Kvennablaðið - 01.11.1896, Síða 5

Kvennablaðið - 01.11.1896, Síða 5
85 hafat við í 10 ár hinummegin á hnettin- um. Jeg þekkti hann þó ekki nema að nafni og sjón. Hvernig stóð á þessu? Þaðfjekkjeg að vita undir eins og Signý kom í land, þá kom hún til mín og við heilsuðumst hjartanlega. Hið fjöruga barn var breytt og orðið að blíðri jungfrú. Þar suður í löndunum þroskast allt svo fljótt, og svo sjúga þess- ar löngu sjóferðir merg og blóð úr hraust- ari konum en hún er, — hugsaði jeg með mjer. „Ertu nú ekki sæl að vera komin heim aftur“, spurði jeg. „Ójú, ó,jeg er sæl“, sagði hún barns- Iega og tók fast í hönd mína. Síðan bætti hún hugsandi við, þegar skipstjóri A. kom til okkar: „Má jeg sýna borgar- stjórafrúnni unnusta minn, A. skipstjóra". Unnusti hennar! Jeg varð víst hálf- hissa á svipinn. Hún sagði ekkert meira. Hann tók í hönd hennar og sagði eitt- hvað um að allt væri á ringulreið úti í skipinu. Þau hurfu mjer svo, en jeg fór heim mjög hugsandi. Þetta voru nýjar frjettir. Mjer hafði jafnan þótt væntum Signýju. Það var ekki gott að vita, hvort hún var ánægð eða ekki með þenn- an ráðahag. Jeg þekkti hann ekki. Hann var laglegur, en harðlegur og ómann- blendinn á svip. Meira vissi jeg ekki, en daginn eftir höfðu ailir þetta að um- talsefni og þá fjekk jeg að heyra, hvern- ig það hefði atvikazt. (Framh.) ------<mo------- Ferðabrjef. [Nifturl. fr& nr. 8]. rá Austurhlíð er ekki meira en kl.- tíma-reið til öeysis, ef hart er riðið. Við komum ekki heim að Haukadal, en fundum Sigurð garala bónda á Laug, sem er hjáleiga frá Haukadal. Hann á jörðina Haukadal og búa þar nú synir hans; hefir annar þeirra umsjón með hver- unum. Við stóðum lengi við á Laug, og var gamli maðurinn hinn alltilegasti. Hann er fróður karl og fornlegur; sýndi hann okkur ættartölu sína, er sýndi, að hann var Haukdælaættar og í Haukadal hefðu búið jafnan einhver af þeirri ætt síðan á Sturlungatímum. Hann fyigdi okkur til hveranna og tafði þar langa stund. Er honum mjög annt um þá og vill að landsmenn kaupi þá aftur. Strokk- ur var alveg hættur að gjósa, nema með miklum ofaníburði, og þá ekki víst fyr en löngu síðar. Geysir gaus þó stundum sjálfkrafa, og taldi Sigurður okkur á að bíða yfir nóttina, ef ske kynni að hann sýndi okkur sig í „dýrð“ sinni. Okkur leizt því ráðlegast að bíða, þótti líka all- líklegt, að Geysir gamli kynni sig svo, að taka tillit til þess. er ritstjórar tveggja blaða, einkum þegar það var fyrsti ís lenzki kvenn-ritstjórinn, heimsóttu hann. En hann þykist vist of gamall til að fara að læra að taka tillit til kvenna; kann líklega illa þeim nýmóðins siðum, eða hann heldur jafnrjettinu fram, því víst var það, að við biðum til morguns, og urðum þá að láta gefa honum inn sápu. Stundu síðar sáum við gosið. Ekki fanst okkur það nærri eins hátt og sagt hefir

x

Kvennablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kvennablaðið
https://timarit.is/publication/152

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.