Kvennablaðið - 15.06.1895, Blaðsíða 3

Kvennablaðið - 15.06.1895, Blaðsíða 3
35 Á elleftu istundu. Eftir Oscar Berkamp. (Framh.) Mörg ár eru liðin síðan. Mar- grjet von Lenor varð að ganga við hækju. Læknarnir höfðu haft góðar vonir um að hún mundi verða alheil aftur. Hún hafði legið rúmföst mánuðum saman, jafn-þagmælsk og hrosandi; síðan hafði faðir hennar ferðazt með hana frá ein- um baðstað til annars, eu áraugurslaust. Hægri fóturinn varð alltaf styttri. Eftir því sem árin liðu fleiri, varð hin unga mær æ þunglyndari og fámæltari. Sólhlýja brosið var dáið á vörum hennar, og aumingja Margrjet var orðin beisk- yrt og heiftrækin. Einn dag kom Hans Wallmann hlaup- andi yfir heiðina með byssuna og veiði töskuna á öxlinni og hundana hlaupandi við hlið sjer. Rádýrin vóru á beit í skógarjaðrinum, en í dag fekk Hans sjer ekki villibráð. í dag raulaði hann ekkert lag. Hann fleygði sjer niður í grasið. Allt var svo hljótt og þögult í kringum hann, og var sem hann heyrði þúsund raddir náttúrunnar, sem hann hafði svo oft áður hlustað á með Margrjetu. Hversu oft hafði hann á skóla- árum sínum hugsað um hana, og beðið hana fyrirgefningar í hjarta sinu? í skarkala og glaumi, þegar íjelagar hans drukku og svölluðu í kringum haun, hljómaði nafn Margrjetar með grátkæfð- um gleðihljómi í eyrum hans. Og þeg- ar freistingarnar bentu honum, þá var nafn hennar jafnan skjöldur og verja hans. En — dreymir hann nú, eða er hann vakandi? Er það mögulegt, getur þetta verið Magga litla? Þarna inn í skógarganginum gengur einhver við hækju og stefnir beint til hans. — Það er ung mær, svo töfrandi fögur, líkari draumsjón en lifandi konu. En ef draumsjón þessi hyrfi, áður enn hann gæti sagt nokkuð af öllu því, sem honum hefir legið svo þungt á hjarta öll þessi ár! „Margrjet!u Hann fleygði frá sjer byssunni eg töskunni.— Hann liggur fyrir fótum henn- ar. Hann veit varla sjálfur, hvað hann segir; það er ástin, sem þekkir ekki sjálfa sig, stundum vandræðaleg sem barn, sem nýbyrjað er að tala, stundum djörf og örugg, ýmist bæn eða skipun. — „Jeg elska þig Margrjet. Littu niður á mig, og fyrirgefðu hinum seka. Jeg gjörði þig ungur ófarsæla, lofaðu mjer nú fullorðn- um manni að gjöra þig sæla“. Hann talaði bæði með ljettri von og þungum kvíða. En Margrjet þagði, og öll náttúran í kringum þau þagði líka. Hann leit nú upp vonandi og biðandi eftir svari hennar. En hversu bregður honum í brún! Hinn blíði saklausi svip- ur á enni Margrjetar — stjarnan hans, sem ávallt hafði brosað á móti honum — var horfinn. EJdur brann úr augum hennar og svip, er hún leit upp og segir: „Þú ætlar að bæta allt það illa sem þú hefir bakað mjer, heimskinginn þinn! Getur þú ímyndað þjer hvað það er, að klippa vængina af fuglinum. Sólin og stjörnurnar eru ekki til fyrir mig síðan þann ógæfudag. Jeg sje það nú að eins

x

Kvennablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kvennablaðið
https://timarit.is/publication/152

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.