Kvennablaðið - 01.11.1896, Blaðsíða 4
84
inni í næði. og svo skal jeg vita, hvað
jeg man um frú A. og æfisögu hennar".
Við sátum nú glaðar og kátar í litla
herberginu, sem sneri út að lystigarði
bæjarins. Kveldgolan þaut í laufinu á
linditrjánum. Klukkan sló sjö. Stúlk-
urnar komu og sóttu vatnið í brunninn
á ráðhússtorginu og spjölluðu gamansam-
lega. Sólin gyllti húsaþökin með hinum
síðustu geislum sínum og á öllu skein
friður og híbýiaprýði.
„Ó, þessi vangi! Jeg get aldrei
gleymt honum. En hvað svipurinn var
sorgblíður! Mig langar ógn til að heyra
sögu hennar. Komið þjer nú fljótt með
hana“.
„Jæja. Hún er fædd hjer í borginni.
Og þegar hún var 16 ára, var hún bæði
hin fríðasta stúlka, sem sjezt hafði hjer,
og saklaus og góð og búin mjög miklu
andlegu atgjörvi. Faðir hennar var vel
efnaður skipherra á gufuskipi og hún var
einbirni. Móðir hennar var löngu dáin,
og þess vegna fylgdist hún með föður
sínum þegar eftir fermingu til Brasiííu
og var þar lengi. Mjer er enn sem jeg
sjái hana, þar sem hún stóð á þilfarinu
veifandi kveðjum til vinanna á strönd-
inni, brosandi, feimin, blíð og Ijúf eins
og ilmandi blómin, sem hún hjelt á í
hendinni. Hún hafði lítinn stráhatt með
bláum böndum á fallega höfðinu sínu.
Hún veifaði i allar áttir og brosti með
tárin í augunum. Faðir hennar stóð hjá
henni og horfði á hana með innilegum
kærleika og stolti.
„Velkomin! velkomin hingað aftur“,
heyrðist kallað að minnsta kosti með
hundrað muunum. í því var blásið í lúð-
urinn og skipið brunaði á stað og hvarf
fyrir nesið. —
Þú skalt nú ekki halda, að þú fáir
að heyra furðanlegt æfintýri með ótal
hrífandi atvikum. Þessi saga er ef
til vill algeng. En sömu viðburðirnir geta
fengið dýpri þýðingu og gleggra mót allt
eftir þeim, sem með þá fara. Ó, mjer
finnst líf hennar svo fagurt og reynslu-
fullt, þótt það sýnist kyrrlátt. Jeg hefi
af ótöldum ástæðum fengið fullkomna
þekkingu á því. —
Eitt fagurt haustkveld nokkrum ár-
um síðar var jeg á gangi niður við höfn-
ina og hressti mig við hafgoluna og horfði
á hvernig hinir gullnu, hverfandi, síð-
ustu sólargeislar Ijeku sjer við öldurnar.
Þá sá jeg hvar stórt og fallegt brigg-
skip kom og brunaði inn á höfnina. En
bráðum sá jeg það gleggra og þekkti að
þetta var „Anna“, skip Bernts skipstjóra.
Jeg flýtti mjer því nær til að geta heils-
að Signýju Iitlu og boðið hana velkomna
í átthagana aftur. Jeg hafði ekki frjett
af henni lengi.
Grannvaxin stúlka beygði sig út yfir
borðstokkinn, og föla og fallega andlitið
horfði upp í borgina. Það var hún. En
hvað mjer sýndist hún breytt.
„Gtóðan daginn, barnið mitt ogmarg-
velkomin heim!“ kallaði jeg og veifaði
sólhlífinni.
Hún hrökk við, brosti lítið eitt og
veifaði; en þá sá jeg að ókunnugur mað-
ur stóð hjá henni.
En þegar jeg tók betur eftir, sá jeg
að það var enginn ókunnugur, heldur
kapteinn A. hjeðan úr bænum, sem var
álitinn mjög vel efnaður maður og hafði