Kvennablaðið - 17.09.1902, Blaðsíða 4

Kvennablaðið - 17.09.1902, Blaðsíða 4
68 KVENN ABLAÐIÐ. oft áhyggjum. Hann hefir sína dutlunga, alveg eins og eg hafði á æskuárunum. Aumingja móðir mín! Eg sé nú að það hefir ekki verið létt verk, að ala mig upp. Ógæfan er sú, að eg er of mjög önnum kafinn. Og út á það drekkur fólkið mitt, — er eg hræddur um. Eg hefi engan tfma handa því. Aumingja Irmu hefur fallið það nærri, og Magn- ús notar sér það, til þess að taka sér of mikið sjálf- ræði. — Jæja, það er nú ekki til þess að gera sér órósemi af, en það er hættulegt að alast upp á auð' ugu heimili, þar sem allt er í yfirfljótanlegum mæli. I sumar hefi eg ráðið hingað kandídat Laurén, sem er sagður mjög efnilegur maður í öllu tilliti, líklegur til mikils í framtíðinni. Eg vona mikils góðs af veru hans og áhrifum. Eins og þú veizt, þá höfum við á sumrin verið utanlands við hina og aðra baðstaði, eða leigt okk- ur sumarbústað. Eg er orðinn leiður á því, og fyrir 5 árum keypti eg mér dálítinn jarðarskika, fáeinar dagsláttur að stærð, fyrir utun borgina. Þar er ljómandi fallegt, það liggur við lítið vatn, og þar er hæfilega stór skóggarður, tilbúinn að mestu af náttúrunni. '/4 mílu vegar er til næstu járnbrautar- stöðva. Eg lét undir eins fara að efna til lystigarðs, og hann gefur ríkulegan ávöxt. En „Villan“ var nokkuð lengi á ferðinni. Þó höfum við búið þar nú í tvö sumur. Hér úti á minni litlu Aftanró er eg miklu frjáls- ari og farsælli maður, og hingað hugsa eg mér að draga mig og lifa hér í ró og næði blátt áfram, von- andi að finna þá rósemi, sem liggur í sjálfu nafninu. Hvað bjart og gott sem lífið hefur verið, þá þreytir það þó til lengdar. Og þær stundir eru til, þegar hugsanirnar nerna staðar, eða leita aftur í tímann, og koma aftur og aftur með spurningar, sem ekki verða þaggaðar niður. Fossinn þarna heima hjá þér, stendur mér oft fyrir sjónum, og stundum í draumum mínum finst mér eg vera hefilspónn, sem hrífst með. Vil halda mér uppi — standa kyr — en get það ekki. Ef mað- ur er kominn á stað, þá berst maður óðfluga ofan eftir — ofan fyrir bergið — og að komast upp aft- ur, — það getur enginu. Þú þekkir viðskiftalífið — í smærri stíl auðvit- að — og veizt hvað skuldadagarnir þýða. Mér finst stundum að allt lífið sé einn einasti stór skulda- dagur, eða eftirkrafa, sem hver dagurinn setur öðr- um. En allt skal gjaldast að lokum.------------Hversu margir af oss verða þá ekki „gjaldþrota", móðir mín ?--------- Þegar eg les bréfið, og sé hvað mikið rugl eg hefi skrifað, þá liggur mér við að rífa það í sund- ur. — En það verður nú að sitja við þetta, sem það er. Maður fær stundum allra handa hugleiðingar ( einverunni — það kemur fyrir við og við. Eg sé Önnu úti á grasblettinum fyrir utan glugg- ann. Sólin skín á hárið hennar og Ijósleitu fötin. Glugginn stendur opinn og hún bendir mér. Vill að eg komi út og skoði blómin, sem eru að springa út. Það er meiri unun að horfa á hana sjálfa! Þú mátt reiða þig á, að eg kem bráðum að Bæjarfossi, móðir mín. Að minnsta kosti að vori, ef ekki fyr. Anna stendur nú við gluggann með blómvönd af hvítblómum í hendinni, og biður að heilsa „föðurmóður með: Antoni þínum". # * * I þessu bréfi var margt, sem varð henni að umhugsunarefni, og þó rann það alt saman í þetta eina orð: »Aftanró«. »Það er fagurt nafn á litlum sumarbústað, og segir þó svo mikið«, hngsaði hún með sér. I huganum sá hún það alt saman. Son sinn á skrifstofunni, Önnu úti á grasbalanum, blóm- skúfana, aldintrén, sem voru nýsett niður, og sveitalega íveruhúsið. »Aftanró«! Fyrir hana sjálfa var nú kominn tími til að fá hana. — Hún, sem var nærri því sjötíu ára. »Hefi eg fengið hana? Get eg fengiðhana?« spurði hún sjálfa sig, og svarið varð: »Nei« — ekki fyrri en eg hefi séð hann enn þá einu sinni. Þráin getur legið sofandi í mannshjartanu, eins og sæðiskornið í vetrarhvíldinni, og vaknað upp aftur eins og það, af sólskini, vorblæ og endur- lífgandi regnskúrum. Vaxið svo og fest rætur — þroskast — og rutt að lokum öllu öðru í brott. Vorið leið, sumarið kom, og bráðum voru þessar einu hugsanir ríkjandi hjá Karenu: »Eg vil fara þangað! Eg verð að fara þang- að ! H a n n kemur víst ekki, og eftir því get eg ekki beðið. Eg gæti dáið áður en eg sæi hann, eða barnabörnin mín.. Hann hefir svo lengi tal- að um að eg væri gömul — löngu áður en eg var það — nú er eg það, og má engan tíma missa.-------— Hann verður fimmtíu ára í ágúst ------hún brosti við þá tilhugsun, að hann hefði spurt hvort hún myndi eftir því. »Eg skal koma þeim alveg óvart, á sjálfan fæðingardaginn, og ekki nefna það einu orði áður«. — Það var alt annað að leita hann uppi, heima hjá sér úti á landinu, eða hitta hann í skraut- hýsinu inni 1 borginni, sem henni fanst hún þekkja

x

Kvennablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kvennablaðið
https://timarit.is/publication/152

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.