Kvennablaðið - 17.09.1902, Blaðsíða 2

Kvennablaðið - 17.09.1902, Blaðsíða 2
66 KVENNABLAÐIÐ. um það og það, cn hugsunarfræðislegar á- stæður vanti. Ef nú þetta er satt, þá er það af því, að aldrei er haft svo mikið við stálkubörnin að kenna þeim rökfræði, eða kenna þeim að finna rökfræðislegar ástæður fyrir málstað sínum. Líklega kemur þetta af þeirri einföldu ástæðu, að konur hafa ekki verið álitnar þurfa á því að halda. Þær ættu ekki að tala um annað en það, sem við kæmi þeirra húsmóð- urlegu skyldum, og ættu ástæðurnar þar, að liggja fyrir allra manna sjónum. En skyldi það spilla nokkuð til, þótt við temdum okkur dálítið meira, að rökstyðja, þegar við höfum einhverjar skoðanir á hlut- um eða málum, en hömrum ekki heimsku- legar ályktanir áfram út í bláinn, án þess að unt sé að láta okkur sjá ástæðurnar? Enginn ætlast til, að konurnar fari að gefa sig við málaflutningsstörfum eða þess konar alment, en vér vildum að enginn hefði fremur ástæðu til að ypta öxlum þótt konur tali með um almenn mál en þótt það væru karl- menn, af því þær kynnu eins vel að finna orðu'm sínum og skoðunum stað eins og þeir. Vér viljum ekki að kvenfólkið láti sér nægja að segja að þetta sé „af því“. Og svo þurfum við líka að venja okkur við að hafa meiri ábyrgðartilfinningu en við höfum haft. Við verðum að telja okkur sjálf- sagðar til að bera auknar skyldur og ábyrgð- arhluta, sem fylgja auknum réttindum. Þegar við förum svo að læra að hugsa, þegar feðurnir fara að ala dætur sínar upp samhliða drengjunum, sýna þeim sama traust, og kenna þeim á sama hátt að bera ábyrgð á orðum og athöfnum, þá fyrst förum við að standa meira jafnfætis bræðrunum, oghvor- ugt kynið mun af því bíða nokkurn skaða. Því sjálfstœdið er ekki innifalið i því, að vasast í sem flestu, heldur i því að hafa ákvarðaðar skoðanir á því, hvað rétt sé og rangt, hvað menn vilji og hvað menn ekki vilji, og að breyta einmitt eftir þessum skoðunum, hvað sem aðrir segja. Konan, sem stjórnar húsinu sínu og elur upp börnin sín, getur verið alveg jafn sjálf- stæð þeirri, sem ferðast land úr landi, til að halda fyrirlestra og „agitera" fyrir ýmsum málum. Hún getur ef til vill komið meiru til leiðar og haft varanlegri áhrif með sínum látlausu ákvörðuðu skoðunum á mann sinn og börn, heldur en hin, sem hærra talar og meira ber á. Hvergi er líka jarðvegurinn betri fyrir áhrif sjálfstæðrar skoðunar en þar, sem börn- in eru. Ef móðirin er sjálfstæð í raun og sann- leika, þá kennir hún þeim að fella ekki í hugsunarleysi blinda sleggjudóma, af því „all- ir segi það“, heldur annaðhvort sneiða sig hjá, að fella dóma um hluti og mál, sem þeim ekki komi við, eða byggja þá á gildum á- stæðum, en ekki á hleypidómum og viðtek- inni venju. Ef börnin ættu sannarlega sjálfstæða for- eldra, þá mundu framfarir landa og lýða verða líka alt öðruvísi. Þá yrðu áhrifin utan að þýðingarminni, og skapferlið heilbrigðara og drengiyndara enn nú er hjá mörgum. Þá hættu menn að ganga með lífið í lúkunum yfir því hvað „sagt“ væri um þá, en hugs- uðu meira um, að gera það eitt, er þeim sjálfum þœtti rétt vera. Skuldadagar nir. (Þýttj. (Framh.). AMLA verksmiðjukirkjan með lágaþak- inu svo undarlegu á litinn,og loftleysinu inni, var nú farin, og nýtt bjart must- eri komið 1 staðinn, með mörgum gluggarúðum. Þar inni fanst Karenu hún vera ókunnug og ekki kunna við sig. Hugsanir hennar hlupu þar í gönur. Karen hafði líka orðið að fylgjast með tíman- um, með því að stækka búðina sína og skreyta hana alla. Því lengra upp á götunni sást í nafn- spjald utan á tveimur verzlunarbúðum, svo nú dugði ekki annað en keppa við þær. Það gekk líka vel. Hennar var elzta verzlunin, árferðið var gott, og fólksfjöldinn talsvert að aukast. En innan um alla þessa nýbreytni, stóð »vill- an« ennþá óbreytt og óhirt. Trjáviðurinn í henni var farinn að dökkna, og aldingarðurinn láí eyði.

x

Kvennablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kvennablaðið
https://timarit.is/publication/152

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.