Öldin - 01.10.1896, Side 5
ÖLDIN.
149
eyjarbúa eins og væri það þeirra eigin
lausafé.
Athugum nú sögu Spánverja á þessari
öld nokkuð n'nar. Til að byrja með aná
geta þess, að á stjórnarárum Philippiisár
annars Spánarkonungs, á 16. öldinni, var
stjórn Spinar umhverft í algerða harðstjórn
og hólzt það fyrirkomulag fram yfir síð-
ustu aldamót. Árið 1808 óð her Napoleons
suður um skagann og var þá Spánarkon ■
ungur liertekinn og fluttur til Frakklands,
þar sem lionum var haldið í fangelsi. Til
að vcrja ríkið gegn árásum erlendra þjóða,
var mynduð “þjóðnefnd”, semhafði stjórn-
ina á hendi í fjarveru konungs. Árið 1810
kvaddi þcssi nefnd menn á þjóðþing og
heimilaði mönnum í spænsku nýlendunum
í Ameríku að kjósa fulltrúa og senda á
þjóðþingið. Sendu Cuba-menn þá tvo
menn á þing. Tveimur árum síðar (1812)
samþykti þjóðþingið stjórnarskrá. í fyrstu
grein hennar voru þau ákvæði, að hin
spænska þjóð samanstæði af stofnþjóðinni
á Spáni og ölluvn afkomendum þeirra og
samþegnum hvar sem væri í spænskum
nýlendum véstan Atlantshafs. Með þessum
ákvæðum var Spánverjum öllum í nýlend
unum veittur rettur til að senda fulltrúa á
þjóðþingið spænska. Þessi stjórnarskrá
var numin úr gildi undir eins þegar hinn
þræilyndi, skammsýni Ferdinand VII.
kom til ríkis, — 1814. Fn svo var hann
ncyddur til að staðfesta stjörnarskrána,
eftir sex ára styrjöld og hræðilegt blóð-
bað. 0g þá, að stjórnarskránni viðtekinni,
sendu Cubamenn fjóra fuiltrúa á þjððþing-
ið. En svo reyndist þessi sigur framfara-
mannanna skammvinnur. Stjórnarskráin
var á ný numin úr gildi árið 1823. Ríkti
þá konungurinn einvaldur til dauðadags,
árið 1833. Að honum látnum Var þegar
viðtekin ný stjórnarskrá, en skammlíf varð
hún, því 1836 var stjörnarskráin fyrsta,
sú frá 1812, viðtekin í þriðja skiftið. Cuba-
menn tóku sig til enn og kusu menn á
þjóðþing,— fjóra saman. Þrír þeirra komu
til Madrid í byrjun ársins 1837 og fram-
vísuðu skilríki fyrir, að þeir væru iöglega
kosnir. En svo var þeim þá neitað um
sæti á þingi! Af hvaða ástæðum ? Það
er löng saga að segja, en aðal-atriði henn-
ar eru á þessa leið :
Ilinn spænski þingmaður, Senor San-
cho, sem verið hafði í nefndinni, sem
kvaddi þingið til setu, sagði í ræðu á þingi
3. Apríl 1837: “Því er haldið fram, að
stjórnin hafi skift um skoðun. Sumir þing-
mennirnir máske álíta að svo só virkilega.
Ég álít að það só samt ekki og það er
enginn þeim málum kunnugri en ég.
Stjórninni kom aldrei til hugar að menn
frá Ameríku yrðu kvaddir til þingsetn.
Þvert á móti hefir stjórnin æfinlega litið á
það tiltæki sem skaðræði, er nauðsyn bæri
til að fyrirbyggja sem fyrst. Hvað var
það, sem stjórnin afréði þegar fyrst kom
til tals að hafa fulltrúa á þinginu frá Ame-
ríku ? Fyrst það, að stjórnarskráin skvidi
ekki ná til nýlendnanna, og annað, að full-
trúar þaðan skyldu svo fáir, sem framast
mætti verða. Stjórnin gerði þannig sitt
ýtrasta til að draga úr þessu skaðræði. Að
hún afróði ekki að undanþiggja Ameríku-
menn áhrifum stjórnarskrárinnar algerlega
kom til af því að alþýða liafði ekki lengið
neina fasta skoðun á þvl máli. En henni
var Ijóst að allir menn, sem nokkra virki-
lega þekkingu höfðu á málinu voru and-
vigir því, að nýlendumenn yrðu settir á
sama bekk og Spánverjar, þar sem ástæð-
ur allar væru svo ólikar.” Af því þing-
menn margir andæfðu þessum aðskilnaði
var nefnd skipuð til að rannsaka málið og
og leggja þingi þau ráð, er nefndarmönn-
um kæmi samari um að væri gerlegt og
rétt. Nefndarálitið kotn á sínum tima og
var þess efuis, að eftir nákvæma yflrveg-
un málsins ráði nefndin til, “að framvegis
verði nýlendum Spánverja í Araeríku og
Asíu stjðrriað með sörstökum lögum, og að