Kvennablaðið - 28.01.1901, Qupperneq 3
KVENNABLAÐIÐ.
3
skuli hafa kosningarrétt til hreppsnefnda,
sýslunefnda, bæjarstjórnar- og safnaðarnefnda,
ef þær væru 25 ára, og fullnægðu að öðru
leyti öllum þeim skilyrðum, sem lögin ákveða
fyrir þessum réttindum. 12. maí 1882 náðu
þau staðfestingu konungs. Litlu seinna
var konum veitt leyfi til að. ganga und-
ir 4. bekkjar próf og burtfararpróf í latínu-
skólanum, og til að hlusta á fyrirlestra við
læknaskólann. En ekki gátu þær fengiðembætti
fyrir það.
Vorið 1897 * miðjum júní byrjaði
fyrsti hússtjórnarskóli hér á landi, stofnaður
af frú Eh'nu Eyjólfsson hér í Reykjavík, og
veitti þingið til hans þá um sumarið 2000
kr fjárstyrk. Næsta þing 1899 veitti honum
IOOO kr. styrk.
Sumarið 1899 samþykti þingið lög um
fjármál hjóna. Aðal-réttarbótin í lögunum
er: að giftar konur skuli hafa sama fjár-
forræði og ógiftar. Með lögunum er ætl-
ast tii að hægra verði að gera kaupmála milli
hjóna en áður hefir verið, en með honum
má á ýmsa vegu tryggja fjárhagslega hags-
muni konunnar í hjónabandinu. Þau tak-
marka að nokkuru leyti rétt húsbóndans til
að ráða yfir félagsbúinu án samþykkis kon-
unnar. Þau setja ýmsar ákveðnar reglur um
séreign hjóna, einkum til hagsmuna fyrir kon-
una, þegar svo á stendur. Þau veita hjón-
unum, og þó einkum konunni, rétt til að geta
slitið félagsbúiuu, án þess þó að það hafi
skilnað hjónanna í för með sér, og trygg-
ja eigur konunnar gagnvart skuldunautum
mannsins.
Þegar vér athugum þetta alt, getum vér
ekki neitað, að hagur vor hefir breyzt nijög
til batnaðar á þessari liðnu öld. Allur við-
búnaður hefir batnað að miklum mun. Ment-
unin hefir aukist margfaldlega, og það sem
mest er um vert: hugsunarhátturinn hefir
gersamlega breyzt. Um leið og mentun
karlmannanna jókst, fóru þeir að finna, að
eðlilegt var, að konurnar vildu fá einhvern
snefil af henni lika. Þegar kemur fram um
miðja öldina, fara menn að lata kenna dætr-
um sínum að draga til stafs, eða að minsta
kosti skifta sér ekki af því, þó þær reyni
það sjálfar. í einstöku stöðum eru heimil-
iskennarar handa öllum börnunum jafnt. í
kaupstöðunum, eða einkum í Reykjavík, fara
barnaskólar að koma upp, og stöku konur
fara að halda privat-skóla fyrir ungar telpur
og stúlkur. Svo koma kvennaskólarnir, og
með þeim útbreiðst námfýsin út um alt
land. Barnaskólarnir fara að þjóta upp bæði
í bæjum og sveitum, og á síðustu árum um-
gangskensla. Löggjöfin rýmkar um einstöku
höft, nýir atvinnuvegir opnast, t. d. barna-
kensla, músik-kensla og verzlunarstörf, fata-
þvottur, fatasaumur og kjólasaumur. Stöku
stúlkur komast lítillega að öðrum störfum.
Þær fara að semja skáldrit í bundnu og
óbundnu máli, halda fyrirlestra og gefa út
blöð. Jafnvei æðri mentastofnanir landsins
lúka upp dyrunum í hálfa gátt fyrir konunum
til náms, þó því fylgi ekki rétt.indi til þess
að nota sér það verulega á eftir. í barna-
skólunum fjölgar kvenkennurum ár frá ári,
og víðsvegar um landið úir og grúir af kon-
um, sem lært hafa skraddaraiðn, og reka þá
atvinnu eins og karlmenn gera. í stöku stöð-
um eru konur póstafgreiðslumenn til sveita,
og þykir farast vel. — Konurnar hafa stofn-
að ýms félög og standa sjálfar fyrir þeim,
stjórna fundum sínum, og leysa þau störf
sæmilega af hendi. — Þetta mundi hafa þótt
varla hugsanlegt fyrir fáum áratugum, og vér
sjáum að það er Hka í raumnni gagngerð
breyting á öllu því ástandi, sem var um alda-
mótin 1800—1801. En verulegasta breyt-
ingin er hugsunarháttur kvennanna sjálfra.
Áður tóku þær flestu með þögn og þolin-
mæði. Nú heimta þær allar meiri mentun,
meira jafnrétti og meira frjálsræði. Áður
þóttist hver stúlka mest verð, sem mest verk
gat leyst af hendi, en nú þykjast allar fræg-
astar, sem bezt geta sloppið hjá vinnunni.
Þetta er gagngerðasti munurinn á skoðunum
og hugsunarhætti fyrr og nú, og þaðan koma
hinar ólíku lffsstefnur.
Þegar vér aðgætum þetta, þá hljótum
vér betur að skilja nútímann og stefnur hans
en áður. Vér sjáum, að kvenfólkið hefir áð-
ur verið svo mjög fyrir borð borið um lang-