Kvennablaðið - 15.06.1895, Blaðsíða 8

Kvennablaðið - 15.06.1895, Blaðsíða 8
40 með því, að dýfa blettinum í bráðna tólg og láta þá vera þar stundarkorn, taka þá síðan upp, og þvo Ijereftið á venjulegan hátt. Smælki. Hjegðmagirni. 2 menn í Frakkafurðu höfðu veðjað um, hvort konur eða karlar væru hjegðm- legri, og höfðu því komið sjer fyrir andBpænis stðrri tízkubúð með epegli upp yflr dyrunum, sem mjög mikið var sðtt að. En endalokin voru undrunarverð. Því af 100 konum, sem inn gengu, litu að eins 65 í spegilinn, en af 100 karlmönn- um skoðuðu 96 sig mjög vandlega. Of mikið heimtað. Ung kona: Heflrðu nokk- urn tíma heyrt annað eins, maðurinn minn rak vinnukonuna burtu og heimtar að eg eldi mat- inn sjálf“. Mððirin: „Þá heimtar hann líklega líka, að þú etir matinn, sem þú býr til“. — Ólafur: „Anna, kaupir þú Kvennablaðið?“ Anna: „Nei, hvað á jeg að gjöra með það, jeg er ekki kona?“ Ólafur: „Ertu þá karlmaður?" Anna: „Jeg er hvorki kona nje karlmaður, jeg er ekki kona, fyr enn jeg er gift þjer“. — Hún: „Er það satt, að þú kaupir Kvenna- blaðið ?“ Hann: „Já, satt er það“. Hún (hlæjandi): „Hvað ætlar þú að gjöra með það, karlmaðurinn?“ Hann: „Jeg ætla að gefa þér það i tryggða- pant, þegar við trúlofumst. Sveinn litli við ofurlitla telpu, ári yngri enn hann. Heyrðu Gunna, viltu verða konan mín? Hún (eftir stundarþögn): 0 ja—á. Hann: „Jæja, við geturn þá byrjað undir eins; leystu þá af mjer skóna og taktu í sokkana mína, og gjörðu svo við þá meðan jeg ligg út af og hvíli 'mig ofurlítið“. Fyrirspurn: Hvernig á jeg að hreinsa vaðmál, sem unnið er úr steinoliuborinni ull, þar sem olían næst ekki úr, þótt þvegið sje og soðið i sápu og „sóda“-vatni? Svar: Legg vaðmálið í benzín og lát það blotna i gegn, þvo það siðan á venjulegan hátt úr sápuvatni. Pottur af benzíni kostar í apótek- inu í Rvík 1 krónu. Augusta Svendsen, Skólastræti nr. 1, selur: allskonar silkitau, svört og hvít og mislit, kvennslipsi, svuntudúka úr ull og silki og alull bómullartau, tvisttau, milli- skyrtutau, flonellet og bommesi, hentugt í næríatnað og barnakjóla, ennfremur barna- fatnað, bæði handa drengjum og telpum, barnasvuntur, jerseylíf, prjónaklukkur, margskonar sumarsjöl falieg, góð og ódýr, bæði svört og rnislit, enskt vaðmál, sem mikið selzt hjer af í peysufatnað. Til útsaums: byrjaða uppdrætti, bæði í klæði og 4stramai’ með tilheyrandi silki og garni, sömuleiðis allskonar silki og garn til útsaums í öllum litum, byrjaða og teiknaða ljósadúka, kommóðudúka og allskonar bródergarn. Gólfdúkaefni, ásamt garni til að sauma í þá, skúfatviuna, ágætar rekkjuvoðir, þykk oghlýrúmteppi, gardínutau, skinnhanska, heklaðar barnahúfur, silkisnúrur, bæði gildar og mjóar, með ýmsum litum, svartar prjónaðar kventreyjur, ágæt millipilsaefni. E. Þorkelsson úrsmiður í Reykjavík selur kvennúr ágæt frá 24 kr., keðjur og kapsel og m. fl. Úrin eru vandlega reynd og stilt og með ábyrgð. Pantan- ir afgreiddar fljótt, og frítt sendar með pósti. Borgun verður að senda með pönt- uninni. Útgefandi: Bríet Bjarnhjeðlnsdóttir. Fjelagspreutsmiöjan.

x

Kvennablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kvennablaðið
https://timarit.is/publication/152

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.