Öldin - 01.10.1896, Blaðsíða 6
150
ÖLDIN.
fulltrúar nýlendurnanna eigi ekki sæti á
þjóðþingi Spánverja.” Þetta nefndarálit
var viðtekið á þingi og voru Cubamenn
með því sviftir rétti til að senda fulltrúa á
þingið í Madrid.
Á þessu tímabili höfðu gerst tilkomu-
miklar breytingar á Cuba, bæði að því er
snertir stjórnmál og félagsskap allan. At-
hugi maður þær breytingar með gætni,
verður augsýnilegt að til voru aðrar á-
stæður fyrir útilokuninni frá hluttöku í
stjórnmálum Spánverja, en þær sem nefnd-
in bar fyrir á þinginu.
Ilinir tveir flokkar livítra manna á
Cuba, þ. e., Spánverjar og innfæddir eyjar-
menn, höfðu búið saman í bróðerni til þess
um 1820. Friður og eindrægni hafði ríkt
til þess tíma, að því er snertir samkomu-
iag þessarar tveggja flokka. En fyrir að-
gerðir og áhrif hinnar spænsku stjórnar
og hinna spænsku einvaldsfélaga tók þetta
bróðurþel smámsaman að þverra. Breyt-
ingin í þessu efni var geysimikil og eng-
inn einn maður stuðlaði eins mikið til að
dreifa eins og Tacon hershöfðingi, — einn
hinn grimmasti harðstjóri, sem nokkru
sinni heflr haldið stjórntaumum á eyjunni.
Þessi maður tók við stjórn á Cuba árið
1834. Hann gerði alt sem unt var til að
auka flokkadrátt og fjandskap milli eyjar-
manna og Spánverja og honum tókst það
svo vel, að þegar hann fór til Spánar aft-
ur, kvað svo mikið að fjandskapnum að
nærri lá að hver flokkurinn ofsækti annan
opinberlega. Spánverjar og einvalds-
verzlunarfélög Spánverja íylgdu stjórninni
að málum allstaðar og í öllum greinum.
Þessir menn meira að segja réðu ekki ó-
sjaldan að miklu leyti gerðum stjórnarinn-
ar. Cubamenn aftur á móti höfðu engin
áhrif og voru þrælkaðir og smánaðir. Það
var farið með þá eins og hertekna menn,
sem engan rétt hefðu og verðskulduðu ekki
minstu umönnun.
Hefðu Cubamenn átt fulltrúa á þjóð-
þinginu í Madrid, hefði stjórnin og ein-
valdsfélögin ef til vill átt örðugra með að
lögleiða alt sem þeim datt í hug. Mót-
spyrna hefði þá verið vls og völd einveld-
isfélaganna máske verið takmörkuð. Eins
og þá var stjórnarfyrirkomulagið á eynni,
eins og síðar mun sýnt, var hægðarleikur
að kefja niður kvartanir og mótþróa Cuba-
manna. En á þinginu hefði ekki verið
hægt að hefta tungu fulitrúa eyjarmanna.
Og Spánverjar vissu ósköp vel, að menn
þaðan voru færir menn, fyllilega jafnokar
hinna færustu, er Spánverjar sjálfir gætu
sént á þing, og að mannorð þeirra var að
sama skapi. Auk alls þessa var sýnilegt,
að hluttaka í þingmálum mundi hafa. frjáls-
legri stjórn á Cuba í för með sér, en það
gat verið skaðlegt fyrir einveldisfélögin
og enda Spánarstjórn sjálfa. Einveldis-
félögin þess vegna lögðu sig fram til að
andæfa öllum breytingum á stjórnarfyrir-
komulaginu og höfðu S því efni ósvikið
fyigi Tacons hershöfðingja. Hann vildi
einvalda herstjórn og ekkert annað og sat
sig aidrei úr færi að sýna stjórninni í Mad-
rid fram á, að Cuba væri á augnablikinu
og að eilífu glötuð Spánverjum, ef í nokkru
væri breytt stjórnarfyrirkomulaginu. Og
það var líka sannast, að það var ekki hægt
að hugsa betri röksemdaleiðslu, til að gagn-
taka stjórnina og fyrirbyggja stjórnarbót.
Um undanfarin fjöldamörg ár, höfðu Cuba-
menn látið af hendi raltna stórfé í hina
eilíflega tómu féhirzlu í Madrid. Það lá
lífið á að fá þau framlög og það er auðskilið,
að í Madrid var innileg löngun til að reita
enn fleiri blóðfjaðrir af Cubamönnum, ef
þess væri kostur. Fjármálaráðherra Spán-
verja bar ekki við að dylja þetta í ræðu
sem hann flutti á þinginu 25. Marz 1837,
þar sem hann sagði að hann andæfði öllum
breytingum, sem gætu valdið því að rýrn-
aði hið töluverða tillag þessararnýlendu í
sjóð stjórnarinnar og sem hún væri svo
þurfandi fyrir. Og stjórnin var meir en