Kvennablaðið - 28.01.1901, Qupperneq 5

Kvennablaðið - 28.01.1901, Qupperneq 5
KVENNABLAÐIR. 5 setti norrœti gydja í gvdasölum standi með glóbjart hár og augu blá og sttór. Á íslattdi eg enn þá veit að lijir Eykyttdils og Helgu fógru blóð, og það mun renna tnargar aldir yfir í ceðutn kvennar’ á vorri feðra slóð. En kvenna hag skal hlúa á nýjum öldum, því höndin þeirra fyrst oss studdi blíð. Og konum íslands kœrar þakkir gjöldum, er kveðjum öld og heilsum nýrti tíð. Vér biðjum allir: Lifi mœr og móðir og minning þeirra skreyti heiðurskranz. Þœr vaka með sem verndar englar góðir og vinna með að sóma œttarlands. Hallfröðr. Skuldadagarnir. (Þýtt). ESS konar vill maður helzt ekki þurfa að sjá. Það var nógu leitt að það skyldi koma fyrir nokkutn rninna verkamanna«. »Og því þá einmitt mig? Var eg nokkuð verri enn hinir? Baróninn hefði átt að sjá bann- settan eldorminn vefja sig um handlegginn á mér, og mig heimskingann þrífa í hann með þessari hendinni til að gera hana líka ónýta. En það var svo óttalega sárt, að eg vissi ekki af mér fyrir sársauka«. »Það batnar ekki við það, þó talað sé um það«, sagði baróninn, sem óskaði af ölltt hjarta að hann hefði gengið fram hjá vesalingnum, — eins og svo oft áður, og ekki látist sjá hann. »Nei, segið það ekki, það er það eina, sem er léttir að«. »Verið þér sælir«. »Eg ætlaði að eins að segja að — — eg ■hafði ekki smakkað í staupinu, var alveg meö sjálfum mér. Læknirinn sagði að hann hefði al- drei séð slíkt sálarþrek — hann sagði einmitt það orð — og þegar svo handleggurinn«. — »Eg hefi ekki tímá til að hlusta lengur á þetta«. Kryplingurinn glotti snöggvast með þrjósku — illgirnislega. »Það er gott að hafa fæturna eftir — því þeir hlýða mér « . »Ekki ætíð held eg. Svenson ætti nú að fara heim og hátta. Þenna hósta lízt mér ekki á«. »Ekki mér heldur. En hvað fæturna snert- ir« — — — »Þá missa þeir stundum jafnvægið«. »Getur vel verið, eitthvað verður maður að hafa sér til gamans — það veit baróninn vel. Hann hló illgirnislega um leið og hann hóstaði og sagði: »Villan« er svo nærri verksmiðjunni— og eg er heldur ekki blindur«. »Ef Svenson væri með sjálfum sér.-----— Farðu nú heim. Sko, þarna er nokkuð handa honum«. Spegilfögur spesla var látin í lemstraða lóf- ann, sem greip hana með áfergju. »Þakka mikillega bæði fyrir þessa hérna og fyrir skaðabæturnar«. Seinasta orðið var sagt með biturri gremju. »Þegar félagið tiltók upphæðina, vonaði það að peningunum yrði varið betur en raun varð á. Ef við hefðum vitað . . . «. »Mig gildir einu hvað herrarnir eða félagið hugsar, því að eg átti limina, sem brunnu af mér þarna inni í vélahúsinu, og því á eg pen- ingana, ímynda eg mér«. »Mér kemur það auðvitað ekki við — en konunni yðar«.------ Andlausa föla andlitið kipptist við — »Við erum orðin ólfk hjón. Baróninn hefði átt að sjá okkur á brúðarbekknum. Verið þér sælir og þakka fyrir skildinginn. Eg þurfti hans einmitt | við núna«. Þegar Anton hafði grátið sig þreyttan og sofnað út áf frá þessari stærstu sorg á æfi hans, þá gekk Katrín út og settist á arinhelluna úti fyr- I ir bæjardyrunum. Þegar hún sat þarna hálf-álút, með hend- urnar krosslagðar í kjöltu sinni, þá sýndist hún njóta þeirrar rósemi og hvíldar, sem var svo ó- lík hinu kvíða-fulla og skimandi augnaráði hennar. Vornæturdimman breiddist nú út yfir ná- grennið, þar sem svartan skóginn bar við loftið, J sem breyttist út við sjóndeildarhringinn í gult og grænblátt, og uppi í háloftinu voru mjólkurhvítar skýjaræmur, en svo varð alt fölara og litlausara. Fossinn, sem undir vinnuglamrinu á daginn heyrðist ekkiog gleymdist, minti nú aftur á sig í næturkyrðinni, og eins og færðist nær með sinni breytingarlausu sífeldu hringiðu, sem öll önnur hljóð næstum köfnuðu í, en bara kornmylnuhjóls- i ins glamrandi söngur heyrðist gegnum hana.

x

Kvennablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kvennablaðið
https://timarit.is/publication/152

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.