Kvennablaðið - 15.06.1895, Blaðsíða 1

Kvennablaðið - 15.06.1895, Blaðsíða 1
Kvennablaðið. I. ár. Reykjarík, 15. júní 1895. Nr. 5. Hússtjórnarskólar Við aðra skóla, í líkingu við einhverja aí (bústýru- og vinnukonuskólar). þessum skólum. Kvennabl. hefir fyrir löngu viljað flytja lesendum sínum grein um skóla þá sem nú eru álitnir hagkvæmastir fyrir alþýðu- stúlkur. En þegar Þjóðölfur í 19. tölu- bl., 10. apr. þ. á., kom með greinina: „Búnaðarskólar fyrir konur“, þótti Kvbl, sem litlu mundi verða við það bætt, eink- um þegar höf. sagðist áður hafa hugsað mál þetta í mörg ár. En með því að höf. gaf sér ekki tíma til að útskýra þetta mál nákvæmlega, af þeirri ástæðu, að þjóðfundurinn á Þingvöllum og þingið sjálft í sumar missti þá af tiliögum hans eða hefði ekki sjeð þær nógu snemma til þess að geta tekið þær til greina, — vogar Kvbl. að hefja máls á þessu efni, einkum vegna þess, að málefnið sjálft er svo nauðsynlegt, að það verður að skoðast rækiiega, og í öðru lagi skoðar Kvbl. siq ekki sem það „autoritet11, sem þjóð og þing sje svo bundið við, að hverja tillögu- verði að taka til greina, sem það hefir meðferðis, þótt hún væri að engu leyti und- irbúin eða útskýrð. — Kvbl. viil því færa lesendum sínum sem ljósasta skýrslu af þessumskólum,tilþess að menu geti sjálfir sjeð og dæmt um, hvort ekki mundi til- tækilegt, að koma hjer á fót kennslu- stofnunum, sjálfstæðum eða í sambandi Á síðari árum hafa víða erlendis ver- ið stofnaðir skólar til að kenna ungum stúlkum allt það, sem lýtur að stjórn og vinnu á heimilinu. Menn hafa fundið til þess, að hinir almennu kvennaskólar full- nægðu ekki þeim kröfum, sem húsmæður og vinnukonur þurfa að uppfylla, og að kvennfóikið fengi ekki og gæti ekki feng- ið þar næga kunnáttu í þeim störfum,. sem flestar þeirra þurfa helzt að vinna í daglegu lífi. Bóklega kunnáttan og fín- ar hannyrðir væru alls ekki einhlítar. Það eru Belgíumenn, sem gengið hafa á undan öðrum þjóðum í þessari grein kvennmenntunarinnar. — Bústýru (og vinnukonu) skólar þeir sem þar hafa ver- ið stofnaðir handa ungum stúlkum, hafa orðið fyrirmynd annara þjóða, og er nú verið að koma þeim á fót í ýmsum lönd- um. Á Norðurlöndum eru þeir fáir enn sem komið er. í Noregi er þó málefni þetta komið á góðan rekspöl, og eru slíkir skóiar víðsvegar þar að komast á fót. Svíar eru líka í byrjun með þá, og eft- ir norskum og sænskum blöðum að dæma, lítur svo út sem þeir eigi mikla fram- tíð þar. En í Danmörku er lítið um slíka hússtjórnarskóla, sem hjer er um að ræða, enn sem komið er.

x

Kvennablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kvennablaðið
https://timarit.is/publication/152

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.