. Enginn persneskur liarðstjóri, enginn “kon- súll” Rómverja, hefir nokkru sinni haft meiri, takmarkalausari völd. Það væri gersamlega ómögulegt að gefa einum manni meiri völd. Þessi undir-konungur hefir jafnvel vald til að leggja til síðu hvaða helst lög sem er og sem konungur- inn sjálfur hefir staðfest. Hann hefir æðst vald í hermálum og æðst vald í öllum þjóðfélagsmálum. Hann er löggjafinn og æðsti dómarinn í öllum málum undir eins. Hann býr til lögin, útskýrir þau, beitir þeim og hefir einn alt framkvæmdarvald á hendi. Tilskipanir hans allar byrja æfin- leg með þessum orðum : “Eg býð og skipa” og þeim boðum og skipunum verða menn að hlýða möglunarlaust og án alls undan- dráttar. Þessu hófiausa valdi hafa undir- konungarnir svikalaust beitt til þess að stjórna eyjunni með járnhönd. Hafi minsti grunur kviknað, — enda fyrir fordóma eða óvináttu einungis — hafa þeir tekið menn og hnept í fangelsi án þess að sýna iit á að rannsaka málið, rekið þá af eyj- unni, eða dæmt þá til þrælkunar í glæpa- manna-bygðum Spánverja í Afríku. Eða heir hafa blátt áfram látið skjóta þá! Hvorn veginn sem þeir hafa tekið, hefir það að auki fylgt, að eignir hinna happasnauðu manna hafa verið gerðar upptækar, svo fjölskyldur þeirra hafa farið á vonarvöl. Það er ekki til á Cuba einn einasti ættbálk- ur, sem ekki hefir mátt sjá á bak einum eða fleiri af sínum í útlegð, í þrældóm, eða í gröfina, fyrir ofsókn harðstjóranna á síðast- liðnum 70 árum. Þar sem Cubamönnum þannig hefir verið bannað að sýna mótþróa heima hjá

x

Öldin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Öldin
https://timarit.is/publication/147

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.