Kvennablaðið - 15.06.1895, Blaðsíða 5

Kvennablaðið - 15.06.1895, Blaðsíða 5
37 að nota það á hverju heimili; maturinn, sem þannig sje soðinn, verði fullt svo góður og hins vegar; hann sje bragðbetri og brenni ekki. Heykassann má búa til úr gömlum kössum og hafa allavega í laginu. Hann getur verið sem „púfí“, stóll eða bekkur, ekki lægri enn 1 alin. í botninn á hon- um skal láta lista, sem haldi við pottinn, þegar hann er settur í kassann, og fylla þar alstaðar á milli með smáu, hreinu vaillendisheyi. Potturinn, sem soðið er í, er settur ofan í kassann, og i kring- um hann troðið 4—5 þuml. þykku iagi af heyi. öjarna má hafa kassann svo langan, að fleiri enn einn pottur komist í hann í einu. Beztir eru fótalausir og botnflatir pottar, en þó má nota hina sje vel um búið. Sjeu pottarnir lágir, botn- sljettir með flötu loki, má iáta 2 hvorn ofan á annan, sje kassinn nógu djúpur (t. d. kaggi eða stór tunna). Heyinu er þrýst vel í kring og hlemmarnir verða að vera vatnsheldir. Þegar potturinn er tekinn úr heyinu, heidur holan sjer, og skal þá samstundis byrgja hana. Efst, yfir pottinum, er koddi, fyltur með smátt hey, ull, moð, bómull, eða fiður, sem er lagður þjett ofan yfir pottinn; lokið á kassanum er á hjörum, og sje nokkurt bil frá koddanum að kassalokinu að inn- an, þegar það er látið aftur, verður það að fyllast með heyi eða ull. Síðan er kassinn hespaður aftur. Bezt er að festa járnbönd á öll horn hans og hafa handföng eða höldur á hliðunum á hon- um. Heiztu regiur fyrir heysuðu: Matar- potturinn verður að vera yfir góðum eldi, svo maturinn kappsjóði í honura. Á pott- inum verður að vera hlemmur, sem fell- ur vei. Það má alls ekki hreyfa hlemm- inn, og suðan verður að vera snörp, þeg- ar potturinn er settur í heyið. Pottur- inn verður að vera fullur eða því nær. Ekki má opna hann fyr enn soðið er til fulls og hann er tekinn úr kassanum. Því meira sem soðið er, þess betra er það. Auðvitað fer suðan af pottinum eftir nokkurn tíma, svo það hættir að hreyf- ast sem í honum er. En maturinn soðn- ar, þótt hitinn sje ekki 80 stig á R., enda verður suðutíminn lítið styttur, hve áköf sem suðan er. Það hefir verið reynt að láta 31/, pd. af nautakjöti í vatn, sem var að eins 67° á K. og vantaði því 13° til að geta soðið. Kjötið var 3 tíma | í vatninu, og var mjög gott, og súpan einkar góð. í annað skifti var 5 pd. af nautakjöti skift; helmingurinn af því soð- inn 3 kl.t. yfir eldi, enn hinn helming- urin soðinn % kl.st. yfir eldi, látinn svo í heykassa og látinn vera þar í 5 tíma. Fyrir það sem gufað liafði upp úr pott- inum, sem yfir eldinum var, var bætt við vatni í staðinn, svo hvortveggja súpan yrði jafnmikil. Ýmsir, sem ekki vissu um, hvort heldur var soðið yfir eldi eða í heyi, þótti sú súpan, sem í heyi var soðin, betri. Hún var ef til vill bragð- minni, en aftur langt um bragðhetri. Enda er auðfundið á lyktinni, að fleira gufar upp með suðunni enn vatnið eitt. Þegar soðið er í heyi, má ekki láta meira í pottinn enn ofan skal taka, því að þá gufar ekkert upp. Hentugast til að sjóða þannig er kjöt, nýtt, saltað og reykt, grjónasúpur allar

x

Kvennablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kvennablaðið
https://timarit.is/publication/152

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.