Kvennablaðið - 15.06.1895, Blaðsíða 4

Kvennablaðið - 15.06.1895, Blaðsíða 4
36 með sorg. Jeg, sem hafði vængi, er dæmd til að dragast áfram. Og þú heldur að þú getir bætt fuglinum vængi sína þótt þú berir hann á handlegg þjer. Nei, þjer skjátlast, glópurinn þinn. Hækjanþarna er sá kross, sem þú hefir bundið við mig, hún er nú von mín og aleiga. Þótt fögn- uður lífsins og draumar fjarlægðarinnar bendi mjer, get jeg ekki notið þeirra. Og bárur lífsins berast fram hjá mjer án þess jeg geti flutst með þeim að strönd- um hinna ókunnu landa“. "Enn allt i einu var sem leiptraði eld- ur úr augum hennar. Hún laut niður að Hans, brosti hæðilega og sagði: „En margir kynlegir draumar bera fyr- ir þá, sem fatlaðir eru. „Yiltu heyra j einn slíkan draum? — draum, sem jeg sje aftur og aftur! — í fyrri nótt birtist j mjer kynlega fögur sjón. Jeg stóð i hinum stóra sal bankans, sem fjelagið Wallman & son eiga. Hækjuhljóðið mitt bergmálaði í göngunum, og þegar jeg lyfti henni upp — sjá, þá hrundu allir hinir traustu háreistu veggir allt í kring í rúst. Jeg sá ykkur alla liggja mulda undir rústunum og þig líka“. „Gangi þetta eftir“, bætti hún við með j lágri röddu, „mín bölvun skal hvíla yfir þjer“. Þegar Hans, sem hljóp í burtu eins og flóttamaður, leit við aptur, sá hann Margrjetu bera við loft inn við skógar- jaðarinn í kvöldskugganum, hótandi og tignarlega sem sjálfa refsinornina, og kveldroðinn, sem gyllti vesturloftið, ljóm- aði í kringum hana eins og vafurlogi. (Meira). Heysuða. Fyrir nokkrum árum var minnzt í blöðum hjer á (moðsuðu’, sem álitið var að sparaði tima, eldivið o. fl. Því var vel tekið, og mjög víða mun moðsuða eða heysuða hafa verið reynd, en þótti mis- jafnt gefast, og er því víst að mestu lögð niður aftur. En þótt íslenzku konurnar gætu ekki felt sig við heysuðuna, hefir hún verið víða reynd i öðrum löndum og þótt vera mjög hagkvæm. Hún þykir spara bæði tíma og peninga og vera mjög hentug fyrir þá, sem þurfa að spara og fáum hafa á að skipa. Auðvitað sje ekki til- vinnandi að sjóða allan mat á þann hátt. En flestur matur, sem þarf suðu, verði eins góður, eða jafnvel betri, úr heysuðu en venjulegri suðu. Það var útbúnaðurinn, sem gjörði moðsuðuna hjer óvinsælasta. Moðbyng- urinn í eldhússhorninu þótti vera og var sóðalegur og óhagkvæmur. Flestir hjeldu að moðhrúgan þyrfti svo óttalega stór, og miklu munu þeir bæir hafa verið færri, þar sem moðið var haft í kassa. En mundi það nú ekki vera gjörandi, að reyna þessa suðu á ný, einkum þeg- ar svo margir kvarta um vinnukonuleysi? þá ætti hver kona að verða fegin, að geta unnið heimilisverkin með sem hæg- ustu móti. Þó heysuðan hafi áður eftil vill mistekizt að einhverju leyti, þá er ekki annað enn að reyna aftur og reyna að breyta til og laga það sem ábótavant var. í flestum góðum útlendum matreiðslu- bókum frá Norðurlöndum er talað um heysuðu og heykassa, og talið sjálfsagt,

x

Kvennablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kvennablaðið
https://timarit.is/publication/152

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.