Kvennablaðið - 17.09.1902, Blaðsíða 1
Kvcnnablaðið kost-
ar x kr. 50 au. inn-
anlands, crlendis 2
kr. (60 cents vestan
hafs). verðsins
borgist fyrirfam, en
*/3 fyrir 15. júlí.
♦
Uppsögn skrifleg
bundin við ara
mót, ógild nema
komin sé til út-
gef. fyrir x. okt.
og kaupandi hafi
borgað að fullu.
8. ár.
Reykjavík, 17. september 1902.
Æ 9.
Sjálfstæði.
/ -----------
U á tímum er þetta orð notað í
mörgum myndum, og venjulega er
það lofsorð, þegar sagt er um fólk,
að það sé „sjálfstætt". Einkum og sérílagi
eru það karlmennirnir, sem ætlast er til að
sýni þessa dygð. Vitaskuld er það venjulega
sagt um konur líka, í því skyni að hrósa
þeim, en oftast fylgir því hrósi þó einhver
leiðinda agnúi.
En það væri synd að segja, að konur
séu alment aldar upp til að vera sjálfstæðar,
hugsandi og ályktandi verur.
Lengi vel, og það fram undir þessa tíma,
var þeim ekki einu sinni leyft að hugsa.
Vissar reglur voru orðnar löggiltar af venj-
unni, og þær mátti kvenfólkið ekki brjóta.
Ef einhver gerði það, þá var hún ekki sjálf-
stæð, heldur ókvenleg, og í þá daga lét það
orð ekki vel í eyrum.
Nú er þetta nokkuð að breytast, og það
talsvert til batnaðar, en mikið vantar þó á
að vel sé, í því tilliti ennþá.
Margir foreldrar eru, sem betur fer, farnir
að ala dætur sínar upp til að hugsa um að
reyna að bjarga sér áfram í lífinu á einhvern
sómasamlegan bátt, þótt þeim bjóðist ekki
maður, til að bera þær á örmum sér, frá vögg-
unni til grafarinnar.
Enn hvað margir feður kenna dætrum
sínum að kugsa hleypidómalaust, og rannsaka
samband orsaka og afleiðinga ? Hvað margir
þeirra kenna þeim að hafa sannfæringu, og
að fara jafnan eftir henni, en ekki eftir göml-
um úreltum alment viðteknum reglum?
Er ekki auðséður kýmilegi furðu- og háðs-
svipurinn á fjöldanum af fólki, ef náttúran
er þeim mun ríkari en uppeldið, að einhver
stúlka býr sér til aðrar reglur, eða ef hún
mótmælir því, sem aðrar vel upp aldar stúlk-
ur á hennar reki sækjast eftir, sem því æðsta
velsæmistakmarki: að hafa aldrei nokkra skoð-
un á neinu fyrir utan húsvegginn, nema gift-
ingum, skemtunum og klæðaburði.
Og í klæðaburðinum, sem kvenfólkið hefir
þó verið talið áhugamest um, eru þó fæstar kon-
ur svo sjálfstæðar, að þær vogi aðklæðasig
öðruvísi en fjöldinn gerir, þótt þeim geðjist
það ekki sjálfum.
Er það ekki líka talið æðsta markmið
uppeldisins, að börnin beygi jafnan sinn vilja
fyrir allra annara vilja. ekki einungis for-
eldranna, heldur og hvers annars, sem full-
orðinn á að heita og á eitthvað saman við
börnin að sælda.
En á þroska þessara barna og þessa full-
orðna fólks er ekki litið. Börnin eiga skil-
yrðislaust að hlýða íullorðna fólkinu, og ekki
spyrja að ástæðum.
En hvernig getum vér með þessu upp-
eldi fengið sjálfstætt fólk? Sjáum vér hér
ekki lagðan grundvöll hringlandaskaparins,
hugsanaleysisins og rænuleysins hjá tjöld-
anum af þjóðinni?
Ef börnunum væri kent að hugsa betur,
dæma varlegar og fylgja ekki í blindni órann-
sökuðum rökleiðslum, þá væru fleiri sannarlega
sjálfstæðir menn til.
En hversu margir selja ekki frumburðar-
rétt sinn fyrir einn bauna skamt ? Það sjáum
við árlega og daglega, opinberlega, og við
öll tækifæri.
Enn þá er það almenn skoðun manna,
að eiginlega hafi karlmennirnir af miklu meiru
að taka, þegar um sjálfstæðar skoðanir er að
ræða. Þar komist kvennavitið ekki að.
Menn segja að röksemdaleiðslan sé veika
hliðin vor kvennanna; vér ályktum og staðhæf-