Kvennablaðið - 15.06.1895, Blaðsíða 2

Kvennablaðið - 15.06.1895, Blaðsíða 2
34 Fyrir nokkrum árum var mjög mikið rætí í Belgíu um verkmannamálið. Menn komust að þeirri niðurstöðu, að verk- mannavandræðin væri að mestu leyti af einni rót runniu, og til að ráða bót á því, var það álitið eina ráðið, að bæta upp- eldi barnanna, og kenna kvennfólkinu meira að því leyti sem snertir heimilis- störfin og alit hið verklega. Það var á- litið ófært, að hækka laun verkmanna, því með því væri verzlun landsins hætta búin, en væri hægt að lagfæra helztu gallana á heimilisstjórninni, mundi hag- ur verkmannalýðsins brátt fara batnandi, og þeir mundu þá geta lifað góðu lífi af launum sinum. Menn yrðu að læra þrifn- að, sparsemi og hagsýni á heimilinu. Það var tekið til dæmis, að þegar mat- -urinn væri illa tiibúinn, væri ekki nóg með það, að peningum væri eytt til ó- nýtis, heldur væri meltingunni líka spillt; af því leiddi ýmist heilsuleysi, og þar af leiðandi bágindi, eða að menn yrðu skap- illir og þar af kæmu þrætur og ósam- lyndi, sem rækju húsbóndann af heimil- inu út á veitingahúsin, eða til að skemmta sjer á annan ósæmilegan hátt. „Við eig- um að kenna stúlkunum að elda mat- inn, þvo og gera vel við fötin, halda herbergjum vel hreinum og loftgóðum, kenna þeim að fara vel með litlu börnin, að halda öllu á heimilinu í röð og reglu, að vera sparsamar og hagsýnar, og þá munu heimilin taka allmiklum stakka- skiftum, og stúlkurnar, þegar þær verða húsmæður, gjöra heimilin þægilegri, svo að heimilisfeðurnir uni sjer betur heimau. Á þessa leið fórust verkmannamáls- nefndinui í Brussel orð. Til að bæta úr vandkvæðunum við hagi verkmannalýðs- ins, bæði í siðferðilegu og efnalegu til- liti, var það talið eina ráðið, að stofna hússtjórnarskóla víðsvegar um landið. Reyndar voru þar áður hússtjórnarskólar fyrir kvennfólk, enn nú tók stjórnin mál- ið að sjer, stofnaði nýja skóla, breytti fyrirkomulagi þeirra og bætti alla skip- un skólanna. Á þessa hússtjórnarskóla ganga ungar stúlkur á öllum aldri, frá því þær eru 11 ára gamlar. í sumum skólunum er kennt á hverjum virkum degi, í öðrum á einstökum dögum, kvöldum eða sunnu- dögum, eftir því hverir nota kennsluna, hvort það eru stúlkur, setn hafa nægan tíma til námsins, eða fátækar verk- manna konur og dætur, sem ailan daginn eru í verksmiðjum og annarstaðar við viunu. Sumir af þessum skólum standa í sambandi við unglingaskólana, og sækja stúlkur úr efri bekkjum kenusluna tvis- var í viku hálfan dag í senn. Kennslan er bæði verkleg og bókleg. Bóklegu greinarnar eru: heilsufræði, hjúk- runarfræði og heimilishagfræði. Verk- legu greinarnar eru: hirðing á húsum og munum, að þvo og sljetta Ijereft og föt, að sauma, sníða og gjöra við föt, matartilbúningur. í sveitaskólunum er einnig kennt að hirða matjurtagarða og meðferð á alidýrum. Við kennsluna er sjerstök stund Iögð á að kenna reglusemi og sparsemi. Á sumum skólunum er lítið unnið að öðr- um saumum en að bæta og draga í föt, og snúa við og sauma af nýju brúkuð föt. (Meira).

x

Kvennablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kvennablaðið
https://timarit.is/publication/152

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.