Kvennablaðið - 15.06.1895, Blaðsíða 7

Kvennablaðið - 15.06.1895, Blaðsíða 7
Afklippur. Á Btórum heimilum feilur oftast til nokkuð af afklippum af klæði og vaðmáli með ýmsum litum; þeim skyldi halda saman, hvað smá- ar sem væru. Minni afklippur, sem ónýtar kall- ast, er hezt að tína jafnskjótt upp af gólfinu og geyma þær í hreinum poka; þær sem ekki er hægt að nota til annars, má síðan klippa í örlitla parta og nota í staðinn fyrir fiður, bæði í sessur, til að hafa ofan á hörðum kistum, kúffortum, trje- stólum og kössum, og eins í kodda í rúm, ef góð ver eru utan um. Bezt er þá að viðra þær í góðu sólskini á hreinum grasbletti áður. Stærri afklippur má nota í yfirborð á ver yfir sessur þær sem fyr eru nefndar. Þær má klippa í alla vega löguð stykki, þríhyrnd, ferskeytt o. s. frv., og haga svo litum eptir vild, ef margir eru. Sessuver geta verið sett saman af tómum slíkum smá-afklippum og verið snotur, sje litum og lagi smekklega skift. Líka geta afklippurnar verið sem hekkur utan um dálitla stærri afklippu, fer- skeytta eða þríhyrnda, sem svo mætti sauma fangamark eða blómsturvönd í, annaðhvort með flatsaum, skattering eða leggsaum. Snúa svo saman gilda snúru úr bandi með sömu litum og afklippurnar, og þegar búið væri að sauma sessu- verið og setja það utan um sessuna, skyldi festa snúrunni utan um. Eldhúsbálkur. Soja: Taka skal góðan óskemdan saltpækil, sem hefir verið á kjöti og rúllupylsum, setja hann í hreinan pott yfir eld, og láta hann sjóða með- an ólga er í honum, og er þá froðan tekin jafn- óðum. Þegar froðan hættir að koma ofan á, er potturinn tekinn ofan. Þegar pækillinn er orð- inn kaldur, er því sem tært er hellt ofan af, og syrjunni, sem situr á botninum, fleygt. Pækillinn er svo soðinn þannig í 3 daga. Síðan er tekinn V, pottur af púðursykri móti 3 pt. af pækli og brúnað á steikarpönnu þangað til það er dökk- brúnt, en vel má hræra í því, svo það brenni ekki. Svo er heitum pæklinum smámsaman hætt í sykrið og hrært vel í, þangað til allt er komið á pönnuna (eða í pott, komist það ekki á hana) og látið svo sjóða allt saman nokkrar mínútur. Þegar þessi lögur er orðinn kaldur, er hann lát- inn í flöBkur og góður tappi látinn í þær. Þessi „soja“ er ágæt til að gera sósur kröftugar og bragðmiklar, og ætti því að nota hana á hverju heimili. Fylltar gulrófur. Taka skal kjötdeig (kjöt- farce) eins og haft er í kjötsnúða eða kálhöfuð, fá sjer svo stórar gulrófur, þvo þær vel, og skafa utan, skera svo lok ofan af breiða endanum, !og hola síðan rófuna innan með mjóum hníf, en taka þó ekki mjög mikið innan úr henni. Að því búnu skal fylla rófuna með kjötdeiginu. Það fer hjer um bil matskeið af deigi í væna rófu. Síð- an er lokið látið yfir, og hvítt, hreint ljereft bund- ið utan um hana. Þær eru svo soðnar í vatni 1—1V2 klt. Bófurnar eru etnar með bræddu smjöri með steyttu múskati í, og eru 1—2 rófur ætlaður nægur skammtur á mann með öðru. Góð ráð. Að hreinsa silkijlauel. Plauelið er vel burstað með hreinum bursta, þangað til allt ryk er farið úr því; svo er hreint ljereft vætt í nafta og flau- elið núið vel með því. En skifta verður um ljer- eftið jafnskjðtt og það óhreinkast. Svo er votur dúkur lagður yfir botninn á heitu sljettjárni (stryge- bolta) sem er látinn snúa upp, og flauelið dregið á úthverfunni eftir því, og burstað svo, þangað til flosið rís upp. Sje þannig farið með flauelið, getur það orðið gott aftur. Að hreinsa stráhatta. Tak borðann af hattin- um, og bursta hann svo úr köldu sápuvatni, skola hann síðan vel úr hreinu vatni og nú yfir hann sítrónusaft eða ediki; þurka hann síðan úti. Þegar hann er orðinn þur, er þeytt eggjahvíta borin á hann með fjöður eða „pensli11, svo hann verði mátulega harður. Gleraðir pottar, sem eru orðnir dökkleitir inn- an, veiða hvítir og hreinir attur, án þess að gler- ungurinn skemmist, sjeu þeir fylltir með vatni sem dálítið af pottösku og klórkalki er látið í og látnir standa 4—6 kl.stundir við yl. Blekblettir er sagt að náist af hvítu Ijerefti

x

Kvennablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kvennablaðið
https://timarit.is/publication/152

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.