Kvennablaðið - 17.09.1902, Blaðsíða 6

Kvennablaðið - 17.09.1902, Blaðsíða 6
70 KVE N N ABLAÐIÐ. Meðalaskápur húsmóðurinnar. INN af þeim hlutum, sem ætti að vera sjálfsagður í svefnherbergi hverrar umhyggjusamrar húsmóður er læstur meðalaskápur, þar sem öll meðalaglös heimilisins geta staðið í röð og reglu, í stað þess, að flækjast hingað og þangað á kommóðum, þvottaborðum og hyll- um, og geta oft valdið hættu, ef börn ná í þau, og ef til vill súpa á þeim, án þess nokk- ur sé við, eða geti varast það. Meðalaskápur má vera mjög lítill, og kostar ekki meira en 3—5 krónur þótt hann sé læstur, með skúfifu °g 2—3 hyllum. I þessum skáp ættu að vera öll nauðsynleg heimilismeðul, einkum á sveitaheimilum, þar sem langt er að ná í lækni. Og þótt í stærri kaupstað sé, þá get- ur oft verið þægilegt að hafa ýmisleg meðul heima hjá sér. En öll glös og skamtar þurfa að vera með greinilegri áskrift, og standa í vissri röð, svo ekki sé hætt við að vilst verði á þeim Helzt ætti enginn annar en húsmóð- irin að fara með þau, eða þá húsbóndinn, því mjög hættulegt getur verið ef rangt glas er tekið t. d. karbólolía, eða karbólvatn, salmíakspíritus, ópíum o. s. frv., sem getur haft dauðann í för með sér. Hér skal nú bent á þau helztu meðul, sem hver húsmóðir ætti að hafa f meðalaskápnum og eru þau hér talin eftir stafrófsröð: Antifebrin fæst í lyfjabúðumog ernauð- synlegt við hitaveiki. Einnig er það oft gott við höfuðverk. En ekki er ráðlegt að taka meira enn einn skamt á dag, án læknis leyfis, og ekki brúka það án læknisráðs til lengdar. Börnum má ekki gefa inn meira enn V3—1 '2 skamt í einu. Laxerolía (Oleum ricini) er ágætt niður- hreinsunarmeðal bæði fyrir fullorðna og börn. Hægðirnar koma 6—7 kl.st. eftir inntökuna og eru þjáningalausar. Ónota keimurinn af henni hverfur ef hún er tekin inn í kaffi, eða ofurlitlu af víni. Bezt er að velgja glasið niðri í hálfheitu vatni, svo olían verði þynnri. Fullorðnum skal gefa 1 matskeið, en börnum I „desert"skeið af olíunni. Bórvatn (acidum boricum 3 pt.) má kaupa tilbúið í lyfjabúðum. En ódýrara er að kaupa kristalliseraða bórsýru, og leysa upp 2 mat- skeiðar af henni í i pt. af soðnu vatni. Bórvatn er haft til að þvo upp úr lítil sár og skeinur. Fyrst er sárið þvegið vandlega og lengi, og svo er léreft vætt íbórvatninu lagt yfir, þar utan yfir gúttaperkapappír, og yzt er bindinu vafið utan um. Bórvatn er líka ágætt til að baða augun í, ef ryk hefir farið upp í þau, og þau eru rauð og svíða, eða þegar þau eru límd aftur á morgnana af „stýrum". Einnig má skola nefið með því við „stybbu". Carlsbadsalt (Sulphas natricus) er veikt og þægilegt hægðalyf, sem verkar eftir 2—3 kl.st. Af þvl taka börn I teskeið, en full- orðnir 1 matskeið í vatnsglasi að morgni dags. Glyserin (Glyserinum) er ágætt við sprungnum höndum. Bezt að kveldi þegar menn hafa þvegið sér vandlega og eru hátt- aðir að væta hendina lítið eitt og nudda svo vel nokkrum dropum af Glyserini inn í þær. Ef höndurnar eru mjög sprungnar þá er bezt að vefja þær yfir nóttina í lérefti. Eftir 3—4 kveld verða þær mjúkar og heilar. (Framh.). ■. - Eldhússbálkur. Lagkaka til að vefja app. 5 lieil egg eru hrærð vel saman við V* ® steyttan melís og svo er V* ® hveiti með 1 teskeið af hjartarsalti eða gerpúl- veri hrært saman við. Deiginu er svo drepið á ofnplötu, sem áður hefir verið smurð yfir með V4 þuml. þykku lagi af vaxi (eða ef það er ekki til, þá með smjöri), og bakast ljósbrún. Svo er drepið með hníf á kökuna heita, hindberja- ribs-jarðarberja- hlaupi eða einhverju creme eða hverju sælgætis- hlaupi sem menn vilja, og kakan vafin upp eins og pylsa. Sneiðarnar verða þá kringlóttar og marg- litar. Þessi kaka er falleg niðurskorin á kaífiborði. Cítrónukaka. 4 heil egg hrærast vel saman við V4 ® steyttan melís, og z/4 ® brætt smjör, (má vera gott margarine). Svo er litlu af steyttum möndlum, V® teskeið af steyttum kardemommum og þurkuðu steyttu hýði af hálfri sítrónu hrært saman við. Síðast er 1 ® af hveiti hrært saman við og 1 pela af mjólk, sem tvær teskeiðar af ger-

x

Kvennablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kvennablaðið
https://timarit.is/publication/152

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.