Kvennablaðið - 31.03.1902, Page 1

Kvennablaðið - 31.03.1902, Page 1
Kvennablaðið kost- ar i kr. 50 au. inn- anlands, erlendis 2 kr. (60 cents vestan hafsi. i/j verðsins borgist fyrirfam, en 2/2 fyrir 15. júlí. ♦ Uppsögn skrifleg kundin við ara- mót, ógild nema komin sé til út- gef. fyrir x. ekt. og kaupðndi hati borgað að fullu. 8. ár. Reykjavík, 31. marz 1902. 3. Frá félaginu ,Cirklen‘. „Hennar náð Landshöfðingjafrú Stephensen! Vyrir hönd félagsins «Cirklen« leyfi eg mér enn á ný að þakka hinni íslenzku dömu- nefnd fyrir heimboð hennar í fyrra, sem nokk- urum af félagskonum »Cirklens« var sent, og vér gátum þá ekki þegið. Mér fellur illa, að því miður tekst oss ekki heldur ennað geta fengið nógu margar til íslandsfararinnar. En því, sem er frestað, er til allrar hamingju ekki algerlega hætt. Það þarf tíma að koma slíkum fyrirtækjum í verk, Og skyldi svo fara, að næsta ár yrði greið- ari undirtektir og fleiri fengjust til að taka þátt í þessu áformi, þá vonum vér að gest- risni vorra íslenzku systra verði hin sama gagnvart oss og áður. Sömuleiðis vonum vér að heimsókn fs- lenzkra kvenna til vor, sem vér höfum svo mjög óskað eftir, muni seinna geta orðið fram- gengt, þegar efni og ástæður leyfa. Með beztu kveðjum, og þakklæti fyrir alla fyrirhöfn í þessu máli, sem að líkind- um síðar getur orðið haldið áfram með meiri árangri og til ánægju á báðar hliðar, er eg yðar með mestu virðingu Axelline Lund (forseti „Cirklens“)“- * * * Landshöfðingjafrúin er fyrir kvennanefnd þeirri, sem félagskonur „Cirklens" höfðu valið, til að standa fyrir heimboði þeirra til íslenzkra kvenna f fyrra,og sem einnig stóð fyrir að bjóða einhverjum af Cirk- lens-dömunum aftur. Hún fékk núsíðast með „Lauru“ bréf það, sem hér birtist, og sendi mér það til þess að eg tæki meira eða minna úr þvf í Kvenna- blaðið. Mér fanst réttast aðsetjaþað orðrétt þýtt, svo dömur þær, sem ætlað höfðu að taka þátt í heim boði þessu fengju að sjá svar Cirklens með þeirra eigin orðum. Utgefandl. Bæjarfélagseldhúsið í Kristjaniu. KKUR finst víst það, sem eg ætia nú að segja ykkur,harðla ótrúlegt.og ímyndið ykkur að það sé nokkurs konar sjómanna-æfintýri. Mér finst það líka sjálfri vera halflíkt einhverri kynjasögu fr.t veizluhöldutn gömlu risanna, sem við höfum svo oft lesið. En til þess að þið sjáið að það sé óefandi „sögulegur sannleikur", sem eg fer með, þá skal eg konia með „statist- iskar" upplýsingar, eins og kallað er í venju- legum opinberum skýrslum. Því miður hefi eg þó ekki ljósmyndir við hendina til að sýna ykkur alþýðueldhúsið í Lakkegötunni 79 í Kristjaníu. En cf eg get síðar fengið þær, þá getur þú ef til vill notað þær í blað þitt. í eldhúsi þessu er búinn til miðdagsmatur handa 7000 svöng- um skólabörnum f Kristjaníu, setn fá hann ókeypis, eins og kenslan líka í barnaskólum ríkisins er ókeypis. Eldhúsið er stór höll, ca. 30 al. löng og 20 ál. breið. A miðju gólfi standa 2 raðir af risavöxnum pottunr I2aðtölu; hver þeirra tekur 800 pt. í þessum pottholum er nú soðinn maturinn handa þessum 7000 skóla- börnum, vtðvegar úr Kristjaníu. Þú getur ekki ímyndað þér, hvaða skamta þarf til þess. Eg kom þangað daginn sem eldhúsið var fyrst opnað, það var 13. jan. stðastl. Þann dag átti að hafa til miðdags kjötmauk (labs- kaus) og sætsúpu. í kjötmaukið fór þann dag af saltkjöti ca. 1000 pd., eða 5 tunnur kúffúllar, og af nýju kjöti 900 pd. Og svo kartöflurnar! Þessi eina máltíð gleypti 35 tunnur af þeiml 20 konur höfðu ekki gert annað í heila 2 daga en afhýða þær. Og margar stúlkur gerðu ekkert annað en að

x

Kvennablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kvennablaðið
https://timarit.is/publication/152

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.