Kvennablaðið - 01.11.1896, Side 7

Kvennablaðið - 01.11.1896, Side 7
87 árvöllunum. Á Landinu eru mjög margar jarðir komnar í eyði vegna þeB.s, og bólar ekki einu sinni á túngörðunum, svo er sandurinn djúpur. Eyjðlfur sýndi okkur og sagði frá sandgræðslunni og hvernig þeir reyndu að rækta melinn, sem einn veitir sandinum viðnám. Hann er mikill á- huga- og framfaramaður og heflr haldið fyrirlest- ur þar í sveit um ýmsar framfarir. í Svínhaga er fallegt mjög, að svo miklu leyti sem fallegt getur verið, þar sem sandurinn um- kringir á alla vegu. En áin prýðir svo mikið, spegilsljett og skær, túnið er sljett og grænt, eins og fagur grasblettur í eyðimörku. Skammt þaðan i norður er Hekla, en í austur Þríhyrning- ur, Þríhyrningshálsar og fleiri fell, sem jeg man ekki hvað heita. Þar fengum við fylgd alla leið austur að Knafahólum, þar sem þeir Þorgeir sátu tyrir Gunnari á Hlíðarenda. Piltur sá, sem fylgdi okkur, var, eins og allir Rangveliingar, mjög kunnugur Njálu. Hann sýndi okkur hvar sagt væri að þeir Gunnar hefðu riðið ofan að Rangá og barizt. Það er skammt frá Keldum, þar sem Ingjaldur bjð, og datt mjer í hug að þar mundu þeir Fiosi hafa riðið að austanverðu Rangár upp á leið til Þríhyrningshálsa, þegar þeir töluðu við Ingjald. Á Keldum töfðum við lengi og fylgdi Skúli bóndi okkur að Stðrðlfshvoli. Rangvellingar líta út fyrir að vera gleðimenn, eru fjörlegir og gest- risnir og líkari Norðlingum en Árnesingum, nema ef vera skyldu Hreppamenn, sem eru líkari Rang- vellingum. Á Stórðlfshvoli býr Ólafur læknir Guðmundsson og kona hans Margrjet Magnús- dóttir, systir Bjarnar rektors Ólsens, en dóttir hinnar góðkunnu höfðingskonu frú Ingunnar, sem lengi bjó að Stóruborg í Húnavatnssýslu. Við Margrjet vorum kunnugar frá uppvaxtarárum og þótti mjer gaman að heimsækja hana á þessari austurför. Þar vorum við um nóttina og fram yfir hádegi daginn eptir og höfðum ágætar við- tökur. Þau hjón ætluðu bæði að fylgja okkur, en þá komu tveir menn, sinn úr hverri átt, að sækja lækninn, enda er hann að sögn mjög sóttur og vel látinn. Við urðum því að láta okkur nægja fylgd frúarinnar, og var jeg líka vel ánægð með það, því margs var að minnast að fornu og nýju. Frá Hvoli fórum við að Breiðabólstað í Fljótshlíð, þar sem sjera Tómas Sæmundarson bjó. Við skoð- uðum legstein hans, sem andlitsmynd hans er á í marmara. Sjera Tómas kannast flestir við, sem lesið hafa (Fjölni’ eða heyrt hans getið. Við vor- um svo óheppin, að hitta ekki prestshjónin þar heima. Ekki þykir mjer fallegt í Fljótshliðiuni fyr en innarlega. Sandarnir eru orðnir svo mikl- ir, og Þverá rennur víða upp við tún og brýtur alltaf meira og meira af uudirlendinu. Manni dettur ósjálfrátt í hug það sem Jónas Hallgríms- son kvað: „Þar sem að áður akrar huldu völl, ólgandi Þverá veltur yfir sanda, sólroðin líta enn hin öldnu fjöll árstrauminn harða tögrum dali granda“. Við fórum rjett fyrir ofan Gunnarshólma, og gát- um því ekki sjeð fegurð Hlíðarinnar þaðan. Úr hlíðinni fórum við beina leið austur að Þorvaldseyri í gððu veðri. Á þeirri leið sáum við ekkert markvert að undanskildri fegurð sveit- arinnar undir Eyjafjöllum, nema nokkra krakka við smalamennsku, sem gengu berfætt, og kvað það vera siður á surnrum víða austur um sveitir. Ein lítil berfætt stúlka, sem við hittum, sagði okkur til vegar, og gaf jeg henni krónu fyrir. Það var gaman að sjá, hvað aumingja andlitið varð hýrt, alveg einsog hún gæti ekki trúað, að hún ætti bvo mikla peninga. Hún reyndi til að tylla sjer á tá til að geta kysst okknr í staðinn. Á Þorvaldseyri vorum við um kyrt í 2 daga, mest vegna óveðurs. Þorvaldur bóndi er líka góður heim að sækja, og þegar maður er svo heppinn að vera kunnugur honum, þá er hægt að hafa nóg að spjalla einn eða tvo daga. Hann fylgdi okkur síðan austur að Skógafossi, og komum við á þeirri leið að Drangshlíð. Prests- konan þar er uppalin í Rvík og þekkti jeg hana lítið eitt. Þau tóku okkur mjög vel, og reið presturinn með okkur alllangan veg og sýndi okk- ur einkennilegan helli, sem Hrútshellir er nefndur. Þ. fór líka með okkur að Holti til sjera Kjartans. Þeir fylgdu okkur síðan inn undir Seljaland. Þann dag fórum við að Syðstumörk og fyigdu hjónin þar okkur daginn eftir inn í Þórsmörk. Enekk- ert þótti mjer varið í að sjá hana í samanburði við það sem iátið hefir verið af henni. Þórsmörk er dálitii skógi vaxin tunga með Goðalandsjökul til hægri handar, þegar inn eftir er farið, Merkur-

x

Kvennablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kvennablaðið
https://timarit.is/publication/152

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.