Kvennablaðið - 15.06.1895, Blaðsíða 6

Kvennablaðið - 15.06.1895, Blaðsíða 6
38 og grjónagrautar, hrísgrjónavellingar og og grautar, baunir, kartöflur, gulrófur, kál o. fl. Hrísgrjónagrautur eða vellingur er soðinn yfir eldi eða á olíuvjel ^/e—®/4 kl.t., sje það ekki roinna enn 3 pt., látið svo í heykassann og látið vera þar 2—3 tima. Kartöflur eru látnar komast í vel góða suðu; soðna svo í kassanum í 2 kl.st. Súpa og kjöt er soðið yfir eldi */* klst., og lokið við í heyinu á 3—5 kl.st., eftir því hvað potturinn er stór. Banka- bygg, baunir og kjöt viðlíka lengi. Hey- suða sparar tíma og eldivið. Maturinn verður oft betri. Hann brennur ekki og skemmist heldur ekkert á því, að vera 2—3 kl.st. lengur í kassanum enn nauð- synlegt er. Venjulegast er að setja matinn í hey- ið um morgunverðartíma, svo að hann sje tilbúinn til miðdegisverðar. Þó er ekk- ert að því, að láta mat i kassann að kveldi, sem á að brúka daginn eftir. Hrísgrjónagrautur og vellingur líta oft út eins og þeir sjeu ekki soðnir, þegar potturinn er tekinn upp úr heyinu, því mjólkin situr ofan á. En þegar hrært er upp í pottinum og saltað er, jalnast hann og verður góður. Skyldi maturinn vegna vankunnáttu eða óheppni ekki vera fullsoðinn, verður að skerpa á hon- um á olíuvjel eða yfir eldi. Heykassinn ætti að vetrinum að vera í ekki mjög köldu herbergi. Hættið ekki við heysuðu, þótt hún takist ekki vel í fyrstu. Hún tíðkast víða erlendis og reynist vel. Reynið heldur að sjá gallana og bæta þá. Handavinna. Saumakassi. Hæíilega stór vindlakassi er tek- inn í sundur, svo að öll stykkin eru laus hvort við annað. Svo eru klippt 5 stykki af dökkrauðu eða hárauðu silkiflosi (pliisch) utan á lokið, gafl- ana og hliðarnar, en 7 stykki af fagurgulum silkidúk jafnBtór 1 fóður að innan; 2 stykkin í viðbót af silkidúknum bæði innan og utan um botninn. Stykkin af flosinu og silkinu mega vera hjer um bil % jiuml. stærri enn kassa part- arnir eru. Flosið og silkið er svo saumað saman á þremur hliðunum á ranghverfunni. f flosið, sem á að vera utan á lokið, skal sauma stórt fangamark, eða blómsturgrein með gylltum vír eða gulum saumsilkitvinna. Þegar öll ytraborðs- stykkin og fóðrið er saumað saman, er hverjum hluta snúið við og kassastykkjunum smeygt inn í þá poka, sem utan um þá eru gjörðir, og opið síðan kastað saman. Að því búnu eiu gaflar og hliðar saumað saman (saumurinn sjest ekki í flosinu), enda má, ef fallegra þykir, sauma mjóa silkisnúru yflr samskeytin. Nú er botninn saumaður við, en áður er þó smeygt hæfilega þykkri bómullar- afklippu á milli silkifóðursins að innan og botns- ins. Seinast er lokið saumað við kassann. Svo það detti ekki aftur á bak, þegar því er lokið upp, má festa silkibönd eða silkisnúrur úr því og í gaflana á kassanum. Undir öll horn kassans skal festa litla nagla með gyltum bólum eða haus- um (líkt og söðlasmiðir hafa) fyrir fætur á kass- anum. Þyki fallegra að hafa kassan ,stoppaðan’ innan, má smeygja bómull inn á milli fóðursins og trjes- ins á hliðunum og lokinu, alveg eins og á botn- inum. Hafa má líka lokið úr rúðugleri, sem þá er skorið jafnstórt kassalokinu. Svo er saumaður renningur úr sama efni og kasBinn er fóðr- aður með bæði utan og innan, hjer um bil */s þuml. breiður, utan um enda glerloksins, og aðrar eins rænur á hliðar þess, sem svo skal sauma við ræmurnar á endunum. Lokið er_svo saumað á kassann sem fyr. Auðvitað má nota ódýrara efni utan um kassann, eftir vild og efnum hvers eins.

x

Kvennablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kvennablaðið
https://timarit.is/publication/152

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.